Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun.

Ný verðskrá Sláturfélags Suðurlands tók gildi 15. júlí. Í tilkynningu segir að kýr, naut og alikálfar hækki um átta prósent, en aðrir flokkar um fjögur prósent. Einnig er greidd átta prósenta viðbót ofan á þá verðskrá sem var í gildi frá 1. apríl 2024.

Misjafnt milli flokka

Einar Kári Magnússon, aðstoðar­sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hækkanir hjá þeim séu einnig misjafnar á milli flokka og því mismunandi hvernig útkoman sé fyrir bændur. Mest sé verðhækkun á kýrkjöti, eða 11 prósent að jafnaði, ungneyti hækki um rúm fimm prósent en verð fyrir ungar kýr standi nokkuð í stað. Meðalhækkunin sé um sex prósent.

Meira þarf til

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bænda­samtökum Íslands, fagnar öllum hækkunum á afurðaverði. „Það hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu síðastliðin ár. Líkt og rekstrarverkefni Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur sýnt þá hafa afurðatekjur ekki staðið undir framleiðslukostnaði.

Svo ég fagna auðvitað öllum hækkunum á afurðaverði á nautakjöti, þó meira þurfi vissulega til. Vonandi verða fljótlega frekari hækkanir til bænda,“ segir Rafn.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...