Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum
Mynd / Global Meat
Fréttir 13. nóvember 2017

Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum

Höfundur: Global Meat / HKr.
Á Írlandi, í Frakklandi og í Bretlandi er hafin þriggja ára herferð til að fá ungt fólk á aldrinum 25 til 30 ára til að borða lambakjöt. Samtals verður veitt 10 milljónum evra, eða sem svarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið að því er segir í frétt Global Meat. 
 
Verkefnið var kynnt 23. október og er rekið af írska matvælaráðinu Bord Bia, Interbev í Frakklandi og Agriculture & Horticulture Development Board í Bretlandi (AHDB). Alls koma 8,3 milljónir evra úr sameiginlegri fjármögnun á vegum ESB og 300 milljónir koma frá Bord Bia á Írlandi og AHDB í Bretlandi.  
 
Noreen Lanigan hjá Bord Bia segir að sem umtalsverðar kindakjötsframleiðsluþjóðir, þá hafi verið ákveðið að taka saman höndum til að auka neyslu á kindakjöti. Er það ekki síst gert til að stöðva samdrátt í lambakjötsneyslu sem þar hefur átt sér stað. 
 
Líka marðmiðið að tryggja byggð í dreifbýlinu
 
Lanigan er framkvæmdastjóri Bord Bia í Frakklandi, Belgíu og í Lúxemborg.  Segir hún að markmiðið sé að auka lambakjötsneyslu ungra neytenda á aldrinum 25 til 35 ára um 10% á þrem árum. Er þetta jafnframt hluti af því markmiði að fá fólk til að meta lambakjöt sem hversdagsfæðu og meta nauðsyn þess að halda uppi byggð í sauðfjárræktarhéruðum viðkomandi landa. Þá er líka ætlun að auka hlutdeild lambakjöts á matseðlum þjóðanna.
 
Virðist þetta verkefni vera mjög í takt við það sem Markaðsráð kindakjöts á Íslandi og Icelandic lamb hefur verið að vinna að á undanförnum misserum með góðum árangri. 
 
Ætlunin að stórauka sölu lambakjöts
 
Margvíslegar uppákomur verða samfara þessu markaðsátaki lambakjöts á Írlandi í Frakklandi og í Bretlandi. Nýtt verður stafræn tækni og samfélagsmiðlar til að koma skilaboðum á framfæri sem og stórar auglýsingar utanhúss. Boðið verður upp á margvíslegar matvælakynningar, vinnufundi þar sem sérfræðingar verða fengnir til að fræða fólk um kosti lambakjöts. 
 
Admin Quinney, sem situr í  nauta- og lambakjötsráði AHDB, segir að ætlunin sé að hver milljón evra sem sett sé í verkefnið tryggi viðskipti með lambakjöt upp á 10 milljónir evra, eða tífalda upphæðina sem lögð er til. „Þetta eru merkilegar fréttir og mjög mikilvægt verkefni fyrir framleiðendur. Þetta sýnir í verki þann mikla árangur sem hægt er að ná í nánu samstarfi við okkar vini í Evrópu, sama hvað Brexit líður. Þetta er mjög verðmætt samstarf í þeirri viðleitni að kynna hversu heilsusamlegt og næringaríkt lambakjötið er. 

Skylt efni: lambakjöt

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...