Skylt efni

COVID-19

Of mikið af neikvæðum fréttum
Fréttir 20. janúar 2022

Of mikið af neikvæðum fréttum

Í byrjun árs hafa Íslendingar almennt verið bjartsýnir og jákvæðir fyrir komandi ári, bjartsýni, gleði og ánægja skín almennt af öllum sem maður sér síðasta og fyrsta dag hvers árs. Því miður fannst mér þetta ekki vera svona í kringum síðustu áramót, baráttan við Covid-19 virðist vera að draga niður þá miklu bjartsýni og óskhyggju þjóðarinnar í böl...

Skrítnir tímar
Skoðun 14. janúar 2022

Skrítnir tímar

Við upplifum skrítna tíma þessi miss­erin í skugga kórónuveiru sem stöðugt er að koma okkur á óvart með stökk­breytingum og leiðindum sem þær orsaka. Þetta er þó ekkert nýtt þótt jarðarbúar hafi verið orðnir ansi værukærir verandi blessunarlega lausir við svo víðtæka árás slíkra örkvikinda í nær heila öld.

Baráttu Covid líkt við „Guttavísur“
Fréttir 1. desember 2021

Baráttu Covid líkt við „Guttavísur“

Enn og aftur er Covid að stríða okkur og eflaust verður það svo um einhvern tíma til viðbótar, jafnvel ár (vonandi ekki því ég, ólærður maðurinn, þarf svo mikið að lesa og fræðast til að koma svona pistlum um málefni sem ég veit ekkert um skammlaust frá mér að það er mér erfitt og tímafrekt).

Ótti við að sýklalyfjaónæmar bakteríur verði stærra vandamál en COVID-19
Fréttaskýring 21. september 2021

Ótti við að sýklalyfjaónæmar bakteríur verði stærra vandamál en COVID-19

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá því þann 24. ágúst að alþjóðlegur hópur leiðtoga um sýklalyfjaónæmi (The Global Leaders Group on Antimicrobial Resistance) hafi hvatt til þess að öll lönd dragi verulega úr notkun sýklalyfja í matvælaframleiðslu. Er þetta í takti við varnaðarorð og áhyggjur sem Karl G. Kristinsson, yfirl...

Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns
Fréttir 7. september 2021

Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns

Sóttvarnaleiðbeiningar vegna gangna og rétta út hafa verið gefnar út. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út almenna undanþágu varðandi fjöldatakmörk í réttum á öllu landinu á grundvelli þess að um kerfislega og efnahagslega mikilvæga starfsemi sé að ræða og verða fjöldatakmarkanir því miðaðar við 300 manns en ekki 200 eins og almennt tíðkast.

Loftmengun skógarelda hefur áhrif á Covid-19
Fréttir 1. september 2021

Loftmengun skógarelda hefur áhrif á Covid-19

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki eða PM2.5.

Rétt að verða ár frá fyrstu forvarnarskrifum um COVID-19
Fréttir 19. mars 2021

Rétt að verða ár frá fyrstu forvarnarskrifum um COVID-19

Margt hefur verið skrifað síðastliðið ár um COVID-19, en það er rétt tæplega ár síðan ég skrifaði í þessum forvarnarpistlum um COVID-19. Satt best að segja var vitneskja mín lítil um þennan faraldur, en eftir mikinn lestur um faraldurinn og hlustun á fróða menn er ég aðeins fróðari um veiruna.

Allir vegir færir
Skoðun 12. febrúar 2021

Allir vegir færir

Glíman við kórónavírusinn hefur nú staðið í rúmlega eitt ár og kostað gríðarlegar fórnir í mannslífum og fjárhag þjóða. Ef menn horfa bjartsýnisaugum á framþróun barátt­­­u­nnar á Íslandi höfum við sem þjóð alla möguleika til að snúa dæminu hratt í okkar hag og í annarra þágu.

