Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Um fimm þúsund kjötsúpuskammtar runnu ljúflega ofan í landsmenn
Fréttir 27. október 2021

Um fimm þúsund kjötsúpuskammtar runnu ljúflega ofan í landsmenn

Höfundur: Ritsjórn

Óhætt er að segja að líf og fjör hafi verið síðastliðinn laugardag á Skólavörðustíg þegar fyrsta vetrardegi var fagnað og veitinga- og verslunarmenn ásamt bændum buðu upp á sjö kjötsúpustöðvar um allan stíginn þar sem hver og einn hafði sína útgáfu af þjóðarrétti Íslendinga.

Áætlað er að um 5 þúsund fjölbreyttir kjötsúpuskammtar hafi runnið ofan í gesti og gangandi sem kunna vel að meta þetta árlega framtak verslunar- og veitingamanna á Skólavörðustíg með stuðningi frá íslenskum bændum. Kjötsúpudagurinn var nú haldinn í 18. sinn og á uppruna sinn í samstarfi Ófeigs Björnssonar í Gullsmiðju Ófeigs og Jóhanns Jónssonar í Ostabúðinni í því að gera daginn að veruleika og vekja með því athygli á Skólavörðustíg og þeirri verslun og þjónustu sem þar er í boði. Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu þar sem móðir Ófeigs hafði alltaf gert kjötsúpu þann dag. Segja má að Kjötsúpudagurinn sé ein af fyrstu sjálfssprottnu hátíðunum í miðbænum sem hefur svo sannarlega laðað að gesti og gangandi.

„Við erum í skýjunum með þennan dag og viðtökurnar sem við fengum á öllum súpustöðvunum. Það var mikið þakklæti hjá Íslendingum og erlendu ferðmönnunum sem áttu leið hjá og nú sem fyrr kláruðust allir súpuskammtarnir töluvert fyrir auglýstan lokunartíma svo fólk kann vel að meta þetta framtak. Örlítill rigningarskúr sem kom á tímabili virtist ekki hafa mikil áhrif og var almenn ánægja með fjölbreytni á kjötsúpustöðvunum þar sem þjóðarrétti Íslendinga var gert hátt undir höfði,“ segir Gústav Axel Gunnlaugsson veitingamaður á Sjávargrillinu.

„Við hvetjum auðvitað Íslendinga til að elda kjötsúpu heima á næstunni í öllum þeim útgáfum sem leynast í eldhúsum landsmanna, og fólk haldi þessari hefð okkar á lofti um ókomin ár. Matarmenningin okkar er auðlind sem við þurfum að hlúa að og kynna fyrir ungu fólki og erlendum gestum.“ Segir Hafliði Halldórsson verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara