Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum
Mynd / Global Meat
Fréttir 13. nóvember 2017

Vilja auka lambakjötsneyslu og tryggja byggð í sauðfjárræktarhéruðum

Höfundur: Global Meat / HKr.
Á Írlandi, í Frakklandi og í Bretlandi er hafin þriggja ára herferð til að fá ungt fólk á aldrinum 25 til 30 ára til að borða lambakjöt. Samtals verður veitt 10 milljónum evra, eða sem svarar um 1,2 milljörðum íslenskra króna, í verkefnið að því er segir í frétt Global Meat. 
 
Verkefnið var kynnt 23. október og er rekið af írska matvælaráðinu Bord Bia, Interbev í Frakklandi og Agriculture & Horticulture Development Board í Bretlandi (AHDB). Alls koma 8,3 milljónir evra úr sameiginlegri fjármögnun á vegum ESB og 300 milljónir koma frá Bord Bia á Írlandi og AHDB í Bretlandi.  
 
Noreen Lanigan hjá Bord Bia segir að sem umtalsverðar kindakjötsframleiðsluþjóðir, þá hafi verið ákveðið að taka saman höndum til að auka neyslu á kindakjöti. Er það ekki síst gert til að stöðva samdrátt í lambakjötsneyslu sem þar hefur átt sér stað. 
 
Líka marðmiðið að tryggja byggð í dreifbýlinu
 
Lanigan er framkvæmdastjóri Bord Bia í Frakklandi, Belgíu og í Lúxemborg.  Segir hún að markmiðið sé að auka lambakjötsneyslu ungra neytenda á aldrinum 25 til 35 ára um 10% á þrem árum. Er þetta jafnframt hluti af því markmiði að fá fólk til að meta lambakjöt sem hversdagsfæðu og meta nauðsyn þess að halda uppi byggð í sauðfjárræktarhéruðum viðkomandi landa. Þá er líka ætlun að auka hlutdeild lambakjöts á matseðlum þjóðanna.
 
Virðist þetta verkefni vera mjög í takt við það sem Markaðsráð kindakjöts á Íslandi og Icelandic lamb hefur verið að vinna að á undanförnum misserum með góðum árangri. 
 
Ætlunin að stórauka sölu lambakjöts
 
Margvíslegar uppákomur verða samfara þessu markaðsátaki lambakjöts á Írlandi í Frakklandi og í Bretlandi. Nýtt verður stafræn tækni og samfélagsmiðlar til að koma skilaboðum á framfæri sem og stórar auglýsingar utanhúss. Boðið verður upp á margvíslegar matvælakynningar, vinnufundi þar sem sérfræðingar verða fengnir til að fræða fólk um kosti lambakjöts. 
 
Admin Quinney, sem situr í  nauta- og lambakjötsráði AHDB, segir að ætlunin sé að hver milljón evra sem sett sé í verkefnið tryggi viðskipti með lambakjöt upp á 10 milljónir evra, eða tífalda upphæðina sem lögð er til. „Þetta eru merkilegar fréttir og mjög mikilvægt verkefni fyrir framleiðendur. Þetta sýnir í verki þann mikla árangur sem hægt er að ná í nánu samstarfi við okkar vini í Evrópu, sama hvað Brexit líður. Þetta er mjög verðmætt samstarf í þeirri viðleitni að kynna hversu heilsusamlegt og næringaríkt lambakjötið er. 

Skylt efni: lambakjöt

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...