Of sjaldan er verðlaunað fyrir það sem vel er gert
Fréttir 21. október 2020

Of sjaldan er verðlaunað fyrir það sem vel er gert

Í þessum pistlum hér hefur verið farið úr einu í annað, en oftar en ekki miðast skrifin við þá umræðu sem er í gangi hverju sinni í þjóðfélaginu. COVID-19 umgangspestin hefur fengið meiri umfjöllun það sem af er ári en nokkur manneskja hefði viljað. 

Varnarbúnaður vegna COVID-19 bætist nú við hrikalega plastmengun heimshafanna
Fréttaskýring 6. október 2020

Varnarbúnaður vegna COVID-19 bætist nú við hrikalega plastmengun heimshafanna

Frá fyrstu mánuðum ársins 2020 hafa flest mál er snerta jarðarbúa drukknað í umræðu um COVID-19 heimsfaraldurinn. Staðbundin hernaðarátök, loftslagsmál og mengun hafsins hafa að mestu fallið í skuggann. Andlitsgrímur sem fólki hefur verið gert að setja upp um allan heim vegna kórónavírus, og flestar eru úr gerviefnum, bætast nú í súpuna og er nú he...

RML uppfærir leiðbeiningar til bænda vegna nýrra samkomutakmarkana
Fréttir 5. október 2020

RML uppfærir leiðbeiningar til bænda vegna nýrra samkomutakmarkana

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og sóttvarnarteymi Bændasamtaka Íslands hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar vegna hauststarfa bænda, sem taka mið af nýjum samkomutakmörkunum yfirvalda og sóttvarnalæknis.

Samkomureglur rýmkaðar um göngur og réttir
Fréttir 8. september 2020

Samkomureglur rýmkaðar um göngur og réttir

Leiðbeiningar um göngur og réttir vegna COVID-19 hafa enn verið uppfærðar og nú í samræmi við rýmkun á samkomutakmörkunum vegna farsótta. Helstu atriðin þar eru að nándarmörkin eru nú komin niður í einn metra og fjöldatakmörkun miðast við 200 manns.

Sögulegt hrun í fjárfestingum í orkugeiranum á heimsvísu
Líf og starf 12. júní 2020

Sögulegt hrun í fjárfestingum í orkugeiranum á heimsvísu

Heimsfaraldur COVID-19 hefur leitt til mesta hruns í fjárfestingum í orkugeiranum í sögunni, bæði hvað varðar fyrirtæki sem nýta jarðefnaeldsneyti sem og endur­nýjanlega orkugjafa.

Græn orka á að knýja endurreisn eftir COVID-19
Fréttir 27. maí 2020

Græn orka á að knýja endurreisn eftir COVID-19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók í dag þátt í fjarfundi norrænu orkumálaráðherranna þar sem samþykkt var stefnumótun um að sjálfbærar orkulausnir verði drifkraftur í endurreisn hagskerfisins eftir kórónuveirufaraldurinn.

Mikið atvinnuleysi á svæðinu
Fréttir 26. maí 2020

Mikið atvinnuleysi á svæðinu

Nýlega var haldinn sameigin­legur fundur í gegnum fjarfundabúnað þingmanna Suðurkjördæmis, stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitar­félaga (SASS) og bæjar- og sveitarstjóra á Suðurlandi. Tilgangur fundarins var að upplýsa um aðgerðir SASS og sveitarfélaganna á Suðurlandi í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ræða jafnframt hugmyndir um leiðir til vi...

Kórónasmit frá farandverkafólki í þýskum sláturhúsum
Fréttir 14. maí 2020

Kórónasmit frá farandverkafólki í þýskum sláturhúsum

Þýski sláturhúsageirinn er nú kominn í kastljós fjölmiðla eftir að um fjórðungur starfsmanna hjá Müller Fleisch´s sláturhúsinu í Baden-Würtenber greindust smitaðir af kórónavírus.

