Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu
Fréttir 20. desember 2017

Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðað við núverandi notkun er reiknað með að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði muni aukast um helming á næsta áratug og um allt að 120% fyrir árið 2030 í Asíu. Helmingur sýklanotkunar til landbúnaðar í heiminum er í Kína.

Verksmiðjubúskapur við eldi á hænum og svínum hefur margfaldast í Asíu undanfarin ár og á sama tíma eykst notkun á sýklalyfjum við framleiðsluna.

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjárfesta, Factory Farming in Asia: Assessing Investment Risks, kemur fram að aukin notkun sýklalyfja auki hættuna á að fram komi nýr stofn sýklalyfja ónæmra fuglaflensubaktería. Sá stofn getur borist með kjúklingakjöti til annarra landa og orðið hættulegur lýðheilsu manna um allan heim.

Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína

Kjötframleiðsla í Asíu og ekki síst í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er mikið af framleiðslunni flutt út. Tveir af stærstu fóðurframleiðendum í heimi eru í Kína og fóðrið sem þeir framleiða að undirstöðu kornmjöl og soja.

Rekstur verksmiðjubúanna, ræktun og framleiðsla fóðursins veldur einnig gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda og fellingu skóga bæði í Kína og Brasilíu þaðan sem megnið af soja er flutt til Kína.

Gamalt kjöt

Fyrir þremur árum komst upp um kjötframleiðanda í Kína sem meðal annars framleiddi kjúklinga fyrir McDonalds og KFC sem var að nota kjöt í framleiðsluna sem löngu var komið yfir síðasta söludag.

Einnig er vert að minna á að fyrir skömmu kom upp mál í Evrópu þar sem í ljós kom að egg sem seld voru til flestra landa Evrópusambandsins voru menguð með skordýraeitri sem bannað er að nota við matvælaframleiðslu.

Vaxandi áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína

Áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína er vaxandi en á sama tíma vilja margir þeirra ekki láta tengja sig við verksmiðjuframleiðslu, sýklalyfjaónæmi, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og jafnvel misnotkun á vinnuafli.

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...