Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Um sex prósenta hækkanir eru á afurðaverði nautgripabænda.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir nautgripakjöt þar sem gert er ráð fyrir um sex prósenta meðaltalshækkun.

Ný verðskrá Sláturfélags Suðurlands tók gildi 15. júlí. Í tilkynningu segir að kýr, naut og alikálfar hækki um átta prósent, en aðrir flokkar um fjögur prósent. Einnig er greidd átta prósenta viðbót ofan á þá verðskrá sem var í gildi frá 1. apríl 2024.

Misjafnt milli flokka

Einar Kári Magnússon, aðstoðar­sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir að hækkanir hjá þeim séu einnig misjafnar á milli flokka og því mismunandi hvernig útkoman sé fyrir bændur. Mest sé verðhækkun á kýrkjöti, eða 11 prósent að jafnaði, ungneyti hækki um rúm fimm prósent en verð fyrir ungar kýr standi nokkuð í stað. Meðalhækkunin sé um sex prósent.

Meira þarf til

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bænda­samtökum Íslands, fagnar öllum hækkunum á afurðaverði. „Það hafa verið mjög erfið rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu síðastliðin ár. Líkt og rekstrarverkefni Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins um afkomu í nautakjötsframleiðslu hefur sýnt þá hafa afurðatekjur ekki staðið undir framleiðslukostnaði.

Svo ég fagna auðvitað öllum hækkunum á afurðaverði á nautakjöti, þó meira þurfi vissulega til. Vonandi verða fljótlega frekari hækkanir til bænda,“ segir Rafn.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...