MMXXVI
Á faglegum nótum 30. janúar 2026

MMXXVI

Höfundur: Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda

Í upphafi árs er á öllum vígvöllum gott að fara yfir gildi sín og markmið. Líta jafnvel yfir verkefnalistann og sjá hvað stendur eftir frá fyrra ári og hvað blasir við á því nýja. Í einmitt þeim takti og anda byggist félagskerfi bænda upp. Formað og rótgróið grasrótarstarf bænda fer nú af stað eins og axbrum að vori. Þannig leggja ótal margir hönd á plóg með hugmyndum sem kunna að hafa fæðst í dagsins amstri eða fallið til í samtali við eldhúsborðið. Dæmin sýna að engar hugmyndir eru vondar og oft verður mikið úr litlum hugdettum ef þær fá að þroskast á þessum vettvangi og komast oft til framkvæmda.

Ungir bændur riðu á vaðið núna í upphafi árs með aðalfundi sínum á Varmalandi í Borgarfirði, síðasta laugardag fyrir bóndadag að vanda. Fundurinn var gróskumikill og skilaði góðum afurðum sem verða gott veganesti fyrir nýkjörna stjórn á þessu ári að vinna úr og koma áfram. Undirritaður er auðmjúkur yfir því að fá að leiða það starf sem áður fyrir hönd ungra og verðandi bænda því fram undan eru krefjandi en umfram allt spennandi tímar.

Á árinu 2026 er nauðsynlegt að bændur og stjórnvöld nái saman um framtíðarsýn fyrir íslenskan landbúnað og hvernig unnið verði að því að sú sýn og markmið verði að veruleika. Að það verði svo um muni tekið höndum utan um landbúnaðinn sem þarf svo sannarlega á því að halda. Skapa þarf aðstæður þar sem þau sem hafa hug á að fjárfesta í landbúnaði, hvort sem það eru nýliðar eða starfandi bændur, verði ekki vör við að óstöðugleiki og ófyrirsjáanleiki hindri för. Verkefnið er nógu stórt fyrir, að fleyta landbúnaðinum fram í spennandi tækni og framförum, að viðhalda og efla fjölbreytta framleiðslu á sístækkandi markaði og endurnýja fólkið á gólfinu, bændurna sem þurfa að búa yfir ógrynni þekkingar með menntun og reynslu í farteskinu.

Í þessu samhengi eru þrjú atriði í öndvegi hjá Samtökum ungra bænda. Í fyrsta lagi er talið nauðsynlegt að aukin áhersla verði á nýliðun og fjárfestingar í stuðningskerfi landbúnaðarins. Bæði með auknum fjármunum í núverandi liði sem snúa að þeim þáttum en líka má skoða aðrar útfærslur. Í öðru lagi er þarft að auka aðgengi landbúnaðarins að fjármögnun sem getur tekist á við uppsafnaða fjárfestingaþörf í margvíslegu tilliti í mörgum búgreinum. Í þriðja lagi er augljóst mál að horfa til skattaívilnana við kynslóðaskipti eins og er gert í svo mörgum löndum í kringum okkur. Allt þetta þarf að koma til og þyrfti helst að skýrast á komandi ári, árinu 2026.

Það er ekki síst brýnt nú á öðru korteri tuttugustu og fyrstu aldar þar sem öll lönd líta inn á við og huga að sinni matvælaframleiðslu með sjálfstæði og öryggi sinna þjóða hugleikin. Á tímum þar sem virkilega er horft með girndaraugum til takmarkaðra auðlinda. Í þeim efnum skulum við ekki sofna á verðinum heldur stefna á fremstu röð sem rík þjóð með hágæða landbúnað og matvælaframleiðslu.

Tökum ærleg og tímabær skref í þá átt á árinu 2026, þá verða allir vegir færir og öll södd og sæl.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...