Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þann 19. ágúst síðastliðinn höfðu yfir milljón hektarar lággróðurs og skóglendis brunnið vegna þurrkatíðar í tólf ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári samkvæmt tölum National Interagency Fire.
Þann 19. ágúst síðastliðinn höfðu yfir milljón hektarar lággróðurs og skóglendis brunnið vegna þurrkatíðar í tólf ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári samkvæmt tölum National Interagency Fire.
Fréttir 1. september 2021

Loftmengun skógarelda hefur áhrif á Covid-19

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki eða PM2.5.

Nýlega var gerð rannsókn á vegum Harvard háskólans í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að svifryksmengun vegna skógarelda sem geisað hafa á vesturströnd Bandaríkjanna til langs tíma, hafi aukið fjölda þeirra sem látið hafa í lægra haldi fyrir Covid-19.

Meðlimir rannsóknarinnar gerðu könnun á tímabilinu mars - desember árið 2020 en talið er að þúsundir tilfella Covid-19, og að stórum hluta dauðsfalla vegna veirunnar í ríkjum Kaliforníu, Oregon og Washington, geti stafað af aukinni svifryksmengun sem stafar af skógareldum.

Skógareldar geisa árlega um vesturströnd Bandaríkjanna en hafa undanfarin ár færst í aukana. Vegna aukins umfangs þeirra og útbreiðslu ná skógsvæði ekki að jafna sig nægilega ár hvert og samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum Wildfire Association er nú loftmengun í San Francisco og Portland meðal þeirra mestu í heiminum. Slík mengun sem er langt yfir heilsuverndarmörkum gerir loftvegina næmari, veldur lungnasýkingum og hefur þannig veruleg áhrif á smitleiðir veirusýkingar.

Svifryk hefur áhrif á heildarfjölda smita

Vegna mikilla skógarelda í sumum sýslum Kaliforníu og Washington ríkja leiddi rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Science Advances, í ljós, að næstum 20 prósent tilfella Covid-19 tengdust auknu magni svifryks.

„Við komumst að því að í sumum sýslunum var hlutfall af heildarfjölda Covid-19 tilfella og dauðsfalla vegna mikils PM2,5 mjög hátt og að í heildina er þetta mjög hættuleg samsetning,“ sagði Francesca Dominici, líffræði- og lýðheilsuprófessor við Harvard og einn höfunda rannsóknarinnar, um tengsl milli aukningar á svifryki og áhættu af Covid-19 tilfellum og dauðsföllum. „Það er virkilega skelfilegt þegar við höldum áfram að horfast í augu við þessa skógarelda um allan heim. Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni notuðu meðal annars gervitungl til að fylgjast með því þegar skógareldar loguðu auk skynjara á jörðu niðri til að fylgjast með magni af fínu svifryki, eða PM2.5.

„Einnig var tekið tillit til annarra breytna eins og veðurs, fólksfjölda og almennrar þróunar í faraldrinum til að hafa yfirlit yfir þá þætti sem gætu skekkt niðurstöðurnar,“ sagði Dominici.
Þar sem skógareldar hafa brennt gríðarstór svæði vesturstrandarinnar undanfarin ár, hafa lýðheilsuyfirvöld í auknum mæli staðið frammi fyrir þrálátum erfiðleikum í tengslum við svifryksmengun. Öndunarfærasjúkdómar líkt og astmi eða langvinn lungnateppa hafa undið upp á sig auk andlegra heilsufarslega afleiðinga, til að mynda kvíða og þunglyndis, í kjölfar þess að búa við slíkar aðstæður.

Gárungar geta þó ekki stillt sig og koma með aðra kenningu í kjölfar svifryksmengunar og aukinna smita Covid-19. Þar sem svo margir hafa tilhneigingu til að halda sig innandyra við þess háttar aðstæður getur slíkt að sjálfsögðu leitt til meiri samskipta við sýkt fólk sem er innandyra.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...