Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Fréttir 2. júlí 2018

Matvælaskortur yfirvofandi ef hætt verður að nota skordýraeitur og erfðabreyttar plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirmaður Syngenta, eins stærsta framleiðanda skordýraeiturs í heiminum, segir yfirgnæfandi líkur á matvælaskorti í heiminum á innan við tuttugu árum verði notkun á skordýraeitri og erfðabreyttum plöntum hætt.

J Erik Fyrwald, stjórnarformaður Syngenta, segir jafnframt að nútímalandbúnaður sem notist við hjálparefni og erfðabreyttar plöntur geri mönnum kleift að framleiða meiri fæðu á minna landi og að slíkt sé nauðsynlegt til að draga úr loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Hann segir einnig að með því að nýta skordýraeitur á markvissan hátt megi draga úr notkun þess og neikvæðum áhrifum notkunarinnar.

Fyrwald sagði nýlega í viðtali að tækni við landbúnaðarframleiðslu væri sífellt að verða betri og að þróunin yrði að halda áfram ef möguleiki ætti að vera á að fæða þær 1,5 milljarða fólks sem spár gera ráð fyrir að verði á jörðinni árið 2050 og um leið draga úr loftslagsbreytingum.

„Ég er fylgjandi ströngum reglum um notkun eiturefna í landbúnaði en reglurnar verða að byggja á vísindalegum grunni.“ Fyrwald segir að í dag séu reglur sem banni eða setji hömlur á notkun efna í landbúnaði oft illa grundaðar og settar vegna þrýstings frá umhverfisverndarsamtökum en byggi ekki á vísindalegum rökum.

Syngenta hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að selja skordýraeitur sem búið sé að banna í Evrópu til landa í þróunarlöndunum.

Syngenta er í dag hluti af ChemiChina sem er í eigu kínverska ríkisins og eitt af þremur stærstu fyrirtækjum heims sem framleiða skordýra- og illgresiseitur ásamt erfðabreyttu fræi. Hin fyrirtækin eru Bayer,sem nýlega festi kaup á Monsanto, Dow og DuPont. Samanlagt ráða þessi fyrirtæki um tveimur þriðja af fræmarkaði heimsins og um leið stórum hluta matvælaframleiðslunnar í heiminum.  

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...