Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar stofnað
Fréttir 4. júlí 2018

Nýtt dótturfélag Mjólkursamsölunnar stofnað

Öll erlend starfsemi Mjólkursamsölunnar hefur verið nú verið flutt yfir í nýstofnað dótturfélag MS en frá og með 1. júlí heyrir allur útflutningur fyrirtækisins undir, Ísey útflutning ehf. (Ísey Export ltd.)

Þessar breytingar eru liður í því að setja meiri kraft og fókus á alþjóðlega vörumerkið Ísey skyr á erlendum mörkuðum. Ísey skyr er nú fáanlegt í 15 löndum og umsvifin alltaf að aukast enda gríðarlega mikill áhugi á íslenska skyrinu um heim allan. Ísey útflutningur ehf. sér einnig um allan annan útflutning á vörum sem MS selur á erlenda markaði.

Í fréttatilkynnigu frá MS segir að þeir starfsmenn sem áður unnu á útflutningssviði MS munu flytjast með yfir í dótturfyrirtækið og hafa þessar breytingar engin áhrif á daglega starfsemi. Jón Axel Pétursson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS sem hann hefur sinnt frá árinu 2007 og tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá Ísey útflutningi ehf. Þá mun Erna Erlendsdóttir, sem sinnt hefur starfi útflutningsstjóra MS, taka við sem sölu- og markaðsstjóri hjá nýja félaginu.

Að sögn Jóns Axels Péturssonar, framkvæmdastjóra Ísey útflutnings ehf., eru þetta skynsamlegar breytingar til að fylgja eftir þeim fjölmörgu tækifærum sem hið alþjóðlega vörumerki Ísey skyr stendur frammi fyrir. „Það eru mörg sóknartækifæri framundan fyrir Ísey skyr og töldum við skynsamlegt að halda utan um þessi tækifæri og efla starfið í sérstöku félagi sem einbeitir sér að þessum verkefnum. Með þessu getum við jafnframt sinnt þjónustu við viðskipavini okkar enn betur og einfaldað verkferla til mikilla muna.“

Ísey skyr er nú selt á eftirfarandi erlendum mörkuðum:  Norðurlöndunum, Færeyjum, Bretlandi, Írlandi, Möltu, Sviss, Rússlandi, Hollandi, Lúxemborg, Belgíu og Ítalíu. Í byrjun næsta árs munu svo fleiri lönd bætast í hópinn þegar sala á Ísey skyri hefst í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Japan.
 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...