Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Mynd / Beit ehf.
Fréttir 17. desember 2018

Markaður fyrir lambakjöt er alls ekki mettaður

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Markaðurinn er alls ekki mettaður“, segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní sem telur fullt pláss í viðbót fyrir aukna sölu á lambakjöti á íslenskum markaði. Þetta kemur fram í fjórða þætti „Lambs og þjóðar“ sem er kominn á vefinn. Í þættinum er fjallað um markaðsmál lambakjöts og rætt við aðila sem selja og framreiða lambakjötið, m.a. í sérvöruverslunum og á veitingastöðum.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður gerir út á sérstöðu kjötsins. Hún vill að framleiðendur og matreiðslufólk spyrji sig hvernig þeir eru að nýta vöruna sem þeir eru með í höndunum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vill gera vöruna aðgengilegri og þróa af meiri krafti. Hann segir frá því þegar IKEA hóf að selja skanka fyrir nokkrum árum síðan en þeir hafi verið talin „vandræðavara“ sem illa hefði gengið að selja. Nú sé hins vegar eftirspurnin mikil og í dag sé slegist um þessa bita á markaðnum. Þórinn myndi vilja sjá meiri sérhæfingu hjá sláturhúsunum og tekur sem dæmi um það hvernig lítil brugghús hafi slegið í gegn um allt land. Hann fullyrðir að sömu leið sé hægt að fara með markaðssetningu á lambakjöti.

Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu, segir mikilvægt að geta sagt söguna á bakvið vöruna, og það getum við svo sannarlega. Það kunni ferðamenn vel að meta. Rita Didriksen, eigandi Lamb Street Food, segir að lambakjötið sé vara á uppleið og þakkar það meðal annars áherslum í markaðsstarfi síðustu ára.

3. þáttur

2. þáttur

1. þáttur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f