Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Mynd / Beit ehf.
Fréttir 17. desember 2018

Markaður fyrir lambakjöt er alls ekki mettaður

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Markaðurinn er alls ekki mettaður“, segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní sem telur fullt pláss í viðbót fyrir aukna sölu á lambakjöti á íslenskum markaði. Þetta kemur fram í fjórða þætti „Lambs og þjóðar“ sem er kominn á vefinn. Í þættinum er fjallað um markaðsmál lambakjöts og rætt við aðila sem selja og framreiða lambakjötið, m.a. í sérvöruverslunum og á veitingastöðum.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður gerir út á sérstöðu kjötsins. Hún vill að framleiðendur og matreiðslufólk spyrji sig hvernig þeir eru að nýta vöruna sem þeir eru með í höndunum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vill gera vöruna aðgengilegri og þróa af meiri krafti. Hann segir frá því þegar IKEA hóf að selja skanka fyrir nokkrum árum síðan en þeir hafi verið talin „vandræðavara“ sem illa hefði gengið að selja. Nú sé hins vegar eftirspurnin mikil og í dag sé slegist um þessa bita á markaðnum. Þórinn myndi vilja sjá meiri sérhæfingu hjá sláturhúsunum og tekur sem dæmi um það hvernig lítil brugghús hafi slegið í gegn um allt land. Hann fullyrðir að sömu leið sé hægt að fara með markaðssetningu á lambakjöti.

Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu, segir mikilvægt að geta sagt söguna á bakvið vöruna, og það getum við svo sannarlega. Það kunni ferðamenn vel að meta. Rita Didriksen, eigandi Lamb Street Food, segir að lambakjötið sé vara á uppleið og þakkar það meðal annars áherslum í markaðsstarfi síðustu ára.

3. þáttur

2. þáttur

1. þáttur

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Lómur
9. október 2024

Lómur

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir