Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvers vegna selst ekki meira af lambakjöti?
Lesendarýni 26. júní 2017

Hvers vegna selst ekki meira af lambakjöti?

Höfundur: Hörður Jónasson
Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið. 
 
Þegar hamborgarinn kom til íslenskra neytenda var það 1. flokks nautahakk og ekkert annað, aldrei varð til hinn íslenski lambaborgari þó aðeins hafi borið á honum síðustu ár. Þegar pitsan kom til sögunnar var ekki annað til umræðu en 1. flokks nautahakk, aldrei varð til hin íslenska pitsa með lambahakki, og einnig hefði verið hægt að búa til pepperóni úr lambakjöti á pitsur. 
 
Hörður Jónasson.
Hvers vegna er ekki efnt í svo sem eina „sviðamessu“, einn dag að hausti líkt og sprengidagur svo ekki þurfi að grafa hausa eins og ein afurðastöð þurfti að gera? Svo spyr maður einnig: Hvar er „lambabacon“, eru ekki til nokkur tonn af síðum í frystigeymslum? Hvað eru framleiddar margar áleggstegundir úr lambakjöti eftir öll þessi ár sem sauðkindin hefur fylgt Íslendingum, eru þær fjórar? Hangiálegg, rúllupylsa, kæfa og stundum steik. Lítið sem ekkert af hráu og þurrkuðu lambakjöti, helst að hægt sé að fá tvíreykt hangikjöt um jól og áramót og þá oftast svo stór kjötstykki að myndi duga fyrir 20 manna áramótaboð. 
 
Sem starfsmaður í ferða­þjónustunni og borðandi og búandi á hótelum sumar eftir sumar má telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem  lambakjöt er á borðum.
 
Pakkningastærðir og fjölskyldustærðir
 
Pakkningastærðir eru í engu samræmi við fjölskyldustærð. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru einn íbúi á um 30% heimila á Íslandi, já aðeins einn í heimili! Það vita allir nema sumir að pakkningastærðir úti í búð eru of stórar og því er varan sniðgengin, auk þess sem það er matarsóun að bjóða upp á svo stórar pakkningar að henda þarf mat. 
 
Það heyrir til undantekninga t.d. að hægt sé að fá bita af hrygg, svo sem hálfan eða einn þriðja sem myndi henta ofangreindri fjölskyldustærð og  þaðan af síður er boðið upp á hluta úr læri, t.d. sagað í tvennt eða þrennt. 
 
Sagaður súpukjötsframpartur er ekki á óskalista unga fólksins enda þarf að henda þar mikilli fitu. Eldra fólk, sem hefur verið dyggasti kaupandi að lambakjöti gegnum áratugina, en er svo orðið eitt í heimili ellegar  kannski tvennt, er hætt að kaupa læri eða hrygg í helgarmatinn af því að það hefur ekki þörf fyrir svona stór stykki. Eitt haustið datt einu afurðasölufyrirtæki í hug að „stækka“ hrygginn um eina tvírifju í hvorn enda til að fá hærra verð fyrir þennan hluta skrokksins. En málið var ekki hugsað alla leið, hryggurinn var svo stór að hann komst hvorki í steikarpott né á steikarfat. 
 
Auðvitað eru undantekningar á þessum stærðum og sumar verslanir bjóða minni bita, sérstaklega þær sem eru með kjötborð, en þær eru bara svo fáar og þá helst á höfuðborgarsvæðinu. Sem sagt, þessa  niðursöguðu vöru vantar í frystiborðin um allt land.
 
Ferðamenn, vöruval og merkingar
 
Það er kunn staðreynd að árið 2016 komu um 1,8 milljónir ferðamanna til Íslands og maður skyldi ætla að þess sæjust merki í sölu á lambakjöti, en þá þarf það að vera í boði. Hér er eitthvað mikið að í markaðssetningu. 
 
Það þarf að markaðssetja lambakjöt alveg frá fyrstu snertingu ferðamannsins á internetinu og svo alla leið, líka í flugvélinni til landsins. Merkingar  á vörunni þurfa einnig að hjálpa til við söluna, hafa t.d undirtexta á ensku eða útbúa sérstaka miða fyrir vöru sem hentar ferðafólki. Og það má ekki gleyma því að á Íslandi árið 2016 voru 22 þúsund bílaleigubílar og eru allir á ferðinni a.m.k fjóra mánuði yfir sumarið, það eru að jafnaði tveir í bíl sem þýðir að það eru 44 þúsund manns að kaupa sér í matinn daglega þessa mánuði. Og það getur verið erfitt fyrir útlendinga að vita hvað er í pakkningunni, lamb, svín eða, naut,  auk þess er kannski búið að grillkrydda vöruna  og þá heldur fólkið jafnvel að varan sé elduð, – og  nei, svo er pakkningin of stór og það bara sleppir þessu. 
 
Nokkrir réttir eru til með lambakjöti, fulleldaðir til upphitunar í örbylgjuofni. Íslendingar kunna vel að meta þá vöru en hún hentar ekki bílaleigufólkinu því það er ekki örbylgjuofn í bílunum. Væri ekki ráð að þróa tilbúna rétti fyrir bílaleigufarþegana? Ég veit um ferðamenn sem keyptu fallegt rautt kjöt á grillið, en þegar til kom var það „valið saltkjöt“ og ekki hjálpuðu merkingarnar þar. 
 
Ég ætla aðeins að minnast á framleiðendur á mjólkurvörum því þar er merkingum víða ábótavant fyrir erlenda ferðamenn. Þannig  er oft erfitt að giska á hvað er í eins lítrafernu; er það mjólk, léttmjólk, undanrenna, súrmjólk eða mysa? Fyrir 10 til 15 árum gaf MS út spjald í stærðinni A4 til að hengja upp í matvörubúðum við mjólkurkælinn, á spjaldinu var mynd af þeirra framleiðsluvöru með útskýringum á a.m.k. 5 tungumálum. Þetta var vel gert hjá MS, en hefur ekki verið endurnýjað eða uppfært. 
Það má geta þess að nokkrir íslenskir matvælaframleiðendur hafa áttað sig á öllum þessum fjölda ferðamanna og merkt sína vöru með enskum undirtexta eða farið alla leið og hannað pakkninguna alveg að þessum markhópi. Ég veit fyrir víst að sala á þessum vörum hefur stóraukist, þessir aðilar eru samlokuframleiðendur og sælgætisframleiðendur. 
 
Dæmi um vöru sem margir ferðamenn kynnast en vita ekki alveg hvernig best væri að borða, þ.e. harðfiskur, enginn harðfiskframleiðandi bendir á pakkningunni á að gott væri að hafa smjör með. Grafinn lax er líka áhugaverður, en hvergi kemur fram að hann er betri með graflaxsósunni. Og svo mætti lengi telja.
 
Tækifæri
 
Með öllum þessum fjölda ferðamanna er besta tækifæri sögunnar til útflutnings  á íslenskri matvöru – án þess að til útflutnings komi, tækifæri sem ekki má missa af.
 
Hörður Jónasson
Höfundur er áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu.
Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn