Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Fréttir 2. júlí 2018

Matvælaskortur yfirvofandi ef hætt verður að nota skordýraeitur og erfðabreyttar plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirmaður Syngenta, eins stærsta framleiðanda skordýraeiturs í heiminum, segir yfirgnæfandi líkur á matvælaskorti í heiminum á innan við tuttugu árum verði notkun á skordýraeitri og erfðabreyttum plöntum hætt.

J Erik Fyrwald, stjórnarformaður Syngenta, segir jafnframt að nútímalandbúnaður sem notist við hjálparefni og erfðabreyttar plöntur geri mönnum kleift að framleiða meiri fæðu á minna landi og að slíkt sé nauðsynlegt til að draga úr loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Hann segir einnig að með því að nýta skordýraeitur á markvissan hátt megi draga úr notkun þess og neikvæðum áhrifum notkunarinnar.

Fyrwald sagði nýlega í viðtali að tækni við landbúnaðarframleiðslu væri sífellt að verða betri og að þróunin yrði að halda áfram ef möguleiki ætti að vera á að fæða þær 1,5 milljarða fólks sem spár gera ráð fyrir að verði á jörðinni árið 2050 og um leið draga úr loftslagsbreytingum.

„Ég er fylgjandi ströngum reglum um notkun eiturefna í landbúnaði en reglurnar verða að byggja á vísindalegum grunni.“ Fyrwald segir að í dag séu reglur sem banni eða setji hömlur á notkun efna í landbúnaði oft illa grundaðar og settar vegna þrýstings frá umhverfisverndarsamtökum en byggi ekki á vísindalegum rökum.

Syngenta hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að selja skordýraeitur sem búið sé að banna í Evrópu til landa í þróunarlöndunum.

Syngenta er í dag hluti af ChemiChina sem er í eigu kínverska ríkisins og eitt af þremur stærstu fyrirtækjum heims sem framleiða skordýra- og illgresiseitur ásamt erfðabreyttu fræi. Hin fyrirtækin eru Bayer,sem nýlega festi kaup á Monsanto, Dow og DuPont. Samanlagt ráða þessi fyrirtæki um tveimur þriðja af fræmarkaði heimsins og um leið stórum hluta matvælaframleiðslunnar í heiminum.  

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...