Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Marglyttulamb á markað
Fréttir 1. júlí 2015

Marglyttulamb á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á að erfðabreytt lamb með próteini úr marglyttu hafi verið sent í sláturhús frá rannsóknastofu í París ásamt óerfðabreyttum lömbum og endað á diski neytenda.

Aðstandendur rannsóknastofunnar segja að um mistök hafi verið að ræða. Yfirvöld í Frakkland hafa hafið rannsókn á málinu en segja um leið að almenningi eigi ekki að stafa nein hætta af neyslu kjötsins.

Samkvæmt frétt í franska dagblaðinu La Parisien mun DNA-móður lambsins, sem kölluð er Emeraude, hafa verið breytt með því að setja í hana sjálflýsandi grænt prótein úr marglyttu í tilraunaskyni. Lambið umrædda fæddist því með genið í sér.

Talsmenn rannsóknastofunnar segja að lambið, sem var gimbur og kölluð Rubis, hafi óvart blandast saman við óerfðabreytt lömb og vegna röð mistaka sent til slátrunar.

Gagnrýnendur atviksins segja að afsakanir rannsóknastofunnar líkist söguþræðinum í vísindaskáldsögu og að slátrun lambsins hafi verið viljaverk og hluti af rannsóknarverkefni sem kallast Grænt sauðfé og hafi staðið frá árinu 2009 án vitundar yfirvalda og sé ætlað að kanna áhrif erfðabreyttrar kjötvöru á neytendur.

Sala á erfðabreyttum matvælum er ólögleg í Frakklandi.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...