Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matur og fæðubótarefni ekki forvörn gegn sýkingum
Mynd / smh
Fréttir 30. mars 2020

Matur og fæðubótarefni ekki forvörn gegn sýkingum

Höfundur: Ritstjórn

Matvælastofnun varar við því að fólk taki staðhæfingar trúanlegar, sem birtast um þessar mundir í nokkrum mæli í auglýsingum og á samfélagsmiðlum, um að ýmsar matvörur og fæðubótarefni geti komið í veg fyrir sýkingar af ýmsu tagi - til dæmis COVID-19 smit.

„Slíkar upplýsingar eða staðhæfingar eru rangar og villandi fyrir neytendur og Matvælastofnun varar við slíkum upplýsingum,“ segir í umfjöllun stofnunarinnar.

Ekki fyrirbyggjandi eiginleikar

„Fæðubótarefni eru matvæli og ekki má eigna þeim þá eiginleika að fyrirbyggja sýkingar eða lækna sjúkdóma. Þetta gildir einnig um matvæli almennt.

Það er vissulega rétt að virkt ónæmiskerfi skiptir höfuðmáli til að verjast sýkingum en það er engin ofurfæða eða fæðubótarefni sem geta komið í veg fyrir sýkingu af völdum kórónaveira.  Góð næring skiptir miklu máli fyrir eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins en langflestir hérlendis uppfylla næringarþarfir sínar með góðu og fjölbreyttu fæði. Á vef landlæknis má finna upplýsingar um mikilvægi góðrar næringar fyrir heilsu.

Besta leiðin til að verja sig gegn kórónaveirunni er fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis varðandi handþvott, hósta eða hnerra í olnbogabótina og takmarka náin samskipti s.s. handabönd og faðmlög.

Einnig er nú sem endranær rétt að benda á leiðbeiningar Matvælastofnunar um meðhöndlun matvæla við matargerð og spurt og svarað um COVID-19 og matvæli,“ segir í umfjölluninni.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...