Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Stórhækkanir á orkukostnaði, áburðarverði og öllum aðföngum til landbúnaðarframleiðslu er að leiða til hækkana á matvælaverði um allan heim.
Stórhækkanir á orkukostnaði, áburðarverði og öllum aðföngum til landbúnaðarframleiðslu er að leiða til hækkana á matvælaverði um allan heim.
Mynd / Unsplash
Fréttir 28. apríl 2022

Mælingar OECD sýna mestu hækkanir matvælaverðs á heimsvísu í yfir 30 ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hagfræðingur hjá ASÍ sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins sunnudaginn 24. apríl að verð á mjólkurvörum og kjöti hafi hækkað mun meira en verð á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár og fyrirtæki nýttu hverja smugu til að hækka verð. Þessi orð hafa vakið reiði meðal bænda þar sem þau stangast algjörlega á við verðþróun erlendis varðandi kostnað við matvælaframleiðslu og alþjóðlega verðlagsþróun á undanförnum mánuðum.

Samkvæmt tölum Efnahags- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (OECD), þá hækkaði matvælaverð í mars á heimsvísu að meðaltali um 12,6% á milli mánaða. Hefur matvælaverð aldrei hækkað meira á milli mánaða síðan OECD hóf slíkar mælingar fyrir meira en þrem áratugum. Áhrifin eru mest í þróunarlöndunum.

Samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem ná allt til ársins 1990 er þar líka að sjá verulegar matvælaverðshækkanir. Vísitala matvælaverðs hefur síðan hækkað um 19% það sem af er þessu ári, að mestu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Víða um heim hafa yfirvöld gripið til niðurgreiðslna á matvörum af þessum sökum eins og í Egyptalandi þar sem brauð er selt undir verði á korninu sem fer í að baka það.

 

Aðildarríki OECD. 

Bæði hvatt til aukningar matvælaframleiðslu og samdráttar hjá bændum

OECD hvetur bændur til að planta meira til að auka matvæla­fram­leiðsluna en þar berjast menn við þær þversagnir að skortur hefur verið á áburði og orka og öll aðföng hafa verið að hækka verulega í verði. Það neyðir bændur til að draga úr sinni framleiðslu sem leiðir aftur til verðhækkana á matvælum. Þá eykur það enn á vandann að bændur í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar um lönd hafa verið hvattir af stjórnvöldum til að hætta framleiðslu á landi sínu til að mæta umhverfis- og loftslagsmarkmiðum.

ASÍ telur áhrif erlendra kostnaðarhækkana óveruleg

Er þetta sérlega athyglisvert í ljósi orða hagfræðings ASÍ, Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem hefur umsjón með verðlagseftirliti ASÍ. Fréttamaður RÚV bendir á að töluvert hafi verið rætt um verðhækkanir erlendis sem geti leitt til þess að Íslendingar flytji inn verðbólgu. Auður segir að þvert á móti hafi verð á innlendri framleiðslu hækkað meira en verð á innfluttum mat. Verðhækkun á áburði og bensíni geti skýrt þetta að einhverju leyti. Auður telur hins vegar markaðsbrest vera helstu skýringuna. Hún nefnir íslensku mjólkur- og kjötframleiðsluna sérstaklega og segir:

„Á síðasta hálfu ári hefur verð á kartöflum hækkað um 1,1%.  Verð á kjöti hefur hækkað um 7,6%. Búvara án grænmetis hefur hækkað langmest í verði. Þá er ég að tala um mjólkurvörur, olíu og feitmeti en kjöt líka. Fiskur hefur líka hækkað í verði.  Brauð og kornvara einhvers staðar í miðjunni. Hins vegar erum við að sjá að ávextir og grænmeti hefur hækkað minnst í verði. [...] Skortur á samkeppni vegna verndarstefnu vegna hárra tolla. Heildsölu- og smásöluverslanir þurfa að huga að því að sýna samfélagslega ábyrgð og fara eftir þeim lögum, reglum og gildum sem gilda í þessu samfélagi og nýta ekki hverja smugu til að okra á almenningi.“

Gríðarlegar kostnaðarhækkanir valda bændum vandræðum

Ekki þarf að leita lengra en til Bretlands til að sjá að stórhækkun framleiðslukostnaðar er að hafa gríðarleg áhrif á framleiðslu land­búnaðar­afurða sem hafa hækkað þar hlut­fallslega meira í verði en á Íslandi.

Í umfjöllun breska landbúnaðar­ritsins Farmers Weekly þann 21. apríl síðastliðinn er fjallað um samdrátt í landbúnaðarframleiðslu vegna verðbólgu í aðkeyptum aðföngum sem komin er í 24%. Þar er líka sýnt fram á hvernig verðþróun á framleiðsluvörum bænda er langt frá því að halda í við kostnaðarverð. Á meðan aðföng hafi hækkað í verði um 24% hafi smásöluverðsvísitalan á framleiðsluvörum bænda aðeins hækkað um 5,6%. Að óbreyttu mun þetta leiða til samdráttar í matvælaframleiðslu.

Kartöflubændur koma sérlega illa út úr þessu, en þar hefur orðið 2% verðlækkun á síðustu sex mánuðum á meðan kostnaðurinn hefur aukist um 27%. Í mjólkurframleiðslu nemur kostnaðaraukinn 21% en hækkun á smásöluverði er 19%. Í nauta- og lambakjötsframleiðslunni nemur kostnaðaraukinn 21% en smásöluverð hefur hækkað til neytenda um 11%.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...