Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Allur ostur sem Mjólkursamsalan framleiðir og er seldur í bitum eða sneiðum fer í gegnum nýju pökkunarlínurnar á Bitruhálsi í Reykjavík.
Allur ostur sem Mjólkursamsalan framleiðir og er seldur í bitum eða sneiðum fer í gegnum nýju pökkunarlínurnar á Bitruhálsi í Reykjavík.
Mynd / ál
Viðtal 16. október 2025

Ostinum pakkað í Reykjavík

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalskrifstofur og höfuðstöðvar Mjólkursamsölunnar (MS) eru á Bitruhálsi í Reykjavík. Þar fer jafnframt fram pökkun á öllum bita- og sneiðaosti sem er framleiddur á Akureyri, Sauðárkróki, Egilsstöðum og í Búðardal. Enn fremur er Bitruháls helsta birgða- og dreifingarstöð MS á landinu. Samtals eru starfsmennirnir 170 hjá MS í Reykjavík.

Bændablaðið fékk að fylgjast með pökkun á osti, en MS tók nýlega í notkun nýtt og fullkomið kerfi sem miðar að því að auka sjálfvirkni, gera vinnuna auðveldari og auka gæði. Arnar Ingi Lúðvíksson er rekstrarstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og ber ábyrgð á ostapökkuninni og birgðunum. Þá er hann jafnframt rekstrarstjóri MS í Búðardal þar sem framleiddir eru allir mygluostar landsins, LGG+ og salatostar.

Osturinn kemur í stórum blokkum frá framleiðslustöðvum í Búðardal, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum.

Íslenskt hugvit leysti vandann

Arnar segir Mjólkursamsöluna hafa leitað til erlendra aðila þegar kom að því að þróa nýja pökkunarkerfið, en allir hafi vikið sér undan þar sem MS vildi eiga möguleika á því að vinna með þrjú vörunúmer á færibandinu í einu. Því hafi verið leitað til íslenskra aðila sem sáu um alla þróunarvinnu í samstarfi við MS.

Arnar Ingi Lúðvíksson, rekstrarstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, segir
Íslendinga hafa þróað pökkunarlínu sem ekki fékkst erlendis.

„Það er rúmt ár síðan þetta kerfi var komið í fulla virkni, en framkvæmdir hófust seinni part 2021,“ segir Arnar. „Þennan vinnslusal tókum við í notkun í maí 2023 og fljótlega upp úr því fórum við að hanna og þróa þetta innmötunarkerfi, eins og við köllum það. Þá er ég að tala um ostapökkunina eins og hún leggur sig.“

Starfsfólk virkjað í þróunarvinnu

„Í svona þróunarvinnu eru eðlilega hnökrar og stöðugt verið að betrumbæta. Þetta er orðið býsna gott núna, en við erum ekki hættir og erum enn að þróa þetta. Aðilarnir sem eru að vinna með okkur í þessu hafa verið mjög opnir og í þessu ferli hafa engar hugmyndir verið dæmdar það klikkaðar að þær hafi ekki verið skoðaðar.

Á hverjum degi er tólf til átján tonnum pakkað. Afköstin ráðast af því í hversu stórar einingar er pakkað.

Starfsfólkið hefur líka verið ótrúlega öflugt við að koma með sínar hugmyndir og er þetta í raun samvinna okkar allra. Ég er mjög stoltur af þessum hóp sem er þarna inni og það er gaman að vinna með þessu fólki.“

Tveir sinna starfi tuga

MS á Bitruhálsi tekur við ostinum í stórum blokkum frá starfsstöðvum MS á Akureyri og Búðardal og Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. „Við pökkum að meðaltali tólf tonnum á dag og förum alveg upp í átján tonn þegar mest er. Dagamunurinn skýrist af því hvort við erum að pakka í litlar einingar með átta sneiðum eða stærri með 25 sneiðum. Eins erum við með 300 eða 450 gramma bita, eða eitt kíló. Eins hefur áhrif ef við erum að vinna með mörg vörunúmer allan daginn.“

