Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óskað eftir dýralæknum á útkallslista
Mynd / Golli / atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 23. mars 2020

Óskað eftir dýralæknum á útkallslista

Höfundur: Ritsjórn

Í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit.

Það eru Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands sem kalla eftir þessari aðstoð ásamt ráðuneytinu. 

Í tilkynningunni kemur fram að leitað sé eftir fólki sem sé í aðstöðu til að vera á útkallslista dýralækna og geti stokkið til með skömmum fyrirvara, eftir því sem aðstæður leyfa.

Fyrirsjáanlegt er að þær aðstæður geti myndast að þörf sé á að kalla til dýralækna víðsvegar um landið til að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar vegna veikindafjarvista eða fjarvista vegna veru í sóttkví. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig á listann og er þá klárt til útkalls ef Dýralæknafélag Íslands hefur samband. Greiðslur taka mið af gjaldskrám dýralæknanna sjálfra og greiðir notandi þjónustunnar fyrir hana. 

Skráningarformið má finna hér

Upplýsingar sem skráðar eru verða vistaðar í gagnagrunni sem er hýstur á gagnasvæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og munu verða nýttar í þeim tilgangi að kalla fólk til tímabundinna starfa vegna COVID-19 veirunnar. 

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Matvælastofnun sem ríkið rekur og Dýralæknafélagi Íslands, í þeim tilgangi að hafa samband við viðkomandi ef þörf krefur. Skráning í gagnagrunninn byggist á samþykki viðkomandi sem ávallt er hægt að draga til baka.

Gagnagrunnurinn telst eign og er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, og verða upplýsingar úr grunninum ekki veittar öðrum en þeim sem viðkomandi hefur samþykkt með skráningu sinni. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9700 eða á tölvupóstfangið anr@anr.is. 

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi eintaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga. ," segir í tilkynningunni.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...