Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Fréttir 2. júlí 2018

Matvælaskortur yfirvofandi ef hætt verður að nota skordýraeitur og erfðabreyttar plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirmaður Syngenta, eins stærsta framleiðanda skordýraeiturs í heiminum, segir yfirgnæfandi líkur á matvælaskorti í heiminum á innan við tuttugu árum verði notkun á skordýraeitri og erfðabreyttum plöntum hætt.

J Erik Fyrwald, stjórnarformaður Syngenta, segir jafnframt að nútímalandbúnaður sem notist við hjálparefni og erfðabreyttar plöntur geri mönnum kleift að framleiða meiri fæðu á minna landi og að slíkt sé nauðsynlegt til að draga úr loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Hann segir einnig að með því að nýta skordýraeitur á markvissan hátt megi draga úr notkun þess og neikvæðum áhrifum notkunarinnar.

Fyrwald sagði nýlega í viðtali að tækni við landbúnaðarframleiðslu væri sífellt að verða betri og að þróunin yrði að halda áfram ef möguleiki ætti að vera á að fæða þær 1,5 milljarða fólks sem spár gera ráð fyrir að verði á jörðinni árið 2050 og um leið draga úr loftslagsbreytingum.

„Ég er fylgjandi ströngum reglum um notkun eiturefna í landbúnaði en reglurnar verða að byggja á vísindalegum grunni.“ Fyrwald segir að í dag séu reglur sem banni eða setji hömlur á notkun efna í landbúnaði oft illa grundaðar og settar vegna þrýstings frá umhverfisverndarsamtökum en byggi ekki á vísindalegum rökum.

Syngenta hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að selja skordýraeitur sem búið sé að banna í Evrópu til landa í þróunarlöndunum.

Syngenta er í dag hluti af ChemiChina sem er í eigu kínverska ríkisins og eitt af þremur stærstu fyrirtækjum heims sem framleiða skordýra- og illgresiseitur ásamt erfðabreyttu fræi. Hin fyrirtækin eru Bayer,sem nýlega festi kaup á Monsanto, Dow og DuPont. Samanlagt ráða þessi fyrirtæki um tveimur þriðja af fræmarkaði heimsins og um leið stórum hluta matvælaframleiðslunnar í heiminum.  

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.