Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum
Fréttir 13. september 2017

Íslenskt lambakjöt í fyrsta sinn markaðssett til erlenda ferðamanna í matvöruverslunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegri framsetningu á íslensku lambakjöti í verslunum verið aðkallandi. Í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska hefur Icelandic lamb nú brugðist við og kynnir nýja vörulínu. Ætlunin er að ná til þeirra ferðamanna sem kjósa að elda sjálfir í stað þess að borða á veitingastöðum.

• Allar pakkningar eru með enskum texta. 
• Upplýsingar um eldunartíma eru áberandi á hverjum pakka.
• Á hverjum pakka er að finna einfalda og fljótlega uppskrift.
• Flestar pakkningarnar eru ætlaðar fyrir einn. (um 200 gr)
• Nýja vörulínan verður á boðstólum í öllum verslunum Krónunnar og Kjarvals
• Til að byrja með fara fimm nýjar afurðir í verslanir. Allar eru unnar úr lærum. 
• Vöruhönnunin er afrakstur samstarfs Icelandic Lamb, kokka og kjötiðnaðarmanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem lambakjöt er markaðssett sérstaklega til erlendra ferðamenna með heilstæðum hætti. Öflug kynning á samfélagsmiðlum er þegar farin af stað og litlum uppskriftabæklingum á ensku og íslensku verður dreift á útsölustöðum. Þetta er tilraunaverkefni en erlendir kaupendur hafa sýnt því áhuga að dreifa vörulínunni til sælkeraverslana í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu allt árið um kring.

Nýja vörulínan er hluti af verkefni Icelandic Lamb sem miðar að því að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum og auka vöruval og verðmæti lambakjöts. Icelandic Lamb er nú þegar í samstarfi við um 100 veitingastaði sem setja íslensk lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur verið vonum framar og má m.a. rekja aukna sölu innanlands til aukinnar sölu á lambakjöti til erlendra ferðamanna, segir í fréttatilkynningu frá Icelandic Lamb.

Skylt efni: icelandic lamb | lambakjöt

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...