Ekki heyrt af vandamálum við mönnun starfa á sauðburði
Fréttir 13. maí 2020

Ekki heyrt af vandamálum við mönnun starfa á sauðburði

Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskups­tungum og stjórnarmaður í Lands­samtökum sauðfjárbænda, segir að hann hafi ekki heyrt af vanda­málum sauðfjárbænda við mönnun starfa á sauðburði. Sjálf þurfi þau ekki að leita að starfsfólki utan bús, þar sem burðartímabilið sé langt og því dreifðara álag.

Græn endurreisn
Skoðun 13. maí 2020

Græn endurreisn

Eins og við höfum rækilega verið minnt á þá eru stjórnvöld víðast hvar í heiminum fljót að skella í lás þegar áföll ganga yfir og sum hver banna nú m.a. útflutning á heilbrigðisbúnaði til þess að tryggja sig fyrst.

Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið
Fréttaskýring 12. maí 2020

Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið

Alþjóðaviðskiptastofnunin [World Trade Organization – WTO] spáði þann 8. apríl allt að 32% sam­drætti í heimsviðskiptum vegna COVID-19 faraldursins. Samt er þar trúlega um mjög varfærna spá að ræða af hálfu hagfræðinga WTO.

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu
Fréttir 12. maí 2020

Umhverfisflokkurinn í Noregi vill banna verslun með villt dýr á alþjóðavísu

Umhverfisflokkurinn í Noregi krefst þess nú að landið verði í fararbroddi við að stöðva verslun með villt dýr á alþjóðavísu. Í kjölfar kórónavírussins, sem átti upptök sín í Hubei-héraðinu í Kína, hafa stjórnvöld þar í landi nú bannað framleiðslu og sölu á villtum dýrum til matvælaneyslu.

Vinir og ættingjar eru til aðstoðar á sauðburði
Fréttir 7. maí 2020

Vinir og ættingjar eru til aðstoðar á sauðburði

Nokkur umræða hefur verið á undanförnum vikum um möguleg vandamál stærri sauðfjárbúa við mönnun starfa á sauðburði á tímum COVID-19 farsóttarinnar.

Þúsundir tonna af frönskum ostum eyðileggjast vegna COVID-19
Fréttir 6. maí 2020

Þúsundir tonna af frönskum ostum eyðileggjast vegna COVID-19

Vegna COVID-19 faraldursins og lokunar veitingastaða í Frakklandi sitja franskir bændur nú uppi með 5.000 tonn af ostum sem bíða þess eins að rotna og eyðileggjast. Hafa franskir bændur þegar tapað 157 milljónum evra frá því sjúkdómsfaraldurinn hófst.

Sauðburður og COVID-19
Á faglegum nótum 30. apríl 2020

Sauðburður og COVID-19

Útbreiðsla COVID-19 faraldursins hefur haft mikil áhrif á íslenskt samfélag. Það er ánægjulegt að sjá að viðbrögð hér á landi hafa verið árangursrík og nú er svo komið að smitum fer ört fækkandi. Hins vegar er þessu verkefni ekki lokið og mikilvægt að við höldum áfram að fylgja tilmælum frá yfirvöldum.

Skortur á erlendu starfsfólki og hækkandi fóðurverð áhyggjuefni
Fréttir 28. apríl 2020

Skortur á erlendu starfsfólki og hækkandi fóðurverð áhyggjuefni

Norrænu Bændasamtökin eiga í samstarfi í gegnum NBC-samtökin og hafa fundað vikulega eftir að kórónakrísan fór að hafa veruleg áhrif á Norðurlöndunum.

Flýtt stofnunar Matvælasjóðs til að skapa efnahagslega viðspyrnu
Fréttir 22. apríl 2020

Flýtt stofnunar Matvælasjóðs til að skapa efnahagslega viðspyrnu

Við kynningu ríkisstjórnarinnar á aðgerðapakka númer tvö í gær, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, kom fram að eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu er að stofna Matvælasjóð með 500 milljóna króna stofnframlagi.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Fimmtán verkefni fá samtals 200 milljónir króna
Fréttir 20. apríl 2020

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Fimmtán verkefni fá samtals 200 milljónir króna

Í morgun var tilkynnt um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði ráðstafað 200 milljón króna viðbótarfjármagni til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir þetta ár.

Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt
Fréttir 16. apríl 2020

Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda flýtt

Flýta á stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Þannig verða þeim greiðslum sem átti að greiða út 1. september og 1. október 2020 flýtt til 1. maí og 1. júní. Þetta er einkum gert til að mæta vandamálum þeirra bænda sem stunda aðra starfsemi einnig, eins og ferðaþjónustu.

Íslenskur landbúnaður í breyttum heimi
Lesendarýni 15. apríl 2020

Íslenskur landbúnaður í breyttum heimi

Við lifum á einkennilegum tímum. Við sótthreinsum á okkur hendur og setjum á okkur hanska þegar við förum í kjörbúðina og ekki er ólíklegt að við rekumst á fólk með andlitsgrímur í verslunum og á förnum vegi.

Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML
Fréttir 14. apríl 2020

Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML

Á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) verður haldinn fjarfundur fyrir kúabændur á morgun, undir heitinu Fjósloftið, vegna aðstæðna á tímum COVID-19.

Fæðuöryggi: Hvaða breytinga er þörf?
Lesendarýni 6. apríl 2020

Fæðuöryggi: Hvaða breytinga er þörf?

Umræða um fæðuöryggi Íslend­inga hefur vaknað í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Viðbrögð við þeirri umræðu hafa eðlilega snúist um skammtímasjónarmið, en mikilvægt er að horfa til lengri tíma í þeim efnum. Eftirfarandi eru tíu breytingar sem eru að mínu mati nauðsynlegar...

Getur verið að þetta sé satt?
Fréttir 3. apríl 2020

Getur verið að þetta sé satt?

Í síðasta pistli taldi ég mig knúinn til að fjalla aðeins um COVID-19 sem ég gerði, vitandi það að ég er enginn fræðimaður og veit ekkert um læknisfræði, smitsjúkdóma og smitleiðir. Frekar hefði ég viljað skrifa um hluti sem ég tel mig hafa aðeins meira vit á, svo sem vélar og tæki.

Heimsbyggðin hrópar eftir auknu fæðuöryggi þjóða í kjölfar heimsfaraldurs á COVID-19
Fréttaskýring 3. apríl 2020

Heimsbyggðin hrópar eftir auknu fæðuöryggi þjóða í kjölfar heimsfaraldurs á COVID-19

Áhrif COVID-19 faraldursins á daglegt líf heimsbyggðarinnar er stöðugt að koma betur í ljós. Nú virðast áhyggjurnar fara vaxandi um allan heim um fæðuöryggi og að þjóðir hafi raunverulega getu til að brauðfæða sig sjálfar þegar lokast á aðflutningsleiðir og dregur úr miðlun á nauðsynjavörum á markaði.

Pósturinn með matarsendingar frá verslunum til íbúa í dreifbýlinu
Fréttir 3. apríl 2020

Pósturinn með matarsendingar frá verslunum til íbúa í dreifbýlinu

Pósturinn hefur síðustu daga verið að búa sig undir og koma á framfæri vilja sínum til að sinna matarsendingum frá verslunum til íbúa í dreifbýli.

Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu
Fréttir 3. apríl 2020

Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu

„Við finnum fyrir töluvert meiri sölu á mjólkurvörum Mjólkur­samsölunnar (MS) í verslunum og salan fyrstu dagana eftir að samkomubannið var sett á slagaði upp í Þorláksmessu í nokkra daga í röð,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS, aðspurð um söluna eftir að COVID-19 kom upp.

