Sjálfbærni og vísindi
Það ætti auðvitað ekki að þurfa að taka það fram að sjálfbærni ætti að vera markmið í öllum rekstri þjóðfélaga. Við höfum hins vegar verið alin upp við það um aldir að hráefni jarðar séu nær óþrjótandi auðlind og því getum við valsað um jörðina okkar í botnlausum sóðaskap eins og enginn sé morgundagurinn.