Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jon Georg Dale úr Framfaraflokknum tók við stöðu landbúnaðar- og matarráðherra Noregs fyrir tveimur árum í ríkisstjórn Ernu Solberg. Hér var hann í opinberri heimsókn á Indlandi fyrr á árinu.
Jon Georg Dale úr Framfaraflokknum tók við stöðu landbúnaðar- og matarráðherra Noregs fyrir tveimur árum í ríkisstjórn Ernu Solberg. Hér var hann í opinberri heimsókn á Indlandi fyrr á árinu.
Fréttir 21. desember 2017

Matvælaframleiðsla í Noregi hefur aldrei verið meiri

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Jon Georg Dale, landbúnaðar- og matarráðherra Noregs, lítur björtum augum til framtíðar þegar kemur að norskri matvælaframleiðslu. Segir hann meðal annars að lykilhlutverk þegar kemur að samkeppnishæfni greinarinnar séu fjárfestingar og nútímavæðing. 
 
Í viðtali við Bændablaðið segir Jon Georg það jafnframt mikilvægt að leyfa sköpunarkrafti bóndans að leika lausum hala til að stuðla að nýsköpun og að gera umhverfi greinarinnar aðlaðandi fyrir unga bændur til að þeir velji sér framtíð innan landbúnaðar.
 
Jon Georg Dale tók við stöðu landbúnaðar- og matarráðherra Noregs fyrir tveimur árum í ríkisstjórn Ernu Solberg. Hann er meðlimur í Framfaraflokknum og hafði áður en hann settist á þing reynslu af sveitarstjórnarstörfum í Mæri- og Raumsdal þar sem hann ólst jafnframt upp. Jon á óðalsrétt að ættarsveitabænum Dale í Dalsfirði og er kjötiðnaðarmaður að mennt. Áður en hann sneri sér að pólitíkinni starfaði hann meðal annars hjá afurðastöðvafyrirtækinu Nortura. 
 
Matvælaframleiðsla í hæstu hæðum
 
Árið 2017 eru 40.500 sveitabæir í rekstri í Noregi með tæplega 44 þúsund ársverk. Í norska búnaðarlagasamningnum er 14,5 milljörðum norskra króna úthlutað til landbúnaðar, tæplega 200 milljörðum íslenskra króna.  
 
„Undanfarin fjögur ár höfum við náð okkar helstu markmiðum þegar kemur að stefnu í landbúnaðarmálum og við sjáum það að matvælaframleiðsla í Noregi hefur aldrei verið meiri eins og nú. Nýliðun eykst stöðugt og ungt fólk hefur meiri áhuga en áður á að starfa við landbúnað sem er mjög jákvætt. Við sjáum einnig að vilji þeirra sem eru í framleiðslunni til að framleiða meira er stór og allt helst þetta vel í hendur, það er samkeppnishæft rekstrarumhverfi og jákvæðni í garð greinarinnar, jafnt innan hennar sem utan,“ segir Jon Georg og bætir við:
 
„Tekjur í landbúnaði eru að aukast og á tímabilinu frá 2014 til 2018 munu bændur hér í Noregi fá tekjuaukningu sem er meira en helmingi stærri en hjá öðrum hópum í samfélaginu. Sé litið á alla þessa þætti þá munum við halda áfram eftir sömu stefnumörkun og hefur verið og halda þessari góðu vinnu áfram sem búið er að byggja undir.“
 
Skilningsleysi gagnvart beingreiðslum
 
Jon Georg viðurkennir þó að ýmis erfið mál hafi komið inn á borð í sinni ráðherratíð eins og gengur og gerist. Það séu þá helst kjaramál bænda sem hafi verið umdeild, stefna í rándýraveiðum, offramleiðsla sauðfjárbænda og sú ákvörðun að þurfa að útrýma hreindýrastofninum á ákveðnum svæðum á hálendinu vegna taugasjúkdóms.
 
„Það hefur verið ýjað að því á vettvangi fjölmiðla að stuðningur ríkisins við fjárfestingar innan sauðfjárræktarinnar sé mikilvægasta ástæða þess að það sé offramleiðsla og að ríkið eitt og sér beri eitt ábyrgð á stöðunni. Þetta er því miður alvarleg einföldun á ástandinu og sýnir svo ekki verður um villst að ákveðið skilningsleysi ríkir gagnvart því af hverju við erum með það fyrirkomulag að vera með beingreiðslur þegar kemur að fjárfestingum,“ útskýrir Jon Georg og segir jafnframt:
 
„Fjárfesting í landbúnaði er framkvæmd með aukna framleiðslu í huga yfir margra ára tímabil. Frá árinu 2016 sjáum við að færri fjárfestingabeingreiðslur eru greiddar til sauðfjárbúa, úr 18% árið 2015 í 11% árið 2016. Stuðningurinn er einnig á niðurleið á þessu ári en Innovasjon Norge (Nýsköpunarmiðstöð Noregs), hefur veitt styrki til eins sauðfjárbús,  þar sem bændurnir höfðu ekki slíkan búskap áður, en árið 2016 voru veittir 7 styrkir til sambærilegra verkefna. Ég hef talað fyrir því að nauðsynlegt sé að skoða nýjar nálganir í vöruþróun, halda áfram þeirri vinnu að betra aðgengi sé að vörunni í verslunum og að hafa virka markaðssetningu til að auka sölu á lambakjöti.“
 
Styrkja kornrækt og plöntuframleiðslu
 
Bendir norski landbúnaðar­ráðherrann einnig á að hægt væri að líkja stuðningi við sauðfjárbændur saman við styrki til mjólkurbænda. Árið 2016 fór um 80% af styrkjum til fjárfestinga í hefðbundnum landbúnaði til mjólkur- og sauðfjárbænda. Rúmlega 80% af styrkjunum sem Innovasjon Norge veitti til mjólkurbænda það ár leiddi til aukinnar framleiðslu.
 
„Við munum halda áfram að styrkja grassvæði fyrir kýr og sauðfé og hvetja til meiri notkunar á úthögum. Einnig verður áhersluatriði hjá okkur að örva enn frekar kornrækt og plöntuframleiðslu þar sem best skilyrði eru til þess. Það eru miklar fjárfestingar í norskum landbúnaði og sjáum við það til dæmis á því að meira en einn þriðji af kúm í Noregi eru nú mjólkaðar með róbótum og það er hæsta hlutfall í heiminum. Við munum endurnýja, fjárfesta og taka nýja tækni í notkun. Með því að leyfa sköpunarkrafti bóndans að leika lausum hala til að ná sem bestri hagræðingu í rekstrinum ásamt nýsköpun er ákveðnum markmiðum náð fyrir greinina í heild. Okkar hlutverk er meðal annars að gera umhverfið aðlaðandi fyrir unga bændur að velja sér framtíð innan landbúnaðar.“ 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...