Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu
Fréttir 20. desember 2017

Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðað við núverandi notkun er reiknað með að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði muni aukast um helming á næsta áratug og um allt að 120% fyrir árið 2030 í Asíu. Helmingur sýklanotkunar til landbúnaðar í heiminum er í Kína.

Verksmiðjubúskapur við eldi á hænum og svínum hefur margfaldast í Asíu undanfarin ár og á sama tíma eykst notkun á sýklalyfjum við framleiðsluna.

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjárfesta, Factory Farming in Asia: Assessing Investment Risks, kemur fram að aukin notkun sýklalyfja auki hættuna á að fram komi nýr stofn sýklalyfja ónæmra fuglaflensubaktería. Sá stofn getur borist með kjúklingakjöti til annarra landa og orðið hættulegur lýðheilsu manna um allan heim.

Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína

Kjötframleiðsla í Asíu og ekki síst í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er mikið af framleiðslunni flutt út. Tveir af stærstu fóðurframleiðendum í heimi eru í Kína og fóðrið sem þeir framleiða að undirstöðu kornmjöl og soja.

Rekstur verksmiðjubúanna, ræktun og framleiðsla fóðursins veldur einnig gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda og fellingu skóga bæði í Kína og Brasilíu þaðan sem megnið af soja er flutt til Kína.

Gamalt kjöt

Fyrir þremur árum komst upp um kjötframleiðanda í Kína sem meðal annars framleiddi kjúklinga fyrir McDonalds og KFC sem var að nota kjöt í framleiðsluna sem löngu var komið yfir síðasta söludag.

Einnig er vert að minna á að fyrir skömmu kom upp mál í Evrópu þar sem í ljós kom að egg sem seld voru til flestra landa Evrópusambandsins voru menguð með skordýraeitri sem bannað er að nota við matvælaframleiðslu.

Vaxandi áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína

Áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína er vaxandi en á sama tíma vilja margir þeirra ekki láta tengja sig við verksmiðjuframleiðslu, sýklalyfjaónæmi, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og jafnvel misnotkun á vinnuafli.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...