Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent
Mynd / smh
Fréttir 4. september 2020

SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent

Höfundur: smh

Afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020 liggja nú fyrir frá SAH Afurðum á Blönduósi og Fjallalambi á Kópaskeri. SAH Afurðir hækka verð um 6,7 prósent, ef miðað er við verðskrá 2019 að viðbættum álagsgreiðslum. Fjallalamb hækkar verð um 5,7 prósent miðað við verðskrá og álagsgreiðslur 2019.

 Reiknað meðalverð SAH Afurða er 492 krónur á hvert kíló dilka, en það er 13,1 prósents hækkun miðað við upphaflegu verðskrána á síðasta ári. Verð fyrir afurðir af fullorðnu verður 114 krónur á kílóið, en það er óbreytt milli ára.

 Verð lækkar fyrir kjöt af fullorðnu

Reiknað meðalverð hjá Fjallalambi er 483 krónur á hvert kíló dilka, sem er hækkun um 12,1 prósent frá verðskrá haustið 2019. Verð fyrir afurðir af fullorðnu lækkar hins vegar um 8,6 prósent, úr 121 krónu á kílóið í 111 krónur.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f