Færibandið byrjar í sérstöku móttökurými. Þaðan fer osturinn yfir á svokallað hreint svæði þar sem blokkirnar eru teknar úr umbúðum, þær skornar niður og pakkað í sölueiningar. Fullpökkuð vara ratar svo í sama rými og færibandið byrjar, þar sem hún er sett í kassa og starfsmenn koma ostinum í vörugeymslu. „Hérna eru bara tveir starfsmenn sem sjá til þess að koma öllum osti inn og taka allan ost frá. Ef við tækjum allan vélbúnaðinn í burtu og þetta væri unnið eins og í kringum 1980 þá þyrftu starfsmennirnir að vera nokkuð margir,“ segir Arnar.

Sjálfvirkur vélbúnaður sinnir verkefnum sem áður krafðist fjölda starfsmanna.

Hin mennska hönd nauðsynleg

Inni á hreina svæðinu les færibandið merkingarnar á blokkunum og deilir ostinum á viðeigandi stað á færibandinu. „Skynjararnir sjá hvar er pláss og kalla eftir þeim ost sem vantar hverju sinni. Það er engin hönd sem kemur að því.

Við viljum ekki vélvæða starf manneskjunnar sem tekur plastið utan af ostablokkunum, því þetta er eftirlitsstarf líka. Við erum búin að hanna róbót sem getur verið á þessari starfsstöð, en við ákváðum að nota hann ekki til þess að tryggja eftirlitið.“

Hérna sést stór lager af skagfirsku Goðdalaostunum sem bíður pökkunar.

Tækifæri í afskurðinum

„Þegar við erum að pakka í þessar föstu þyngdir er um það bil sjö prósent sem fer í afskurð. Hann fer ekki til spillis, heldur er hann sendur norður á Akureyri í bræðslu. Þessi afskurður hefur gert okkur gott, því hann hefur gefið okkur færi á að þróa vörur sem verða sífellt vinsælli,“ segir Arnar og vísar þá til allra smurosta og kryddosta. Ekki nema fimm til sjö kíló af osti lenda í sorpinu á hverjum degi.

Í geymslukæli MS á Bitruhálsi eru á hverjum tíma um 700 tonn af osti í blokkum og um 80 tonn af tilbúnum og pökkuðum osti. „Reglan er sú að við reynum að vera með tveggja vikna birgðir af hverju einasta vörunúmeri,“ segir Arnar. Þá þurfa sumar tegundir af osti að þroskast í dágóðan tíma og því nauðsynlegt að hafa stóran lager.

Skylt efni: Mjólkursamsalan

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára
Viðtal 26. apríl 2022

Enn þá jafn gaman og þegar ég var sextán ára

Baldur Sæmundsson, áfanga­stjóri í Menntaskólanum í Kópa­vogi, þar sem Hótel- og...

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein
Viðtal 8. apríl 2022

Mikilvægt að mennta fólk fyrir stækkandi atvinnugrein

Garðyrkjunám sem starfrækt er á Reykjum í Ölfusi mun tilheyra Fjölbrautaskóla Su...

Fann mína ástríðu í þessu starfi
Viðtal 8. desember 2021

Fann mína ástríðu í þessu starfi

„Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu þessu fólki í sveitunum, notið gestri...

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“
Viðtal 8. nóvember 2021

„Það eiga allir að gera erfðaskrá“

„Erfðaskrá er til þess fallin að leysa úr mörgum málum sem annars tæki tíma og o...

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“
Viðtal 13. júní 2021

„Fyrst og fremst er það hljómurinn sem heillar mig“

Talið er að harmonikkur hafi fyrst komið til Íslands með frönskum sjómönnum sem ...

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur
Viðtal 19. mars 2021

Ný Oddakirkja verður byggð og Sæmundarstofa verður menningar- og fræðasetur

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum
Viðtal 12. febrúar 2021

Landbúnaður á Íslandi stendur frammi fyrir mörgum og ólíkum áskorunum

Vigdís Häsler lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Ísla...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Viðtal 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt