Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði
Fréttir 29. desember 2015

30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útreikningar sýna að landbúnaður og matvælaframleiðsla losar um 30% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losna út í andrúmsloftið á hverju ári. Matvælafyrirtækin Cargill, Tyson og Yara losa meira en ríki eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Brennsla á jarðefnaeldsneyti og kolum er meginástæða losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og umræðan fram til þessa hefur aðallega verið hvernig draga megi úr brennslu þeirra en það er fleira sem hangir á spýtunni.

Nýlegir útreikningar benda til að landbúnaður og matvælaframleiðsla í heiminum losi um 30% gróðurhúsalofttegundanna. Bent hefur verið á að þrjú risafyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, Tyson, Carrill og Yara, losi meira hvert fyrir sig með framleiðslu sinni en lönd eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Tyson er stærsti kjötframleiðandi í Bandaríkjunum með um 24% markaðshlutdeild. Cargill framleiðir meðal annars fóðurbæti og Yara áburð.

Losum margfalt meiri en upp er gefið

Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum þurfa fyrirtækin einungis að gefa upp losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist lokastigi framleiðslu þeirra. Uppgefin losun Cargill er gefin um 15 milljón tonn, Tyson 5 milljón tonn og Yara 12,5 milljón tonn. Sé allt framleiðsluferli fyrirtækjanna reiknað er nær að losun Cargill sé 145 milljón tonn, Tyson 34 milljón tonn og Yara 75 milljón tonn.

Í tilfelli Cargill eru þau 130 milljón tonn sem vantar upp á uppgefna tölu í magni á losun gróðurhúsalofttegunda sambærileg við samanlagða losun Danmerkur, Búlgaríu og Svíþjóðar.

Toppurinn á ísjakanum

Þeir sem harðast gagnrýna matvælafyrirtækin segja löngu orðið tímabært að þau axli ábyrgð á losuninni og þrátt fyrir að Cargill, Tyson og Yara séu tekin sem dæmi þá séu þau einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja í matvælaiðnaði.

Könnun sem var gerð í tengslum við öflun gagna vegna útreikninganna sýnir að einungis fjórðungurfyrirtækja í heiminum, sem framleiða matvæli, drykkjarvöru og tóbak, gefa upp magn losaðra gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu sína.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...