Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Mynd / TB
Líf og starf 6. október 2016

Eimverk bruggar úr 60 tonnum af íslensku byggi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á sýningunni „Matur og nýsköpun“ sem haldin var í húsnæði Sjávarklasans í Reykjavík á dögunum. Tilgangur sýningarinnar var að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í matvælaframleiðslu hér á landi, allt frá hugmyndum og hönnun yfir í fullbúnar vörur. 
 
Um 30 fyrirtæki mættu og kynntu sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Það var Sjávarklasinn sem stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasann. Af úrvalinu að dæma er mikil gerjun í frumkvöðlastarfsemi tengdri matvælum um þessar mundir. 
 
Egill Gauti Þorkelsson er stoltur af framleiðsluvörum Eimverks sem m.a. notar íslenskt bygg.
 
Fyrirtækið Eimverk hlaut íslenska matarsprotann en það sérhæfir sig í framleiðslu sterkra áfengra drykkja. Eimverk er á mikilli siglingu með þróun á íslensku viskíi en forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um 60 tonn af íslensku byggi séu notuð í framleiðslunni. Að sögn Egils Gauta Þorkelssonar,  bruggmeistara Eimverks, hentar íslenska byggið einkar vel til viskígerðar en kostirnir við það séu meðal annars að það sé bragðsterkt og vaxi hægt. Fyrirtækið er sjálft í kornrækt en kaupir líka beint frá bændum. Egill sagði í samtali við Bændablaðið að á næsta ári hygðist fyrirtækið nota yfir 100 tonn af fullþurrkuðu íslensku byggi til áfengisframleiðslunnar. 
 

20 myndir:

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...