Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 2. apríl 2020

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreldhúsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun.

„Það er gríðarlegur samdráttur í sölu til þessara aðila, fjölmargir þeirra hafa hreinlega lokað sinni starfsemi um óákveðinn tíma og viðskipti því fallið niður tímabundið. Þessi markaður hefur verið verulegur hluti af heildarsölu Norðlenska og áhrifin því mjög mikil á alla starfsemi.“

Ágúst Torfi segir að á hinn bóginn hafi smásala og heimsendingarþjónusta aukist til muna en sú aukning sem þarf eigi talsvert í land með að vega upp samdráttinn á stóreldhúsamarkaði.

Jafnframt séu áskoranir því samfara að vörusamsetning inn á þessa tvo markaði er nokkuð frábrugðin og vörur úr ákveðnum skrokkhlutum fara mun meira inn á annan markaðinn en hinn. „Þetta veldur talsverðu ójafnvægi þegar annar markaðurinn gefur svona mikið eftir eins og raunin er núna.“

Skipt upp í hópa og vaktakerfi tekið upp

Ágúst Torfi segir að Norðlenska hafi brugðist við þeim aðstæðum sem uppi eru með margvíslegum hætti hvað varðar sjálfa starfsemi fyrirtækisins. Starfsmannahópum hefur verið skipt upp í marga minni hópa og vaktakerfi komið upp til að lágmarka líkur á smiti og eins ef smit eigi sér stað að minnka líkur á að það berist í fjölda starfsmanna.

„Við höfum einnig innleitt öll tilmæli frá yfirvöldum varðandi persónuþrif, sóttkví og þess háttar og raunar gengið lengra í þeirri viðleitni okkar að tryggja öryggi starfsmanna og viðskipavina fyrirtækisins. Þá höfum við skipt upp sölu og stjórnunarstöðum þannig að hluti starfsmanna vinnur heima dag hvern.“

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...