Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Marglyttulamb á markað
Fréttir 1. júlí 2015

Marglyttulamb á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á að erfðabreytt lamb með próteini úr marglyttu hafi verið sent í sláturhús frá rannsóknastofu í París ásamt óerfðabreyttum lömbum og endað á diski neytenda.

Aðstandendur rannsóknastofunnar segja að um mistök hafi verið að ræða. Yfirvöld í Frakkland hafa hafið rannsókn á málinu en segja um leið að almenningi eigi ekki að stafa nein hætta af neyslu kjötsins.

Samkvæmt frétt í franska dagblaðinu La Parisien mun DNA-móður lambsins, sem kölluð er Emeraude, hafa verið breytt með því að setja í hana sjálflýsandi grænt prótein úr marglyttu í tilraunaskyni. Lambið umrædda fæddist því með genið í sér.

Talsmenn rannsóknastofunnar segja að lambið, sem var gimbur og kölluð Rubis, hafi óvart blandast saman við óerfðabreytt lömb og vegna röð mistaka sent til slátrunar.

Gagnrýnendur atviksins segja að afsakanir rannsóknastofunnar líkist söguþræðinum í vísindaskáldsögu og að slátrun lambsins hafi verið viljaverk og hluti af rannsóknarverkefni sem kallast Grænt sauðfé og hafi staðið frá árinu 2009 án vitundar yfirvalda og sé ætlað að kanna áhrif erfðabreyttrar kjötvöru á neytendur.

Sala á erfðabreyttum matvælum er ólögleg í Frakklandi.

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...