Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Viðræður eru við stjórnvöld um að tryggja að Evrópusambandið verði í framtíðinni uppbyggilegra og betur í stakk búið að huga að því hvernig innri markaður sambandsins virki sem best.
Viðræður eru við stjórnvöld um að tryggja að Evrópusambandið verði í framtíðinni uppbyggilegra og betur í stakk búið að huga að því hvernig innri markaður sambandsins virki sem best.
Fréttir 28. apríl 2020

Skortur á erlendu starfsfólki og hækkandi fóðurverð áhyggjuefni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Norrænu Bændasamtökin eiga í samstarfi í gegnum NBC-samtökin og hafa fundað vikulega eftir að kórónakrísan fór að hafa veruleg áhrif á Norðurlöndunum. 
 
Það sem er sammerkt með löndunum er áhyggjuefni af að útvega starfsfólk erlendis frá í landbúnaði ásamt hækkandi fóðurverði sem hefur sérstaklega áhrif á eggja- og kjúklingabændur. Að öðru leyti gengur landbúnaður sinn vanagang í löndunum og innlend framleiðsla fær alls staðar mikinn meðbyr í þjóðfélagsumræðunni. 
 
Eftir páska var Danmörk opnuð aftur í áföngum eins og til dæmis for- og barnaskólar. Skólar á unglinga- og háskólastigi eru enn lokaðir. Frá og með 20. apríl var „einn á einn“-fyrirtækjum, eins og tannlækna- og hárgreiðslustofur, opnað aftur. Veitingastaðir, barir og smærri verslanir verður haldið lokuðu fram í miðjan maí sem hefur neikvæð áhrif á verð matvæla. 
 
Stærri hátíðahöldum, tónleikum og mörkuðum er frestað í það minnsta til ágústmánaðar. Þetta hefur áhrif á fyrirtæki í matvælaiðnaði sem þjónusta þessa staði þar sem velta þeirra hefur hrunið og verða því þau háð ríkisstyrkjum til að halda velli. 
 
Í Danmörku hafa umræður, líkt og á hinum Norðurlöndunum, um starfskrafta verið í fyrirrúmi. Í Danmörku hafa ekki verið sóttkvísreglur fyrir erlent starfsfólk sem kemur inn í landið sýni það fram á heilbrigði, en fagfélög hafa staðið í ströngu við stjórnvöld að fá inn ákveðnar sóttkvísreglur varðandi þennan málaflokk. 
 
Landbúnaður gengur vel í Danmörku ásamt útflutningi en þó er hætta talin á að bændur innan græna geirans komi verst út úr þessu tímabili. 
 
Viðræður eru við stjórnvöld um að tryggja að Evrópusambandið verði í framtíðinni uppbyggilegra og betur í stakk búið að huga að því hvernig innri markaður sambandsins virki sem best. Hætta er á aukinni þjóðernishyggju og verndarstefnu við slíkar krísur sem hefur að vissu leyti sýnt sig. 
 
Áhyggjur af að útvega starfsfólk
 
Í Finnlandi hafa menn áhyggjur af að fá nægilega margt starfsfólk til að starfa í landbúnaði í ár en á ári hverju starfa um 20 þúsund manns tímabundið við landbúnað þar í landi. Sóttkvísreglur í 14 daga gilda um þá sem koma erlendis frá en um 1.500 manns hafa komið undanfarnar vikur til starfa í landbúnaði erlendis frá, flestir með bát frá Eystrasaltslöndunum. Mestar áhyggjur eru af því að útvega starfsfólk í græna geirann og hafa vinnumiðlunarskrifstofur sett í gang átak til að fá fleiri til liðs við landbúnaðinn. Margir starfsmenn óska eftir að koma frá Úkraínu, um þúsund manns, og aðstoða nú finnsku bændasamtökin við að finna hagkvæmar flutningsleiðir fyrir þá. Líkt og í Danmörku eiga fyrirtæki sem afhenda beint til matvælaþjónustufyrirtækja erfitt uppdráttar en stjórnvöld hafa lofað að koma til móts við þennan geira. Mestar áhyggjur eru af skógariðnaði í Finnlandi, líkt og í Svíþjóð, þar sem smærri sögunarmyllur eiga erfitt uppdráttar og nokkrum þeirra hefur verið lokað sem skýrist helst í hruni á útflutningi á timbri. Landbúnaður stendur að öðru leyti ágætlega í Finnlandi, verið er að breyta ræktunarkerfum til að auka innlenda framleiðslu á prótínfóðri og ríkisstjórnin hefur komið fram með björgunarpakka upp á 30 milljónir evra til aðstoðar við lítil og meðalstór fyrirtæki. 
 
Skógariðnaðurinn í vanda
 
Svíar hafa áhyggjur af skógariðnaði þar sem útflutningsmarkaður til Bretlands er hruninn sem hefur mikil áhrif. Líkt og í Finnlandi herja skaðræðisbjöllur á grenitré í landinu svo gripið hefur verið til þess ráðs á ákveðnum stöðum að taka enn meira timbur úr skógunum en í venjulegu árferði og nú eru uppi umræður um fjárhagslegan stuðning til að geyma timbrið. Einnig hefur umræðan um starfsfólk í landbúnaði verið rík hér líkt og á hinum Norðurlöndunum og ræddar eru mismunandi lausnir við vandanum, meðal annars að stjórnvöld gefi eftir í reglum og sýni sveigjanleika. 
 
Umræður hafa verið uppi um að geta útvegað hefðbundið fóður í stað lífræns ræktaðs prótínfóðurs sem hefur verið erfitt að útvega vegna hafta á innflutningi. Sænskum landbúnaði er hvarvetna lyft upp í þjóðfélagsumræðunni og mikilvægi hans aldrei meira en nú. 
 
Gott hljóð í bændum
 
Í Noregi er byrjað að slaka á höftum og opnuðu leikskólar 20. apríl og þann sama dag var bann við að nota sumarbústaði fellt úr gildi. Viku síðar, 27. apríl, byrjar skólastarf fyrir 1.–4. bekk ásamt nemum í starfsnámi á efsta stigi. Í apríl verður „einn á einn“-fyrirtækjum, það er að segja tannlækna- og hárgreiðslustofum, leyft að opna og frá og með 15. júní verður leyft að halda smærri menningarviðburði. 
 
Ríkisstjórnin hefur komið til móts við norsku bændasamtökin með bætur fyrir vörur sem ekki er hægt að uppskera vegna skorts á starfsfólki. Fleiri bótalausnir eru í farvatninu eins og varðandi uppskerubrest og fleira. 
 
Hækkandi fóðurverð er áhyggjuefni, sérstaklega fyrir eggja- og kjúklingabændur. Enn eru sóttkvísreglur í gildi fyrir erlent vinnuafl og hefur ríkisstjórnin sagt nei við að fá inn starfsfólk frá löndum utan EES. 
 
Landbúnaðarráðherra hefur gefið út yfirlýsingu til bænda að halda uppteknum hætti og framleiða líkt og áður. Gott hljóð er í flestum bændum í Noregi og hafa fáir innan greinarinnar sýkst af kórónavírusnum. 
Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...