Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Mynd / Beit ehf.
Fréttir 17. desember 2018

Markaður fyrir lambakjöt er alls ekki mettaður

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Markaðurinn er alls ekki mettaður“, segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní sem telur fullt pláss í viðbót fyrir aukna sölu á lambakjöti á íslenskum markaði. Þetta kemur fram í fjórða þætti „Lambs og þjóðar“ sem er kominn á vefinn. Í þættinum er fjallað um markaðsmál lambakjöts og rætt við aðila sem selja og framreiða lambakjötið, m.a. í sérvöruverslunum og á veitingastöðum.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður gerir út á sérstöðu kjötsins. Hún vill að framleiðendur og matreiðslufólk spyrji sig hvernig þeir eru að nýta vöruna sem þeir eru með í höndunum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vill gera vöruna aðgengilegri og þróa af meiri krafti. Hann segir frá því þegar IKEA hóf að selja skanka fyrir nokkrum árum síðan en þeir hafi verið talin „vandræðavara“ sem illa hefði gengið að selja. Nú sé hins vegar eftirspurnin mikil og í dag sé slegist um þessa bita á markaðnum. Þórinn myndi vilja sjá meiri sérhæfingu hjá sláturhúsunum og tekur sem dæmi um það hvernig lítil brugghús hafi slegið í gegn um allt land. Hann fullyrðir að sömu leið sé hægt að fara með markaðssetningu á lambakjöti.

Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu, segir mikilvægt að geta sagt söguna á bakvið vöruna, og það getum við svo sannarlega. Það kunni ferðamenn vel að meta. Rita Didriksen, eigandi Lamb Street Food, segir að lambakjötið sé vara á uppleið og þakkar það meðal annars áherslum í markaðsstarfi síðustu ára.

3. þáttur

2. þáttur

1. þáttur

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...