Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sýnishorn af viðbragðsáætlun fyrir kúabú.
Sýnishorn af viðbragðsáætlun fyrir kúabú.
Fréttir 20. mars 2020

RML gefur út grunn að viðbragðsáætlun

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út grunn að viðbragðsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar.

Í tilkynningu vegna útgáfunnar kemur fram að nauðsynlegt sé fyrir bændur að hafa slíka viðbragðsáætlun, sem taki til þátta sem mikilvægir séu til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda. „Gera þarf ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda. Þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli,“ segir í tilkynningunni sem fer hér á eftir.

„Viðbragðsáætlunin er byggð upp með það að markmiði að auðvelda bændum greiningu á lykilþáttum starfseminnar með sniðmáti til að skrá mikilvæga þætti og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Áætlunin miðast einkum við bú sem rekin eru af einyrkjum þar sem aðrir eru lítið inni í daglegum störfum en getur einnig nýst stærri búum þar sem viðbragðsáætlanir eru ekki nú þegar til staðar.

Helstu atriði viðbragsáætlunar taka m.a. til teikninga af gripahúsum þar sem merktir eru inn mikilvægir staðir s.s. rafmagnstafla, vatnsinntök, gjafakerfi, dráttar- og vinnuvélar og hvernig rafstöð skal tengd og ræst, sé hún til staðar. Hnitmiðuð símaskrá búsins flýtir einnig viðbragði. Sniðmát viðbragðsáætlana er alls ekki tæmandi og er ráðlagt að bæta við eins og þurfa þykir.

Stutt og markviss leiðbeiningamyndbönd þar sem gengið er um búið og farið yfir mikilvæga þætti starfseminnar geta verið mjög gagnleg. Þau nýtast jafnframt til frekari útskýringa á tækjabúnaði eða öðrum lykilþáttum búsins. Myndböndin er svo hægt að senda til afleysingamanns í gegnum samskiptaforrit (Facebook) eða tölvupóst.

Ráðunautar RML aðstoða við gerð viðbragðsáætlana, sé þess óskað. Símanúmer RML er 516-5000 og tölvupóstfangið rml@rml.is. Við bendum einnig á að hægt er að hafa samband í gegnum vefspjall á heimasíðu fyrirtækisins.“

Teikning úr fjósi og sýnishorn af því hvernig hægt er að setja vinnuferla upp myndrænt. Teikning / Birna Þorsteinsdóttir

 

Hér fyrir neðan má nálgast sniðmát viðbragsáætlana.


Viðbragðsáætlun fyrir kúabú  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir sauðfjárbú  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir hesthús  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir gróðurhús  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir loðdýrabú pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir alifuglabú pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir svínabú pdf skjal word skjal

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...