Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Norskar kindur, en í ríkisstjórn Noregs hefur viðurkennt landbúnað sem einn af lykilþáttum í viðbúnaði landsins.
Norskar kindur, en í ríkisstjórn Noregs hefur viðurkennt landbúnað sem einn af lykilþáttum í viðbúnaði landsins.
Mynd / Bbl
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Höfundur: Katrín Pétursdóttir

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða öðrum skyndilegum áföllum. Hins vegar er einn þáttur sem fær of lítið vægi í þeirri umræðu: hvernig tryggjum við að allir hafi aðgang að nægum og öruggum mat?

Lög um almannavarnir miða að því að bregðast við ástandi sem ógnar eða kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Þau kveða á um undirbúning, skipulag og ráðstafanir til að koma í veg fyrir og takmarka tjón sem og að tryggja viðnámsþrótt samfélagsins. Án öruggrar innlendrar matvælaframleiðslu getur það markmið ekki náðst og því ætti fæðuöryggi ekki að vera aukaatriði í umræðunni um almannavarnir.

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um almannavarnir liggja nú fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Bændasamtök Íslands skrifuðu í umsögn sinni um drögin að telja verður að án öruggrar innlendrar matvælaframleiðslu kann lífi og heilsu almennings að vera ógnað, enda er fæðuöryggi grundvallarþáttur í almannavörnum og ómissandi þáttur í því að tryggja viðnámsþrótt samfélagsins gagnvart hverskonar vá, ófyrirséðum röskunum á aðfangakeðjum og öðrum alvarlegum samfélagsáföllum.

Matvæli spretta ekki úr tómarúmi

Fæðuöryggi ætti ekki að vera lúxus. Það er lífsnauðsyn og án þess stöndum við berskjölduð gagnvart áföllum. Matvæli verða til með vinnu bænda og annarra sem rækta jörðina, annast dýrin og umbreyta hráefnum í afurðir. Ef þessi keðja rofnar, rofnar líka grunnur viðnámsþróttar þjóðarinnar.

Þetta sjónarmið er í samræmi við stefnu stjórnvalda, sem leggja áherslu á að viðhalda innlendri framleiðslu sem tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um neyðarbirgðir (ágúst 2022) kemur fram KLKað fjölbreytt og öflug framleiðsla, ásamt neyðarbirgðum, er lykilforsenda fyrir því að þjóð geti staðið af sér áföll í aðfangakeðjum.

Landbúnaður er viðbúnaður

Í byrjun þessa árs kynnti norska ríkisstjórnin skýrslu um viðbúnað þjóðarinnar. Niðurstaðan var skýr og var viðurkennt að landbúnaður sé einn af lykilþáttum í viðbúnaði landsins. Tvær af sjö stefnumótandi tillögum tengjast beint landbúnaði, þ.e a) tryggja byggðafestu, góðan grunnviðbúnað landsins og öflugt byggðarlag um allt land, og b) efla framboðsöryggi, þar á meðal fæðuöryggi. Nefndin sem vann skýrsluna lagði til að auka framleiðslu landbúnaðarafurða með því að nýta innlendar auðlindir og efla sjálfbærni. Hún hvatti jafnframt til þess að forysta bænda fengju fast sæti í viðbúnaðarráðum á öllum stjórnsýslustigum.

Bændasamtökin í Noregi tóku virkan þátt í þessu starfi og lýstu því yfir að niðurstöðurnar væru tímamót í opinberri umræðu um öryggismál. Ísland stendur frammi fyrir svipuðum áskorunum og Noregur. Við þurfum að horfast í augu við að án öflugrar og fjölbreyttrar innlendrar matvælaframleiðslu erum við háð sveiflum á alþjóðlegum mörkuðum og viðkvæmum aðfangakeðjum. Það er ekki aðeins efnahagsmál, það er þjóðaröryggismál.

Matvælaframleiðsla hluti af almannavörnum

Ef við viljum tryggja viðnámsþrótt þjóðarinnar gagnvart ófyrirséðum áföllum verðum við að líta á landbúnað sem hluta af almannavörnum. Það þýðir að styðja íslenska bændur, standa vörð um landbúnaðarland, fjölbreytta framleiðslu og byggja upp neyðarbirgðir.

Þegar allt kemur til alls er spurningin einföld: Viljum við treysta á að aðrir þjóðir hafi afgang til að deila, eða viljum við vera sjálfbær og tryggja okkar eigið öryggi?

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni