Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan.
Ísey Skyr í matvöruverslun í Japan.
Mynd / MS
Fréttir 31. mars 2020

Ísey Skyr í 50 þúsund japanskar verslanir

Höfundur: smh

Mjólkursamsalan (MS) markaðssetti í dag Ísey Skyr í 50 þúsund japönskum verslunum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að líkast til sé um eina víðtækustu dreifingu á íslenskri vöru í erlendri smásölu að ræða.

Ísey Skyr er framleitt af fyrirtækinu Nippon Lkuna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. Í tilkynningunni kemur fram að íslenski skyrgerillinn sé lykilþáttur við framleiðslu vörunnar. „Ísey Skyr verður selt í öllum helstu matvöruverslunum Japans, í verslunum 7-11, Family Mart, Lawson, Aeon, Itokyokado, Kinokuniya, Seijo-Ishi og fleirum. Alls eru þetta um 50.000 verslanir,“ segir í tilkynningunni.

Góð viðbrögð nú þegar

„Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvara í Japan þá hefur Ísey Skyr fengið frábæra uppstillingu eða staðsetningu í flestum þessara verslana. Ísey Skyri er stillt upp við hlið mest seldu mjólkurvara Japans sem sýnir að trú verslananna á Ísey Skyri er mikil. Viðbrögðin við vörunni hafa verið mjög góð og hefur varan nú þegar í dag klárast í mörgum þessara verslana, skv. samstarfsaðilum MS í Japan.

Umfjöllun um Ísey Skyr í Nikkei, einu stærsta viðskiptadagblaði heims.


Ísey Skyr hefur jafnframt fengið frábærar viðtökur hjá blaðamönnum og má þar nefna hálfsíðu umfjöllun í stærsta viðskiptadagblaði heims, Nikkei, sem á m.a. Financial Times, og umfjöllun í Yomiyuri, einu útbreiddasta dagblaðs Japans.

Það er dótturfyrirtæki MS, Ísey útflutningur ehf. sem annast þetta verkefni fyrir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkurvörufyrirtækið Nippon Luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötframleiðandi heims, og japansk-íslenska fyrirtækið Takanawa,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Umfjöllun um Ísey Skyr í Yomiyuri, einu stærsta dagblaði Japans.


 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...