Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun.

Ný verðskrá Sláturfélags Suðurlands tók gildi 15. júlí. Í tilkynningu segir að kýr, naut og alikálfar hækki um átta prósent, en aðrir flokkar um fjögur prósent. Einnig er greidd átta prósenta viðbót ofan á þá verðskrá sem var í gildi frá 1. apríl 2024.

Misjafnt milli flokka

Einar Kári Magnússon, aðstoðar­sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hækkanir hjá þeim séu einnig misjafnar á milli flokka og því mismunandi hvernig útkoman sé fyrir bændur. Mest sé verðhækkun á kýrkjöti, eða 11 prósent að jafnaði, ungneyti hækki um rúm fimm prósent en verð fyrir ungar kýr standi nokkuð í stað. Meðalhækkunin sé um sex prósent.

Meira þarf til

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bænda­samtökum Íslands, fagnar öllum hækkunum á afurðaverði. „Það hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu síðastliðin ár. Líkt og rekstrarverkefni Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur sýnt þá hafa afurðatekjur ekki staðið undir framleiðslukostnaði.

Svo ég fagna auðvitað öllum hækkunum á afurðaverði á nautakjöti, þó meira þurfi vissulega til. Vonandi verða fljótlega frekari hækkanir til bænda,“ segir Rafn.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...