Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS
Nú hafa allir sláturleyfishafar nema Fjallalamb birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent á reiknað afurðaverð frá síðustu sláturtíð og er komið í 529 krónur á hvert kíló.