Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé
Fréttir 26. ágúst 2016

Norðlenska lækkar dilkaverð um 10% og 38% fyrir fullorðið fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir sláturtíðina 2016 um 10% fyrir dilka og 38% fyrir fullorðið fé. Ástæður lækkunarinnar eru sagðar launahækkanir, slæmar horfur á útflutningsmörkuðum og styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur haldist mjög hátt. Greint er frá þessu á vef Norðlenska.

Á vef fyrirtækisins segir að afkoma Norðlenska af slátrun og vinnslu sauðfjárafurða hefur verið óviðunandi og verulegt tap myndaðist vegna þessa á rekstarárinu 2015. Heildsöluverð á kjöti hefur ekki hækkað í samræmi við aukinn launakostnað vegna slátrunar og vinnslu.

Horfur á útflutningsmörkuðum fyrir kjöt og aukaafurðir eru neikvæðar um þessar mundir og verðlækkanir yfirvofandi víða. Auk þess rýrir styrking krónunnar verðmætið í krónum talið. Á sama tíma hefur vaxtastig í landinu haldist mjög hátt sem gerir allan birgðakostnað íþyngjandi. Þá er eftirspurn eftir aukaafurðum lítil og verð mjög lág, til að mynda er enn mikið af gærum frá árunum 2014 og 2015 óseldar og verð á görnum, vömbum og öðrum útfluttum sláturvörum hefur lækkað mikið.

Meðal innkaupsverð Norðlenska á dilkum, svokallað bændaverð, hefur hækkað um rúm 42% frá 2010 til 2015. Meðal innkaupsverð á fullorðnu fé hefur á sama tíma hækkað um tæp 44%. Grundvöllur þessara hækkana undanfarinna ára voru ágætar aðstæður á útflutningsmörkuðum. Nú hafa þær aðstæður breyst og verðskrárbreytingar taka mið af því að mati fyrirtækisins.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...