Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði
Fréttir 29. desember 2015

30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útreikningar sýna að landbúnaður og matvælaframleiðsla losar um 30% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losna út í andrúmsloftið á hverju ári. Matvælafyrirtækin Cargill, Tyson og Yara losa meira en ríki eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Brennsla á jarðefnaeldsneyti og kolum er meginástæða losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og umræðan fram til þessa hefur aðallega verið hvernig draga megi úr brennslu þeirra en það er fleira sem hangir á spýtunni.

Nýlegir útreikningar benda til að landbúnaður og matvælaframleiðsla í heiminum losi um 30% gróðurhúsalofttegundanna. Bent hefur verið á að þrjú risafyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, Tyson, Carrill og Yara, losi meira hvert fyrir sig með framleiðslu sinni en lönd eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Tyson er stærsti kjötframleiðandi í Bandaríkjunum með um 24% markaðshlutdeild. Cargill framleiðir meðal annars fóðurbæti og Yara áburð.

Losum margfalt meiri en upp er gefið

Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum þurfa fyrirtækin einungis að gefa upp losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist lokastigi framleiðslu þeirra. Uppgefin losun Cargill er gefin um 15 milljón tonn, Tyson 5 milljón tonn og Yara 12,5 milljón tonn. Sé allt framleiðsluferli fyrirtækjanna reiknað er nær að losun Cargill sé 145 milljón tonn, Tyson 34 milljón tonn og Yara 75 milljón tonn.

Í tilfelli Cargill eru þau 130 milljón tonn sem vantar upp á uppgefna tölu í magni á losun gróðurhúsalofttegunda sambærileg við samanlagða losun Danmerkur, Búlgaríu og Svíþjóðar.

Toppurinn á ísjakanum

Þeir sem harðast gagnrýna matvælafyrirtækin segja löngu orðið tímabært að þau axli ábyrgð á losuninni og þrátt fyrir að Cargill, Tyson og Yara séu tekin sem dæmi þá séu þau einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja í matvælaiðnaði.

Könnun sem var gerð í tengslum við öflun gagna vegna útreikninganna sýnir að einungis fjórðungurfyrirtækja í heiminum, sem framleiða matvæli, drykkjarvöru og tóbak, gefa upp magn losaðra gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu sína.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...