Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar stofnað
Fréttir 4. júlí 2018

Nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar stofnað

Öll erlend starfsemi Mjólkursamsölunnar hefur verið nú verið flutt yfir í nýstofnað dótturfélag MS en frá og með 1. júlí heyrir allur útflutningur fyrirtækisins undir, Ísey útflutning ehf. (Ísey Export ltd.)

Þessar breytingar eru liður í því að setja meiri kraft og fókus á alþjóðlega vörumerkið Ísey skyr á erlendum mörkuðum. Ísey skyr er nú fáanlegt í 15 löndum og umsvifin alltaf að aukast enda gríðarlega mikill áhugi á íslenska skyrinu um heim allan. Ísey útflutningur ehf. sér einnig um allan annan útflutning á vörum sem MS selur á erlenda markaði.

Í fréttatilkynnigu frá MS segir að þeir starfsmenn sem áður unnu á útflutningssviði MS munu flytjast með yfir í dótturfyrirtækið og hafa þessar breytingar engin áhrif á daglega starfsemi. Jón Axel Pétursson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS sem hann hefur sinnt frá árinu 2007 og tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Ísey útflutningi ehf. Þá mun Erna Erlendsdóttir, sem sinnt hefur starfi útflutningsstjóra MS, taka við sem sölu- og markaðsstjóri hjá nýja félaginu.

Að sögn Jóns Axels Péturssonar, framkvæmdastjóra Ísey útflutnings ehf., eru þetta skynsamlegar breytingar til að fylgja eftir þeim fjölmörgu tækifærum sem hið alþjóðlega vörumerki Ísey skyr stendur frammi fyrir. „Það eru mörg sóknartækifæri framundan fyrir Ísey skyr og töldum við skynsamlegt að halda utan um þessi tækifæri og efla starfið í sérstöku félagi sem einbeitir sér að þessum verkefnum. Með þessu getum við jafnframt sinnt þjónustu við viðskipavini okkar enn betur og einfaldað verkferla til mikilla muna.“

Ísey skyr er nú selt á eftirfarandi erlendum mörkuðum:  Norðurlöndunum, Færeyjum, Bretlandi, Írlandi, Möltu, Sviss, Rússlandi, Hollandi, Lúxemborg, Belgíu og Ítalíu. Í byrjun næsta árs munu svo fleiri lönd bætast í hópinn þegar sala á Ísey skyri hefst í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Japan.
 

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...