Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Í ríkustu löndunum eru 90 milljónir vannærðar
Mynd / Sott.net
Fréttir 10. október 2019

Í ríkustu löndunum eru 90 milljónir vannærðar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt tölum  Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er fæðuöryggi ríkja heims mjög ábótavant og hungur hefur farið vaxandi á nýjan leik frá 2015 þrátt fyrir markmið um að útrýma hungri í heiminum fyrir 2030. Sameinuðu þjóðirnar hafa allt frá 1995 hvatt þjóðir heims til að tryggja sitt eigið fæðuöryggi og sú hvatning á líka við aðildarþjóðina Ísland.

Í skýrslu FAO, sem kom út á þessu ári, segir m.a. að ef sama þróun heldur áfram verði ekki hægt að ná þeim markmiðum Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) að draga úr tíðni vannæringar um 30% hjá börnum sem fæðast of létt fyrir árið 2025.

Sótt að íslenskum landbúnaði

Hörð gagnrýni hefur verið uppi á íslenskan landbúnað undanfarin misseri og hávær krafa um að auka innflutning á landbúnaðarafurðum.  Borið er við að of dýrt sé að framleiða landbúnaðarvörur á Íslandi miðað við vörur sem hægt er að kaupa á markaði í öðrum löndum.

Svo virðist sem slíkar kröfur séu þvert á markmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem áhyggjur eru uppi um að fjölþjóðlegir samningar séu að valda íslenskri landbúnaðarframleiðslu erfiðleikum m.a. vegna hækkandi raforkuverðs. Fæðuöryggi Íslendinga er þannig ekki einkamál þjóðarinnar eins og markmið Sameinuðu þjóðanna bera reyndar með sér. Þar skiptir ekki síður máli fyrir aðrar þjóðir að staða fæðuöryggis sé góð á Íslandi þannig að við verðum ekki baggi á þeim ef á bjátar.   

Um 10,8% jarðarbúa vannærðir

Í skýrslu FAO, sem kom út á þessu ári, bjuggu um 821,6 milljónir manna á jörðinni við vannæringu af einhverjum toga á síðasta ári, eða 10,8% jarðarbúa. Þetta hlutfall var 14,5% árið 2005. Af þessum fjölda eru 704 milljónir manna sem búa við hungur og mikið fæðuóöryggi.

Um 45% dauðsfalla hjá börnum undir fimm ára aldri í heiminum eru rakin til vannæringar.
Samhliða þessu er sú undarlega þversögn af ofþyngd og vanda­mál henni tengd fara vaxandi um allan heim. Þannig látast nú um 4 milljónir manna á heimsvísu sökum sjúkdómsvanda sem orsakast af ofþyngd.

Hlutfallslega verst staða í Afríku

Flestir búa við fæðuskort í Asíu, eða 1.039 milljónir manna, þar af eru 704 milljónir manna sem búa dags daglega við hungur. Þar eru íbúar líka flestir, eða 4.545 milljónir, svo hlutfallið þar er ekki endilega verst á heimsvísu, eða 11,3%.

Í Afríku er hlutfall vannæringar hins vegar hæst, eða 19,9%, en þar búa 1.288 milljónir manna, en 676 milljónir, eða ríflega helmingur búa við vannæringu. Af þeim búa 277 milljónir við mikið hungur.
Í Suður-Ameríku eru íbúar 608 milljónir og 188 milljónir þeirra búa við fæðuóöryggi. Aaf þeim búa 55 milljónir við hungur.

Nærri 90 milljónir vannærðir í ríkustu löndum heims

Í ríkustu löndum heims, Norður-Ameríku og Evrópu, búa 1.106 milljónir manna. Þótt undarlegt megi virðast búa þar 89 milljónir manna við fæðuóöryggi og 11 milljónir búa við sárasta hungur á hverjum degi.
Ljóst er af tölum FAO að lítið þarf út af að bregða í veðurfari og efnahagsmálum svo staðan versni ekki til muna, svo ekki sé talað um náttúruhamfarir. Evrópa og okkar helstu viðskiptalönd eru þar greinilega ekki undanskilin. 

Fæðuöryggi ríkja byggir á að tryggja að þjóðir séu sjálfum sér nægar um fæðu fyrir íbúana hverju sinni þótt miðlun á ólíkum matvælum eigi sér stöðugt stað í viðskiptaheiminum.

Hugsunin er að þjóðir heims geti komist þokkalega af þótt náttúru­ham­farir, stríð eða mannlegar hamfarir af einhverjum toga ríði yfir. Efnahagshrunið 2008 voru hamfarir af þessum toga þar sem litlu mátti muna að Íslendingar yrðu uppiskroppa með helstu nauðsynjar þegar það lokaðist fyrir öll gjaldeyrisviðskipti. Þá skipti sköpum að hér var öflugur land­búnaður og sjávarútvegur og að Pólverjar og Færeyingar buðu fram ómetanleg gjaldeyrislán án nokkurra skilyrða. Matvælaöryggi er síðan annað hugtak sem hefur allt aðra merkingu og felur í sér að tryggja að matvæli sem, séu örugg til neyslu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...