Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði
Fréttir 29. desember 2015

30% af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útreikningar sýna að landbúnaður og matvælaframleiðsla losar um 30% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losna út í andrúmsloftið á hverju ári. Matvælafyrirtækin Cargill, Tyson og Yara losa meira en ríki eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Brennsla á jarðefnaeldsneyti og kolum er meginástæða losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og umræðan fram til þessa hefur aðallega verið hvernig draga megi úr brennslu þeirra en það er fleira sem hangir á spýtunni.

Nýlegir útreikningar benda til að landbúnaður og matvælaframleiðsla í heiminum losi um 30% gróðurhúsalofttegundanna. Bent hefur verið á að þrjú risafyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, Tyson, Carrill og Yara, losi meira hvert fyrir sig með framleiðslu sinni en lönd eins og Holland, Víetnam og Kólumbía.

Tyson er stærsti kjötframleiðandi í Bandaríkjunum með um 24% markaðshlutdeild. Cargill framleiðir meðal annars fóðurbæti og Yara áburð.

Losum margfalt meiri en upp er gefið

Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum þurfa fyrirtækin einungis að gefa upp losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist lokastigi framleiðslu þeirra. Uppgefin losun Cargill er gefin um 15 milljón tonn, Tyson 5 milljón tonn og Yara 12,5 milljón tonn. Sé allt framleiðsluferli fyrirtækjanna reiknað er nær að losun Cargill sé 145 milljón tonn, Tyson 34 milljón tonn og Yara 75 milljón tonn.

Í tilfelli Cargill eru þau 130 milljón tonn sem vantar upp á uppgefna tölu í magni á losun gróðurhúsalofttegunda sambærileg við samanlagða losun Danmerkur, Búlgaríu og Svíþjóðar.

Toppurinn á ísjakanum

Þeir sem harðast gagnrýna matvælafyrirtækin segja löngu orðið tímabært að þau axli ábyrgð á losuninni og þrátt fyrir að Cargill, Tyson og Yara séu tekin sem dæmi þá séu þau einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja í matvælaiðnaði.

Könnun sem var gerð í tengslum við öflun gagna vegna útreikninganna sýnir að einungis fjórðungurfyrirtækja í heiminum, sem framleiða matvæli, drykkjarvöru og tóbak, gefa upp magn losaðra gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu sína.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...