Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óskað eftir dýralæknum á útkallslista
Mynd / Golli / atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 23. mars 2020

Óskað eftir dýralæknum á útkallslista

Höfundur: Ritsjórn

Í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit.

Það eru Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands sem kalla eftir þessari aðstoð ásamt ráðuneytinu. 

Í tilkynningunni kemur fram að leitað sé eftir fólki sem sé í aðstöðu til að vera á útkallslista dýralækna og geti stokkið til með skömmum fyrirvara, eftir því sem aðstæður leyfa.

Fyrirsjáanlegt er að þær aðstæður geti myndast að þörf sé á að kalla til dýralækna víðsvegar um landið til að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar vegna veikindafjarvista eða fjarvista vegna veru í sóttkví. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig á listann og er þá klárt til útkalls ef Dýralæknafélag Íslands hefur samband. Greiðslur taka mið af gjaldskrám dýralæknanna sjálfra og greiðir notandi þjónustunnar fyrir hana. 

Skráningarformið má finna hér

Upplýsingar sem skráðar eru verða vistaðar í gagnagrunni sem er hýstur á gagnasvæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og munu verða nýttar í þeim tilgangi að kalla fólk til tímabundinna starfa vegna COVID-19 veirunnar. 

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Matvælastofnun sem ríkið rekur og Dýralæknafélagi Íslands, í þeim tilgangi að hafa samband við viðkomandi ef þörf krefur. Skráning í gagnagrunninn byggist á samþykki viðkomandi sem ávallt er hægt að draga til baka.

Gagnagrunnurinn telst eign og er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, og verða upplýsingar úr grunninum ekki veittar öðrum en þeim sem viðkomandi hefur samþykkt með skráningu sinni. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9700 eða á tölvupóstfangið anr@anr.is. 

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi eintaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga. ," segir í tilkynningunni.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...