Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafliði Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 15. nóvember 2018

Hafliði Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Hafliði Halldórsson er nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og tekur við af Svavari Halldórssyni. 

Í tilkynningu frá Icleandic Lamb kemur fram að í starfinu felist yfirumsjón með rekstri og stefnumótun Icelandic Lamb, en markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu  á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna.

„Hafliði hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðs- og sölustarfs. Hann starfaði sem sölustjóri á matvælasviði Garra frá árinu 2012 til 2016 og sem framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins frá 2015 til 2018. Hann hefur sinnt starfi verkefnastjóra matvæla og nýsköpunar hjá Icelandic Lamb frá árinu 2017 og setið í fagráði matvæla hjá Íslandsstofu frá árinu 2014.

Hafliði hefur komið víða að í veitingar- og matargeiranum á Íslandi og unnið ýmis ráðgjafaverkefni fyrir Sölufélag Garðyrkjumanna, Icelandic Seafood, Icelandic Lamb, Krauma og fleiri fyrirtæki. Hafliði hefur verið virkur í starfi Íslenska kokkalandsliðsins síðast liðin ár meðfram störfum sínum, bæði sem þjálfari og í forsvari fyrir Klúbb Matreiðslumanna.

Hafliði segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá Icelandic Lamb og þessum kaflaskilum í starfi sínu fyrir markaðsstofuna. Verkefnin framundan séu krefjandi en jafnframt afar spennandi, hann taki við góðu búi og hlakkar hann til þess að vinna áfram með afbragðs samstarfsfólki. Hann þakkar Stjórn Icelandic Lamb fyrir það góða traust sem honum er sýnt með ráðningunni og horfir bjartsýnn til framtíðar,“ segir í tilkynningunni frá Icelandic Lamb.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f