Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óskað eftir dýralæknum á útkallslista
Mynd / Golli / atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 23. mars 2020

Óskað eftir dýralæknum á útkallslista

Höfundur: Ritsjórn

Í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er óskað eftir liðsinni dýralækna í bakvarðasveit.

Það eru Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands sem kalla eftir þessari aðstoð ásamt ráðuneytinu. 

Í tilkynningunni kemur fram að leitað sé eftir fólki sem sé í aðstöðu til að vera á útkallslista dýralækna og geti stokkið til með skömmum fyrirvara, eftir því sem aðstæður leyfa.

Fyrirsjáanlegt er að þær aðstæður geti myndast að þörf sé á að kalla til dýralækna víðsvegar um landið til að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar vegna veikindafjarvista eða fjarvista vegna veru í sóttkví. 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru reiðubúnir að skrá sig í bakvarðasveitina. Fólki gefst kostur á að skrá sig á listann og er þá klárt til útkalls ef Dýralæknafélag Íslands hefur samband. Greiðslur taka mið af gjaldskrám dýralæknanna sjálfra og greiðir notandi þjónustunnar fyrir hana. 

Skráningarformið má finna hér

Upplýsingar sem skráðar eru verða vistaðar í gagnagrunni sem er hýstur á gagnasvæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og munu verða nýttar í þeim tilgangi að kalla fólk til tímabundinna starfa vegna COVID-19 veirunnar. 

Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Matvælastofnun sem ríkið rekur og Dýralæknafélagi Íslands, í þeim tilgangi að hafa samband við viðkomandi ef þörf krefur. Skráning í gagnagrunninn byggist á samþykki viðkomandi sem ávallt er hægt að draga til baka.

Gagnagrunnurinn telst eign og er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, og verða upplýsingar úr grunninum ekki veittar öðrum en þeim sem viðkomandi hefur samþykkt með skráningu sinni. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9700 eða á tölvupóstfangið anr@anr.is. 

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi eintaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga. ," segir í tilkynningunni.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...