Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alinn í Bandaríkjunum, unninn í  Kína og seldur í Bandaríkjunum
Fréttir 7. desember 2017

Alinn í Bandaríkjunum, unninn í Kína og seldur í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarráðuneyti Banda­­­ríkja Norður-Ameríku hefur gefið grænt ljós á og veitt fjórum afurðastöðvum í Kína leyfi til að vinna og selja á markaði í Bandaríkjunum kjúklinga sem aldir eru í Bandaríkjunum.

Kjúklingunum, sem aldir verða á kjúklingabúum í Bandaríkjunum, verður einnig slátrað þar og síðan frystir. Eftir frystingu verða þeir fluttir sjóleiðina í frystigámum rúma 11.000 kílómetra til Kína þar sem þeir verða þíddir, unnir, matreiddir og pakkað í neytendaumbúðir fyrir Bandaríkjamarkað. Að því loknu verður kjötið endurfryst og sent aftur rúma 11.000 kílómetra til Bandaríkjanna og selt þar.

Engar upprunamerkingar né eftirlit

Samkvæmt leyfinu er ekki krafist upplýsinga um upprunaland eldisins né landið þar sem kjúklingurinn er unninn á umbúðunum sem hann er seldur í. Ekkert eftirlit verður heldur á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana á vinnslunni í Kína.


Áhyggjur af matvælaöryggi

Fagaðilar í matvælaöryggi innan Bandaríkjanna hafa lýst áhyggjum vegna leyfisins og því að vinna eigi kjúklinginn í Kína þar sem fuglaflensa er landlæg og í landi sem er þekkt fyrir margs konar smit sem veldur matareitrun.

Aðrir segja merkilegt að ferlið skuli ganga upp fjárhagslega en þar á móti hefur verið bent á að starfsmaður við kjúklingavinnslu í Bandaríkjunum fái rúmar 1.100 krónur á tímann en að í Kína séu laun fyrir sömu vinnu 100 til 200 krónur á tímann.

Þekkt í fiskvinnslu

Í dag er sams konar fyrirkomulag framkvæmt í fiskvinnslu þar sem fiski er landað í Bandaríkjunum, er frystur þar og fluttur sjóleiðina til Kína þar sem hann er unninn í neytendaumbúðir og sendur aftur á markað í Bandaríkjunum.

Reyndar var svipað uppi á teningnum hér þegar íslenskur fiskur var sendur frosinn til vinnslu og pökkunar í Kína og seldur í Evrópu sem íslensk framleiðsla.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...