Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Marglyttulamb á markað
Fréttir 1. júlí 2015

Marglyttulamb á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á að erfðabreytt lamb með próteini úr marglyttu hafi verið sent í sláturhús frá rannsóknastofu í París ásamt óerfðabreyttum lömbum og endað á diski neytenda.

Aðstandendur rannsóknastofunnar segja að um mistök hafi verið að ræða. Yfirvöld í Frakkland hafa hafið rannsókn á málinu en segja um leið að almenningi eigi ekki að stafa nein hætta af neyslu kjötsins.

Samkvæmt frétt í franska dagblaðinu La Parisien mun DNA-móður lambsins, sem kölluð er Emeraude, hafa verið breytt með því að setja í hana sjálflýsandi grænt prótein úr marglyttu í tilraunaskyni. Lambið umrædda fæddist því með genið í sér.

Talsmenn rannsóknastofunnar segja að lambið, sem var gimbur og kölluð Rubis, hafi óvart blandast saman við óerfðabreytt lömb og vegna röð mistaka sent til slátrunar.

Gagnrýnendur atviksins segja að afsakanir rannsóknastofunnar líkist söguþræðinum í vísindaskáldsögu og að slátrun lambsins hafi verið viljaverk og hluti af rannsóknarverkefni sem kallast Grænt sauðfé og hafi staðið frá árinu 2009 án vitundar yfirvalda og sé ætlað að kanna áhrif erfðabreyttrar kjötvöru á neytendur.

Sala á erfðabreyttum matvælum er ólögleg í Frakklandi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...