Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur vinsælasta söluvaran, samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur vinsælasta söluvaran, samkvæmt tölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Mynd / MS
Fréttir 2. mars 2021

Mun minni samdráttur í sölu mjólkurvara en ætla mætti vegna fækkunar erlendra ferðamanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á skyri frá MS dróst saman á síðasta ári og frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam samdrátturinn 10,7% samkvæmt tölum samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM). Sam­dráttur varð einnig í sölu annarra mjólkurafurða, en þó í mun minna mæli.

Svo virðist sem hrun í komu erlendra ferðamanna vegna COVID-19 hafi haft áhrif á sölu á mjólkurvörum líkt og á öðrum landbúnaðarafurðum, en samt mun minna en ætla mætti.

Lítill sölusamdráttur miðað við nærri 76% fækkun erlendra ferðamanna

Ef tekið er tillit til samdráttar í fjölda erlendra ferðamanna sem komu til landsins, þá komu „ekki nema“ 486.308 ferðamenn á árinu 2020, miðað við 2.013.190 á árinu 2019. Það er nærri 76% samdráttur. Þetta eru ferðamenn sem komu um Keflavíkurflugvöll, Reykja­víkurflugvöll, Akur­eyrar­flugvöll og um Seyðisfjarðarhöfn með Norrænu samkvæmt gögnum Ferðamálastofu.
Í janúar seldust 3.108 tonn af mjólk og sýrðum vörum sem er 4,2% minna en í sama mánuði í fyrra. Heildarsalan á mjólk á tólf mánaða tímabili var 37.912 tonn, sem er 2,1% minna en seldist frá janúarlokum 2019 til janúarloka 2020.

Töluverður samdráttur í rjómasölu í janúar

Sala á rjóma dróst umtalsvert saman í janúar síðastliðnum miðað við janúar 2020, þegar áhrif af COVID-19 var ekki farið að gæta. Var salan nú 208 tonn og nam samdrátturinn 12% á milli ára. Heildarsalan frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam 3,2%. Heildarsamdrátturinn í rjómasölunni var þó ekki nema 0,8% á árinu 2020.

16,8% samdráttur í skyrsölu í janúar 2021 miðað við 2020

Þá dróst salan á skyri um 16,8% í janúar miðað við janúar 2020. Var salan nú 206 tonn í þessum mánuði, sem er 16,8% samdráttur á milli ára. Var heildarsamdrátturinn í skyrsölunni á árinu 2020, eins og fyrr segir, 10,7%.
Sala á viðbiti, þ.e. smjöri og skyldum vörum, nam 159 tonnum í janúar síðastliðnum. Það er 4,7% minni sala en í janúar 2020. Það er nokkuð sérstakt við söluna á viðbitinu að þar urðu töluverðar breytingar í magni á milli ára og virðist salan hafa verið 2.320 tonnum minni en árið áður. Samt nam lækkunin á sölunni í heildina í fyrra ekki nema 2,5%.

Osturinn mikilvægur í sölu mjólkurafurða

Fyrir utan mjólk og sýrðar vörur er ostur mest selda mjólkurafurðin. Seld voru 465 tonn af ostum í janúar síðastliðnum, sem þýðir samdrátt í þessum mánuði á milli ára upp á 5,5%. Heildarsalan á ostum frá janúarlokum 2020 til janúarloka 2021 nam 5.967 tonnum, sem er 3,4% samdráttur í sölu frá árinu 2019.

Nokkru minna var selt af dufti í janúar nú en árið áður, eða 98 tonn, sem gerir 9,6% samdrátt. Yfir 12 mánaða tímabil voru seld 1.134 tonn, sem er 3% minna en árið áður. 

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f