Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu
Mynd / HKr.
Fréttir 3. apríl 2020

Mjólkurvörur seljast vel í COVID-19 ástandinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við finnum fyrir töluvert meiri sölu á  mjólkurvörum Mjólkur­samsölunnar (MS) í verslunum og salan fyrstu dagana eftir að samkomubannið var sett á slagaði upp í Þorláksmessu í nokkra daga í röð,“ segir Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS, aðspurð um söluna eftir að COVID-19 kom upp.

„Salan hefur  náð meira jafnvægi núna en fólk er samt að neyta aðeins meira af mjólkurvörum en áður. Mötuneyti kaupa t.d. meira af skyri sem auðvelt er að afhenda til starfsfólks.

Sunna Gunnars Marteinsdóttir.

Við hófum áætlanagerð í febrúar og að safna birgðum þar sem við gerðum svokallaða „áætlun um mögulegan heimsfaraldur“.  Í henni voru hættustig skilgreind og við heyrðum í landlækni á þeim tíma til þess að fá leiðbeiningar. Við fórum á þeim tíma í formlegar og óformlegar aðgerðir. Í kringum fyrsta kórónasmitið hérlendis fórum við í að gera „áætlun um órofinn rekstur“ sem er lifandi skjal um starfsemi MS. Lykilstarfsmenn eru flokkaðir og mikilvægi deilda auk staðgengla ef þarf og greining annarra mikilvægra þátta,“ segir Sunna.

Vörur á palli fyrir utan hús

Samkvæmt áætlunum MS hefur starfsfólk verið flutt, sumir vinna heima eða í öðrum rýmum en venjulega til þess að dreifa áhættunni. Þá hefur starfsstöðvum fyrirtækisins verið lokað fyrir gestum og vörur eru afhentar úti á pall fyrir utan hús. Fjarfundabúnaður er notaður innan deilda vegna funda og þá eru mötuneytin með tveggja metra regluna og matarbakkar afhentir starfsfólki. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...