Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Agnete hefur unnið á fræðasviði óhefðbundinna lækninga í tuttugu ár en hún starfar við háskólann í Tromsö.
Agnete hefur unnið á fræðasviði óhefðbundinna lækninga í tuttugu ár en hún starfar við háskólann í Tromsö.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. Agnete Egilsdatter Kristoffersen, doktor í læknisfræði, ferðast nú um landið og leitar að viðmælendum sem nýta sér alþýðulækningar sér til heilsubótar.

Alþýðulækningar er skilgreint í orðasafninu Læknisfræði sem notkun úrræða og læknisdóma alþýðu manna til að meðhöndla kvilla og sjúkdóma. „Alþýðulækningar á Íslandi eru ekki aðeins safn aðferða og þekkingin hefur oftar en ekki verið miðluð milli kynslóða. Lækningarnar eru fjölbreyttar, eins og notkun á lýsi vegna ríks omega- 3 fitusýra, notkun blóðbergs vegna sýkladrepandi eiginleika þeirra og neyslu íslenskra berja fyrir andoxunareiginleika þeirra.

Jarðhitavatn er einnig órjúfanlegur þáttur í hefðbundnum íslenskum lækningum, það er talið hafa lækningamátt sem stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan,“ segir Agnete en hún leiðir rannsóknina sem unnin er í samstarfi við fræðafólk á Norðurlöndunum, m.a. með Þóru Jennýju Gunnarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands.

Lítil vísindaþekking til staðar

Agnete hefur unnið á fræðasviði óhefðbundinna lækninga í tuttugu ár en hún starfar við háskólann í Tromsö. Tildrög rannsóknarinnar á rætur að tekja til ráðstefnu sem hún sótti á Ítalíu í september síðastliðnum, tileinkuð alþýðulækningum. Þar varð hún þess áskynja hve víðtækt rannsóknastarf er unnið á sviði slíkra lækninga frá Austurlöndum. Hins vegar hafi verið skortur á notkun aðferða innan Evrópulanda. Hún kallaði því til vísindamenn frá Norðurlöndum til að hefja þá vegferð að taka saman og skoða norrænar hefðir og notkun alþýðulækninga.

„Við viljum skoða hvaða hlutverk alþýðulækningar gegna í dag til að viðhalda heilsu og meðhöndla veikindi,“ segir Agnete.

Fjallagrös og blóðberg eru dæmi vel þekktra nytjajurta hérlendis sem þykja m.a. góð fyrir slæmsku í öndunarfærum. Myndir / Wikipedia

Leitar að fólki með þekkingu

„Við erum að leita að fólki sem hefur kunnáttu á og nýtir sér alþýðulækningar. Fólk sem hefur lært það heima við í uppeldinu, en ekki þau sem öfluðu sér þekkingar til dæmis á námskeiðum síðar. Þetta getur til dæmis verið fólk sem safnar villtum jurtum og nýtir þær sér á einn eða annan hátt. Við erum að leitast eftir að fá skilning á persónulegri reynslu þátttakenda og út frá þeim safna upplýsingum til að svara rannsóknarspurningum.“

Þau sem hafa áhuga á að afla sér frekari upplýsinga um rannsóknina og vera mögulega viðmælendur er bent á að hafa samband við Agnete í gegnum netfangið agnete.kristoffersen@uit.no eða í s. +47- 997-01344.

Agnete talar góða íslensku. „Ég vann hér á býli í Reykhólasveit fimmtán ára gömul í heilt ár. Ég hef viðhaldið íslenskunni síðan þá og kem reglulega til landsins,“ segir Agnete sem stundar íslenska hestamennsku heima við í Tromsö.

Bláa lónið. „Jarðhitavatn er einnig órjúfanlegur þáttur í hefðbundnum íslenskum lækningum,“ segir Agnete. Mynd / Jeff Sheldon

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...