Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Fréttir 2. júlí 2018

Matvælaskortur yfirvofandi ef hætt verður að nota skordýraeitur og erfðabreyttar plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirmaður Syngenta, eins stærsta framleiðanda skordýraeiturs í heiminum, segir yfirgnæfandi líkur á matvælaskorti í heiminum á innan við tuttugu árum verði notkun á skordýraeitri og erfðabreyttum plöntum hætt.

J Erik Fyrwald, stjórnarformaður Syngenta, segir jafnframt að nútímalandbúnaður sem notist við hjálparefni og erfðabreyttar plöntur geri mönnum kleift að framleiða meiri fæðu á minna landi og að slíkt sé nauðsynlegt til að draga úr loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Hann segir einnig að með því að nýta skordýraeitur á markvissan hátt megi draga úr notkun þess og neikvæðum áhrifum notkunarinnar.

Fyrwald sagði nýlega í viðtali að tækni við landbúnaðarframleiðslu væri sífellt að verða betri og að þróunin yrði að halda áfram ef möguleiki ætti að vera á að fæða þær 1,5 milljarða fólks sem spár gera ráð fyrir að verði á jörðinni árið 2050 og um leið draga úr loftslagsbreytingum.

„Ég er fylgjandi ströngum reglum um notkun eiturefna í landbúnaði en reglurnar verða að byggja á vísindalegum grunni.“ Fyrwald segir að í dag séu reglur sem banni eða setji hömlur á notkun efna í landbúnaði oft illa grundaðar og settar vegna þrýstings frá umhverfisverndarsamtökum en byggi ekki á vísindalegum rökum.

Syngenta hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að selja skordýraeitur sem búið sé að banna í Evrópu til landa í þróunarlöndunum.

Syngenta er í dag hluti af ChemiChina sem er í eigu kínverska ríkisins og eitt af þremur stærstu fyrirtækjum heims sem framleiða skordýra- og illgresiseitur ásamt erfðabreyttu fræi. Hin fyrirtækin eru Bayer,sem nýlega festi kaup á Monsanto, Dow og DuPont. Samanlagt ráða þessi fyrirtæki um tveimur þriðja af fræmarkaði heimsins og um leið stórum hluta matvælaframleiðslunnar í heiminum.  

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...