Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent
Mynd / smh
Fréttir 4. september 2020

SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent

Höfundur: smh

Afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020 liggja nú fyrir frá SAH Afurðum á Blönduósi og Fjallalambi á Kópaskeri. SAH Afurðir hækka verð um 6,7 prósent, ef miðað er við verðskrá 2019 að viðbættum álagsgreiðslum. Fjallalamb hækkar verð um 5,7 prósent miðað við verðskrá og álagsgreiðslur 2019.

 Reiknað meðalverð SAH Afurða er 492 krónur á hvert kíló dilka, en það er 13,1 prósents hækkun miðað við upphaflegu verðskrána á síðasta ári. Verð fyrir afurðir af fullorðnu verður 114 krónur á kílóið, en það er óbreytt milli ára.

 Verð lækkar fyrir kjöt af fullorðnu

Reiknað meðalverð hjá Fjallalambi er 483 krónur á hvert kíló dilka, sem er hækkun um 12,1 prósent frá verðskrá haustið 2019. Verð fyrir afurðir af fullorðnu lækkar hins vegar um 8,6 prósent, úr 121 krónu á kílóið í 111 krónur.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f