Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML
Mynd / RML
Fréttir 14. apríl 2020

Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML

Höfundur: Ritstjórn

Á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) verður haldinn fjarfundur fyrir kúabændur á morgun, undir heitinu Fjósloftið, vegna aðstæðna á tímum COVID-19.

Meiningin er að þetta sé fyrsti fundurinn af fleiri af sama meiði, þar sem formið verður á þann veg að fyrst er flutt stutt framsaga, tíu til fimmtán mínútur, um tiltekið efni og síðan verður henni fylgt eftir með umræðum.

Á vaðið mun ríða Sigtryggur Veigar Herbertsson en hann ætlar að ræða um atferli kúa í lausagöngufjósum. Fundurinn verður á morgun miðvikudag 15. apríl kl. 13.00.

Í tilkynningu RML er tekið fram að ekki sé nauðsynlegt að vera með Microsoft Teams uppsett í tölvunni til að geta tekið þátt í fjarfundinum.

Miðvikudaginn 22. apríl mun svo Jóna Þórunn ræða um hjarðstýringu í mjaltaþjónafjósum.

Til þess að tengjast fundinum er hægt að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 

Atferli kúa í lausagöngufjósum – tengjast fundi

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...