Ostinum pakkað í Reykjavík
Aðalskrifstofur og höfuðstöðvar Mjólkursamsölunnar (MS) eru á Bitruhálsi í Reykjavík. Þar fer jafnframt fram pökkun á öllum bita- og sneiðaosti sem er framleiddur á Akureyri, Sauðárkróki, Egilsstöðum og í Búðardal. Enn fremur er Bitruháls helsta birgða- og dreifingarstöð MS á landinu. Samtals eru starfsmennirnir 170 hjá MS í Reykjavík.





























