Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eftirspurn eftir kanínukjöti eykst jafnt og þétt
Fréttir 6. nóvember 2015

Eftirspurn eftir kanínukjöti eykst jafnt og þétt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Birgit Kostizke, eigandi félagsins Kanína ehf. í Húnaþingi vestra, segir að sala á kanínukjöti hafi aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði.  Regluleg slátrun hófst í janúar á þessu ári og hefur kjötið verið í boði síðan þá.

Íslenskt kanínukjöt var fyrst selt hér á landi á Matarhátíð Búrsins í Hörpu í nóvember í fyrra og vakti þá þegar áhuga íslenskra matgæðinga.

Nokkur veitingahús hér á landi bjóða upp á kanínukjöt, m.a. Kolabraut, Bláa Lónið, Sjávarborg á Hvammstanga og veitingastaðurinn Berg á Icelandair hótel í Vík. Hægt er að kaupa kanínukjöt á almennum markaði hjá Matarbúrinu á Granda.

„Eftirspurnin eykst með hverjum mánuði sem líður,“ segir Birgit. Áætlanir gera ráð fyrir að því markmiði að framleiða um 200 kíló af kanínukjöti á mánuði verði náð í maí á næsta ári.

Hún nefnir að íslenskur kokkur, Unnur Pétursdóttir, sem fór með sigur úr býtum í fjölþjóðlegri keppni heyrnarlausra matreiðslumanna í Danmörku á dögunum, hafi boðið upp á kanínurúllu í aðalrétt. Það veki vissulega athygli og geri að verkum að fleiri vilja prófa.

Úr 4 dýrum í 400

Birgit heldur nú um 400 kanínur í aðstöðu sem hún hefur komið upp í fjárhúsi að Syðri-Kárstöðum í Húnaþingi vestra. Húsinu hefur hún breytt verulega og lagað að nýju hlutverki. Í undaneldishópnum eru tæplega 100 læður, 8 karldýr og að auki ungar á ýmsum aldri.

„Ég byrjaði að rækta kanínur sumarið 2011 og var þá með 4 dýr, hafði lítinn kofa ofan við Hvammstanga til umráða, þetta voru fremur frumstæðar aðstæður sem ég bjó við þarna í upphafi,“ segir hún. Um haustið stofnaði hún fyrirtæki um starfsemi sína, en það hafði að markmiði að rækta kanínukjöt til manneldis, að rækta kanínu á dýravænan hátt, framleiða skinn og skapa 1,5 stöðugildi.

Skráð sem loðdýrabú

Kanína ehf. er skráð sem loðdýrabú og segir Birgit að á þeim tíma sem fyrirtækið var stofnað hafi kanínurækt verið óþekkt hér á landi öðruvísi en til ullarframleiðslu og sem gæludýraræktun.

Margar brekkur þurfti því að klífa og fór mikil vinna í undirbúning, m.a. að afla þeirra leyfa sem til þarf. „Stóra hindrunin var sú að kanínur voru algjörlega ný tegund þegar kom að slátrun, það var frekar erfitt að vekja áhuga á þessari nýju kjöttegund, en leikar fóru svo að SKVH á Hvammstanga sótti um sláturleyfi og var það veitt í desember árið 2013. Það breyttist allt í kjölfar þess að sláturleyfi fékkst í gegn, m.a. opnuðust möguleikar á að fá lán frá Svanna, sjóð sem sérstaklega er ætlaður konum sem stofna ný fyrirtæki,“ segir Birgit.

Margir kostir fyrir hendi

Hún segir Ísland henta ágætlega til kanínuræktar og nefnir sem helstu kosti, að hér sé frekar kalt í veðri sem dragi úr hættu á sjúkdómum, m.a. af völdum baktería af ýmsu tagi og skordýra.  Eins nefnir hún að ekki sé mikill raki í loftinu og eigi það sérlega vel við um Húnaþing vestra þar sem hún er staðsett „og blessuð norðanáttin ræður oft ríkjum“. Þá sé nægt rými til staðar undir ræktunina og gott framboð á góðu heyi, sem ekki sé endilega til staðar í öðrum ríkjum Evrópu.

Helsti gallinn við kanínurækt sem og eflaust aðra ræktun sé sá að kostnaður við að framleiða vörur hér á landi er frekar mikill.

Þurfum að hugsa til framtíðar

„Við erum á ákveðnum tímamótum og þurfum nauðsynlega að hugsa til framtíðar. Í mínum huga er stóra spurningin um það hvort Íslendingar hafi hug á að skapa nýjar búgreinar, ég er þá ekki bara að hugsa um kanínukjöt í því sambandi, heldur líka t.d. geitakjöt, býflugnarækt, vörur framleiddar úr sauðamjólk og þannig mætti áfram telja. Allt þetta hefur fram til þessa verið áhugamál hjá einstaklingum. Vilji Íslendingar skapa fjölbreyttari landbúnað þarf eitthvað að gera í málinu,“ segir Birgit.

Verði viðurkennd sem ný búgrein

Hún nefnir að þörf sé á að viðurkenna þurfi ýmsar nýjungar, svo sem kanínurækt, sem sérbúgreinar og að nauðsynlegt sé að hafa aðgengi að ráðgjafa innan Bændasamtakanna. Þá þurfi dýralæknar einnig að geta nálgast þau lyf sem grípa þarf til vegna nýrra dýrategunda.

„Síðast en ekki síst þarf að huga að því að styrkja nýjar hugmyndir, þannig að öll áhætta leggist ekki eingöngu á frumkvöðlana. Tilraunir mínar til kanínuræktunar til manneldis bjóða upp á mörg og góð tækifæri, en það er komið að þeim tímapunkti að breyta tilraun í nýja og sjálfstæða búgrein,“ segir Birgit.

5 myndir:

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...