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra
Fréttir 2. apríl 2020

Allt á hliðinni bæði á markaði og innandyra

„Það er allt á hliðinni út af þessu og miklar breytingar bæði úti á markaðnum og innandyra,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann líkir stöðunni á stóreldhúsamarkaði, þ.e. hótelum, veitingahúsum og mötuneytum, við hrun.

Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði
Fréttir 2. apríl 2020

Kjötvinnslur reyna að laga sig að breyttu umhverfi og minni umsvifum á markaði

Markaður fyrir kjötvöru er gjörbreyttur frá því sem áður var og hafa kjötvinnslur verið að laga sig að breyttu umhverfi. Þá hafa þær jafnframt gert breytingar á starfsumhverfi sínu í kjölfar nýrra reglna yfirvalda til að koma í veg fyrir smit af völdum veirunnar COVID-19.

Matur og fæðubótarefni ekki forvörn gegn sýkingum
Fréttir 30. mars 2020

Matur og fæðubótarefni ekki forvörn gegn sýkingum

Matvælastofnun varar við því að fólk taki staðhæfingar trúanlegar, sem birtast um þessar mundir í nokkrum mæli í auglýsingum og á samfélagsmiðlum, um að ýmsar matvörur og fæðubótarefni geti komið í veg fyrir sýkingar af ýmsu tagi - til dæmis COVID-19 smit.

Aðgerðapakki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna áhrifa COVID-19
Fréttir 27. mars 2020

Aðgerðapakki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna áhrifa COVID-19

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðherra, kynnti í morgun 15 aðgerðir á sviði landbúnaðar og og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á þessar greinar.

Róttækar aðgerðir Auðhumlu til að tryggja framleiðsluferla
Fréttir 27. mars 2020

Róttækar aðgerðir Auðhumlu til að tryggja framleiðsluferla

Auðhumla hefur sent mjólkurframleiðendum tilkynningu um að víða hafi verið gripið til róttækra aðgerða til að tryggja framleiðsluferla Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu. Öllum samlögum hafi til að mynda verið lokað utanaðkomandi.

„Frí“ heimsending vegna COVID-19
Fréttir 25. mars 2020

„Frí“ heimsending vegna COVID-19

Landstólpi og Vélaval hafa farið í sérstakar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar og bjóða bændum nú fría heimsendingu á vörum frá sér.

Óskað eftir dýralæknum á útkallslista
Fréttir 23. mars 2020

Óskað eftir dýralæknum á útkallslista

Í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit.

Nýjar upplýsingar hjá Matvælastofnun um COVID-19 og dýrahald
Fréttir 23. mars 2020

Nýjar upplýsingar hjá Matvælastofnun um COVID-19 og dýrahald

Matvælastofnun uppfærði á föstudaginn upplýsingasíðu sína um COVID-19 og dýrahald, þar sem fleiri spurningum og svörum hefur verið bætt við varðandi möguleg áhrif veirunnar.

RML gefur út grunn að viðbragðsáætlun
Fréttir 20. mars 2020

RML gefur út grunn að viðbragðsáætlun

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út grunn að viðbragðsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar.

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar
Fréttir 19. mars 2020

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vefmyndavélum í tölvuvöruverslunum undanfarna daga. Er svo komið að í stærstu verslunum landsins á þessu sviði eru vefmyndavélar uppseldar og jafnvel næstu pantanir líka.

Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19
Fréttir 19. mars 2020

Framboð fóðurs og áburðar tryggt á tímum COVID-19

Matvælastofnun hefur tilkynnt um að útlit sé fyrir að framboð fóðurs og áburðar sé tryggt næstu mánuði í heimsfaraldri vegna COVID-19.

Veiruvá
Skoðun 16. mars 2020

Veiruvá

Veiruskratti, sem kenndur er við kórónu og sagður ættaður frá Wuhan-borg í Kína, veður nú yfir byggðir heimsins og veldur miklum ótta. Á þessum faraldri eru margar hliðar sem snerta mannlegt samfélag.