Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafliði Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 15. nóvember 2018

Hafliði Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb

Höfundur: smh

Hafliði Halldórsson er nýr framkvæmdastjóri Icelandic Lamb og tekur við af Svavari Halldórssyni. 

Í tilkynningu frá Icleandic Lamb kemur fram að í starfinu felist yfirumsjón með rekstri og stefnumótun Icelandic Lamb, en markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu  á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna.

„Hafliði hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðs- og sölustarfs. Hann starfaði sem sölustjóri á matvælasviði Garra frá árinu 2012 til 2016 og sem framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins frá 2015 til 2018. Hann hefur sinnt starfi verkefnastjóra matvæla og nýsköpunar hjá Icelandic Lamb frá árinu 2017 og setið í fagráði matvæla hjá Íslandsstofu frá árinu 2014.

Hafliði hefur komið víða að í veitingar- og matargeiranum á Íslandi og unnið ýmis ráðgjafaverkefni fyrir Sölufélag Garðyrkjumanna, Icelandic Seafood, Icelandic Lamb, Krauma og fleiri fyrirtæki. Hafliði hefur verið virkur í starfi Íslenska kokkalandsliðsins síðast liðin ár meðfram störfum sínum, bæði sem þjálfari og í forsvari fyrir Klúbb Matreiðslumanna.

Hafliði segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá Icelandic Lamb og þessum kaflaskilum í starfi sínu fyrir markaðsstofuna. Verkefnin framundan séu krefjandi en jafnframt afar spennandi, hann taki við góðu búi og hlakkar hann til þess að vinna áfram með afbragðs samstarfsfólki. Hann þakkar Stjórn Icelandic Lamb fyrir það góða traust sem honum er sýnt með ráðningunni og horfir bjartsýnn til framtíðar,“ segir í tilkynningunni frá Icelandic Lamb.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...