Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fulltrúar þeirra 18 veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.
Fulltrúar þeirra 18 veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.
Mynd / smh
Fréttir 5. apríl 2019

Icelandic Lamb heiðrar 18 veitingastaði sem skara fram úr

Höfundur: smh

Í hádeginu í dag veitti markaðsstofan Icelandic Lamb 18 veitingastöðum Award of Excellence-viðurkenningar sínar. Þetta er í þriðja sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og koma þær í hlut þeirra veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.

Viðurkenningarnar veitir Icelandic lamb til samstarfsveitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári. Í dómnefndinni í ár sátu Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson.

Eftirtaldir veitingastaðir hljóta Award of Excellence-viðurkenningar árið 2019:

  • Apotek Restaurant
  • Bjargarsteinn
  • Fiskfélagið
  • Gamla Kaupfélagið á Akranesi
  • Grillið – Hótel Sögu
  • Grillmarkaðurinn
  • Haust Restaurant
  • Höfnin
  • Íslenski Barinn
  • KOL
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Lamb Street Food
  • Laugaás
  • Matakjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Von Mathús
  • VOX

Alls eru 170 veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfssamninga er að stuðla að því að íslensku lambakjöti sé skapaður frekari sess sem hágæða vara, með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...