Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML
Mynd / RML
Fréttir 14. apríl 2020

Fjarfundir fyrir kúabændur hjá RML

Höfundur: Ritstjórn

Á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) verður haldinn fjarfundur fyrir kúabændur á morgun, undir heitinu Fjósloftið, vegna aðstæðna á tímum COVID-19.

Meiningin er að þetta sé fyrsti fundurinn af fleiri af sama meiði, þar sem formið verður á þann veg að fyrst er flutt stutt framsaga, tíu til fimmtán mínútur, um tiltekið efni og síðan verður henni fylgt eftir með umræðum.

Á vaðið mun ríða Sigtryggur Veigar Herbertsson en hann ætlar að ræða um atferli kúa í lausagöngufjósum. Fundurinn verður á morgun miðvikudag 15. apríl kl. 13.00.

Í tilkynningu RML er tekið fram að ekki sé nauðsynlegt að vera með Microsoft Teams uppsett í tölvunni til að geta tekið þátt í fjarfundinum.

Miðvikudaginn 22. apríl mun svo Jóna Þórunn ræða um hjarðstýringu í mjaltaþjónafjósum.

Til þess að tengjast fundinum er hægt að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

 

Atferli kúa í lausagöngufjósum – tengjast fundi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...