Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ljósin blikka
Mynd / Unsplash - V2osk
Skoðun 28. apríl 2022

Ljósin blikka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Viðvörunarljós blikka nú um allan heim vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í matvælaframleiðslu. Fæðuöryggi þjóða er ógnað og víða eru menn farnir að búa sig undir mögulegan skort á matvælum á komandi mánuðum og misserum.

Það er ekki bara stríðið í Úkraínu sem er að leiða til þessa ástands, því áður en til þess kom var fyrirséð að ört hækkandi orkuverð t.d. í Evrópu var að leiða til mikils samdráttar í áburðarframleiðslu. Stríðið í Úkraínu ýtti enn frekar undir þann vanda auk þess sem viðskiptabann á Rússa hefur haft gríðarlegar afleiðingar m.a. fyrir landbúnaðarframleiðslu í Brasilíu og víðar. Brasilíumenn hafa ekki fengið nauðsynlegan áburð og það hefur síðan aftur áhrif á kjöt- og kornmarkaði heimsins. Sama staða er uppi  í Evrópu og Ameríku. Við það bætist vandi úkraínskra bænda við að koma frá sér kornframleiðslu síðasta árs og fyrirséð óvissa þar í landi vegna landbúnaðarframleiðslu á þessu ári.

Vaxandi alþjóðavæðing í viðskiptum hefur síðan leitt til staðbundins vanda víða um lönd þar sem framleiðsla matvæla og ýmiss konar iðnvarnings hefur færst til láglaunalanda. Eftir sitja heilu þjóðirnar sem búnar eru að leggja niður stóran hluta af sinni matvæla- og iðnaðarframleiðslu og stóla á innfluttar vörur sem þegar er orðið erfitt að fá keyptar. 

Þessi þróun er þvert á hvatningu stofnana Sameinuðu þjóðanna árum saman um að þjóðir heims tryggi sjálfbærni og sitt eigið fæðuöryggi. Þessi hvatning hefur ekki verið sett fram sem einhver hræðsluáróður, heldur í ljósi síendurtekinnar reynslu af styrjöldum og margvíslegum náttúruhamförum. Það liggur fyrir að þegar þjóðir geta ekki lengur útvegað þegnum sínum mat, þá leiðir það til upplausnar og flótta fólks í leit að betra lífsviðurværi. 

Það hefur verið lenska sumra stjórn­mála­manna á Íslandi að tala niður áhyggj­ur manna af fæðuöryggi. Þá hafa viðkomandi gjarnan verið sakaðir um einangrunar­hyggju, heimóttarlega og gamaldags þjóðernis­hyggju og hræðslu við alþjóðleg samskipti.

Alþjóðahyggja í viðskiptum og ofur­áhugi á aðild að Evrópusambandinu er mjög litaður af sama hugsunarhætti. Skiptir þá engu þó menn sjái nú svart á hvítu hrikalegar afleiðingar af gegndarlausri alþjóðavæðingu þar sem verið er að flytja vörur heimshorna á milli með gríðarlegri orku- og hráefnasóun í skjóli misnotkunar á ódýru vinnuafli. Afar sérkennilegt er því að hlusta á talsmenn flokka sem að grunni til kenna sig við baráttu verkalýðs, reka áróður á þessum fölsku nótum. Að það sé bara allt í lagi að misnota vinnuafl í öðrum löndum til að framleiða ódýrar neysluvörur fyrir Vesturlandabúa. Þá lítur slíkt heldur ekkert sérlega vel út í öllu talinu um að draga þurfi úr losun koltvísýrings vegna hlýnunar loftslags.  

Öfgar af öllu tagi, hvort sem þeir fela í sér skefjalausa alþjóðavæðingu eða harðsvíraða þjóðernis- og einræðishyggju geta aldrei leitt til réttlætis í samskiptum fólks og þjóða. Umburðarlyndi gagnvart menningu og lífsgildum ólíkra þjóða og þjóðflokka hlýtur að vera mun farsælla.  

Fer ekki best á því að við reynum að standa sjálf í lappirnar og vera sem mest sjálfbjarga með fæði, klæði og aðrar nauðsynjar? Verum ekki sífellt að leita að viðskiptalegum smugum til að nýta okkur eymd fólks í öðrum löndum. Byggjum okkar velmegun fremur á því sem okkar land og þekking getur gefið af sér. Þannig ættum við best að geta hjálpa þeim sem á þurfa að halda og það á okkar eigin forsendum en þurfum þá ekki að byggja slíkt á eymd annarra. 

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Notkun sýklalyfja í landbúnaði
Skoðun 8. júní 2023

Notkun sýklalyfja í landbúnaði

Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun...

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...