Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur segja tillögur stjórnvalda í rétta átt
Mynd / BBL
Fréttir 4. september 2017

Bændur segja tillögur stjórnvalda í rétta átt

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna tillagna sjórnvalda um úrræði til að mæta vanda sauðfjárbænda, sem birtust í morgun. Þar kemur fram að ekki sé talið að tillögurnar leysi vandann að fullu, þó þær séu í rétta átt.

Yfirlýsingin fer hér orðrétt á eftir:

„Í dag hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnt tillögur sínar um aðgerðir vegna yfirstandandi vanda í sauðfjárrækt. Ítarlega hefur verið fjallað um málið og orsakir þess undanfarna daga og vikur og skal það því ekki endurtekið hér. Bændur hafa jafnframt haldið fjölmenna opna fundi víða um land til að ræða málið í sínum hópi og við fulltrúa afurðastöðva.

Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa átt í viðræðum við stjórnvöld síðan í mars þegar að ráðherra var fyrst gerð grein fyrir málinu. Viðræðurnar hafa gengið misjafnlega en samtalinu hefur þó alltaf verið haldið áfram.

Nú liggja fyrir tillögur ráðherra. Þær eru settar fram á ábyrgð ráðherra. Ekki er um að ræða samkomulag stjórnvalda og samtaka bænda. Tillögurnar verða teknar til umfjöllunar á vettvangi samtaka bænda, m.a. á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda.

Hvað varðar efni tillagnanna þá telja BÍ og LS að í þeim sé vissulega margt sem hægt er að taka undir og mun verða sauðfjárbændum til aðstoðar, nú þegar þeir standa frammi fyrir þriðjungslækkun afurðaverðs. Hins vegar vantar þær aðgerðir sem taka á fyrirsjáanlegum birgðavanda eftir sláturtíðina, sem nú er hafin. Samtökin telja því að tillögurnar leysi ekki vandann að fullu þó þær séu í rétta átt.

Bændur hafa lagt fram tillögur til stjórnvalda sem miða að því að taka heildstætt á þeim vanda sem við blasir. Lykilatriði í þeim lausnum er að virkja tímabundnar aðgerðir til sveiflujöfnunar, svo sem að gera afurðastöðvum kleift að taka sameiginlega ábyrgð á útflutningi kindakjöts. Þær hugmyndir hafa ekki fengið brautargengi og staðan því óbreytt. Hættan er sú að þær aðgerðir sem landbúnaðarráðherra nú leggur til séu ekki nægar og verði aðeins til þess að draga ástandið á langinn.

Samkomulag er um að flýta endurskoðun sauðfjárhluta búvörusamninga og stefnt er að því að niðurstaða hennar liggi fyrir 1. apríl á næsta ári. Í þeirri vinnu þarf að ræða áfram þau mál sem ekki eru leyst og eins meta árangur af þeim aðgerðum sem ráðist verður í núna.“

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...