Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum
Mynd / Global Meat
Fréttir 13. nóvember 2017

Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum

Höfundur: Global Meat / HKr.
Á Írlandi, í Frakklandi og í Bretlandi er hafin þriggja ára herferð til að fá ungt fólk á aldrinum 25 til 30 ára til að borða lambakjöt. Samtals verður veitt 10 milljónum evra, eða sem svarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið að því er segir í frétt Global Meat. 
 
Verkefnið var kynnt 23. október og er rekið af írska matvælaráðinu Bord Bia, Interbev í Frakklandi og Agriculture & Horticulture Development Board í Bretlandi (AHDB). Alls koma 8,3 milljónir evra úr sameiginlegri fjármögnun á vegum ESB og 300 milljónir koma frá Bord Bia á Írlandi og AHDB í Bretlandi.  
 
Noreen Lanigan hjá Bord Bia segir að sem umtalsverðar kindakjötsframleiðsluþjóðir, þá hafi verið ákveðið að taka saman höndum til að auka neyslu á kindakjöti. Er það ekki síst gert til að stöðva samdrátt í lambakjötsneyslu sem þar hefur átt sér stað. 
 
Líka marðmiðið að tryggja byggð í dreifbýlinu
 
Lanigan er framkvæmdastjóri Bord Bia í Frakklandi, Belgíu og í Lúxemborg.  Segir hún að markmiðið sé að auka lambakjötsneyslu ungra neytenda á aldrinum 25 til 35 ára um 10% á þrem árum. Er þetta jafnframt hluti af því markmiði að fá fólk til að meta lambakjöt sem hversdagsfæðu og meta nauðsyn þess að halda uppi byggð í sauðfjárræktarhéruðum viðkomandi landa. Þá er líka ætlun að auka hlutdeild lambakjöts á matseðlum þjóðanna.
 
Virðist þetta verkefni vera mjög í takt við það sem Markaðsráð kindakjöts á Íslandi og Icelandic lamb hefur verið að vinna að á undanförnum misserum með góðum árangri. 
 
Ætlunin að stórauka sölu lambakjöts
 
Margvíslegar uppákomur verða samfara þessu markaðsátaki lambakjöts á Írlandi í Frakklandi og í Bretlandi. Nýtt verður stafræn tækni og samfélagsmiðlar til að koma skilaboðum á framfæri sem og stórar auglýsingar utanhúss. Boðið verður upp á margvíslegar matvælakynningar, vinnufundi þar sem sérfræðingar verða fengnir til að fræða fólk um kosti lambakjöts. 
 
Admin Quinney, sem situr í  nauta- og lambakjötsráði AHDB, segir að ætlunin sé að hver milljón evra sem sett sé í verkefnið tryggi viðskipti með lambakjöt upp á 10 milljónir evra, eða tífalda upphæðina sem lögð er til. „Þetta eru merkilegar fréttir og mjög mikilvægt verkefni fyrir framleiðendur. Þetta sýnir í verki þann mikla árangur sem hægt er að ná í nánu samstarfi við okkar vini í Evrópu, sama hvað Brexit líður. Þetta er mjög verðmætt samstarf í þeirri viðleitni að kynna hversu heilsusamlegt og næringaríkt lambakjötið er. 

Skylt efni: lambakjöt

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...