Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjölmennur fundur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þann 18. nóvember síðastliðinn.
Fjölmennur fundur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þann 18. nóvember síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Höfundur: ÁB - HKr

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni, ferðamála og nýtingu náttúrugæða að leiðarljósi.

Þetta er í samræmi við sýn ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Hún telur að þörf sé á því að hér á landi verði til öflug stofnun sem styrkir samvinnu og nýsköpun á sviðið landbúnaðar og matvælaframleiðslu með umhverfis- og loftslagsmál að leiðarljósi.

Mikilvægt að fá alla að borðinu þegar horft er til framtíðar

Fjölmennur fundur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þann 18. nóvember síðastliðinn með aðilum frá fyrirtækjum og stofnunum sem lýst hafa yfir áhuga á að styðja við uppbyggingu nýsköpunar- og þróunarseturs háskólasamfélagsins á Vesturlandi. Um 30 manns mættu til að ræða um framtíð íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu með sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi.

Mikill hugur var í þátttakendum sem allir lýstu yfir áhuga á að vera í öflugu samstarfi við háskólana tvo á Vesturlandi í að móta aðgerðaáætlun og framtíðarsýn fyrir matvælalandið Ísland með áherslu á landbúnað.

Forsvarsmenn frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Orkustofnun, Landsvirkjun, Bændasamtökum Íslands, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, Háskóla Íslands, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Borgarbyggð, Breið þróunarfélag, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Hugheima, Orkídeu, Auðnu tæknitorgi og Íslandsstofu tóku þátt í fundinum auk fulltrúa Landbúnaðarháskólans og Bifrastar.

Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu

Að sögn Áshildar Bragadóttur, nýsköp­unar- og þróunarstjóra Land­búnaðarháskóla Íslands, sem meðal annarra hefur unnið að undirbúningi stofnunar nýsköpunar- og þróunarsetursins er framtíð íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu björt. Tækifærin liggja meðal annars í því að horft sé til þeirra sóknarfæra sem felast í hreinni orku og auðlindum íslenskrar náttúru. Hagnýting nýrrar tækni, sjálfvirknivæðing, vöruþróun og nýsköpun í öllu starfsumhverfi landbúnaðar getur skipt greinina miklu máli og haft gríðarleg áhrif á tækifæri Íslands á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Þannig velja neytendur um allan heim matvæli út frá þáttum eins og gæðum og umhverfisvitund og uppruni matvæla skiptir neytendur sífellt meira máli.

Áshildur bendir einnig á að íslensk matvæli séu þekkt á erlendum mörkuðum fyrir að vera fyrsta flokks og áherslan á lúxusferðamennsku hefur gert það að verkum að fjöldi ferðamanna sækir Ísland heim með það fyrir augum að njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða.

„Það var virkilega ánægjulegt að finna að fjölmargir deila þeirri sýn sem við höfum til þessara greina atvinnulífsins, en á sama tíma er mikilvægt að til staðar sé stuðningur við nýsköpun og þróun á þessu sviði. Með stuðningi tveggja öflugra háskóla á Vesturlandi teljum við nýsköpunar- og þróunarsetrinu vel komið fyrir á þessu landsvæði þó setrið muni þjóna landinu öllu,“ segir Áshildur að lokum. 

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...