Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu
Fréttir 20. desember 2017

Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðað við núverandi notkun er reiknað með að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði muni aukast um helming á næsta áratug og um allt að 120% fyrir árið 2030 í Asíu. Helmingur sýklanotkunar til landbúnaðar í heiminum er í Kína.

Verksmiðjubúskapur við eldi á hænum og svínum hefur margfaldast í Asíu undanfarin ár og á sama tíma eykst notkun á sýklalyfjum við framleiðsluna.

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjárfesta, Factory Farming in Asia: Assessing Investment Risks, kemur fram að aukin notkun sýklalyfja auki hættuna á að fram komi nýr stofn sýklalyfja ónæmra fuglaflensubaktería. Sá stofn getur borist með kjúklingakjöti til annarra landa og orðið hættulegur lýðheilsu manna um allan heim.

Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína

Kjötframleiðsla í Asíu og ekki síst í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er mikið af framleiðslunni flutt út. Tveir af stærstu fóðurframleiðendum í heimi eru í Kína og fóðrið sem þeir framleiða að undirstöðu kornmjöl og soja.

Rekstur verksmiðjubúanna, ræktun og framleiðsla fóðursins veldur einnig gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda og fellingu skóga bæði í Kína og Brasilíu þaðan sem megnið af soja er flutt til Kína.

Gamalt kjöt

Fyrir þremur árum komst upp um kjötframleiðanda í Kína sem meðal annars framleiddi kjúklinga fyrir McDonalds og KFC sem var að nota kjöt í framleiðsluna sem löngu var komið yfir síðasta söludag.

Einnig er vert að minna á að fyrir skömmu kom upp mál í Evrópu þar sem í ljós kom að egg sem seld voru til flestra landa Evrópusambandsins voru menguð með skordýraeitri sem bannað er að nota við matvælaframleiðslu.

Vaxandi áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína

Áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína er vaxandi en á sama tíma vilja margir þeirra ekki láta tengja sig við verksmiðjuframleiðslu, sýklalyfjaónæmi, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og jafnvel misnotkun á vinnuafli.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...