Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðalfundur MS: Bændur fá greitt fullt afurðastöðvaverð út árið 2016
Fréttir 5. mars 2015

Aðalfundur MS: Bændur fá greitt fullt afurðastöðvaverð út árið 2016

Höfundur: smh

Hagnaður Mjólkursamsölunnar (MS) fyrir skatta nam 322 milljónum króna á síðasta ári og er 114 milljónum meiri en á árinu 2013. Er betri afkoma skýrð með aukinni starfsemi á erlendri grundu. Bændum verður greitt fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út árið 2016.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MS. Þó hafa engar hækkanir orðið á heildsöluverði í eitt og hálft ár. Betri afkoma á erlendum mörkuðum helgast af viðskiptum með skyr og af leyfisgjöldum frá fyrirtækjum sem framleiðs skyr með leyfissamningum. Afkoman af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnskostnað árið 2014 var  1.148 milljónir króna og batnaði um 370 milljónir króna milli ára.

Í tilkynningunni er haft eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að þessi góða afkoma fyrirtækisins sé ekki hátt hlutfall af 24,5 milljarða króna veltu fyrirtækisins. „Þetta endurspeglar  sérstaka stöðu Mjólkursamsölunnar.  Fyrirtækið verðleggur ekki eigin afurðir.  Það er ekki stefna fyrirtækisins að hámarka hagnað í starfseminni heldur lágmarka kostnað og skila ábata af árangri í rekstrinum til neytenda og til bænda í gegnum verðlag á hráefni og afurðum.  Á undanförnum áratug hefur hagræðing í mjólkuriðnaði verið um 3 milljarðar króna á ársgrunni.  Fyrir vikið hefur verið hægt að hækka hráefnisverð til bænda töluvert umfram neysluvísitölu án þess að það skilaði sér út í verðlagið nema að hluta. Afurðaverð á markaði hefur hækkað minna en nemur almennum verðlagshækkunum og engin hækkun hefur orðið á heildsöluverði mjólkurafurða í eitt og hálft ár,“ segir Einar.

Í tilkynningunni kemur fram að á aðalfundi Mjólkursamsölunnar í dag hafi Egill Sigurðsson, kúabóndi á Berustöðum og stjórnarformaður fyrirtækisins, greint frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að greiða bændum fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk út gildistíma búvörusamninga í árslok 2016.

„Mjólkursamsalan gegnir lykilhlutverki í birgðastýringu mjólkurframleiðslu í landinu.  Aukin eftirspurn eftir fituríkari afurðum frá 2011 nemur framleiðslu 150 kúabúa.  Slíkum vexti er afar erfitt að mæta þegar haft er í huga að það tekur 3 ár að ala upp gripi til mjólkurframleiðslu.  Það er líka rétt að hafa hugfast að eftirspurn eftir próteinhluta mjólkurinnar er mun minni en eftir fituhlutanum.  Það hefur því þyngt rekstur Mjólkursamsölunnar að yfirborga hluta framleiðslunnar  til að skapa bændum hvata til að framleiða meira og tryggja nægjanlegt framboð.

Á undanförnum fimm árum hefur Mjólkursamsalan byggt upp skyrmarkað erlendis í samstarfi við erlenda framleiðendur og með eigin útflutningi. Gert er ráð fyrir að árið 2015 verði veltan á þessum skyrmarkaði, sem gefur Mjólkursamsölunni hagnaðarhlut, um 9 milljarðar króna.  Það samsvarar ríflega 40% af heildarveltu fyrirtækisins á Íslandi.“

Skylt efni: Mjólkursamsalan

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...