Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Róttækar aðgerðir Auðhumlu til að tryggja framleiðsluferla
Mynd / smh
Fréttir 27. mars 2020

Róttækar aðgerðir Auðhumlu til að tryggja framleiðsluferla

Höfundur: Ritstjórn

Auðhumla hefur sent mjólkurframleiðendum tilkynningu um að víða hafi verið gripið til róttækra aðgerða til að tryggja framleiðsluferla Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu. Öllum samlögum hafi til að mynda verið lokað utanaðkomandi.

Þá hafi verið ákveðið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir. Ákvörðunin er tekin í samráði við aðgerðarhóp Bændasamtaka Íslands til að girða fyrir smitleiðir vegna COVID-19. Gildi fyrirkomulagið meðan ástandið varir.

„Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi.  Ef upp koma neyðartilfelli þá endilega verið í sambandi við gæðaráðgjafa Auðhumlu.  Varðandi tengingu á fjölda kýrsýna við beingreiðslur þá er erindi í ráðuneytinu til úrvinnslu um að gefa undanþágu á fjölda sýna sem þurft hefur að uppfylla,“ segir í tilkynningunni.

Önnur atriði sem Auðhumla hefur gripið til og telur vert að vekja athygli á eru eftirfarandi:

  • „Gæðaráðgjafar eru ekki lengur með starfsaðstöðu í samlögunum. Þeir eru í tölvu- og símasambandi. Símanúmer eru á forsíðu Auðhumlu  audhumla.is
  • Heimsóknir gæðaráðgjafa til mjólkurframleiðenda varðandi öflun aukasýna verða takmarkaðar eins og kostur er. Enginn framleiðendi verður heimsóttur nema í ýtrustu neyð og í samráði við viðkomandi.
  • Ef upp koma tilfelli þar sem vafi er um mjólkurgæði, verður alltaf fyrsti kostur að láta mjólkurbílstjóra taka sýni.
  • Hafið samband við gæðaráðgjafa ef eitthvað er óljóst.
  • Mjólkurbílstjórar eru nú með einnota hanska og handspritt meðferðis í mjólkurbílunum. Framleiðendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa ílát eða poka inni í mjólkurhúsinu þar sem bílstjórar geta losað sig við hanskana að notkun lokinni. Eins eru framleiðendur beðnir að forðast samskipti við bílstjóra eins og kostur er meðan þetta ástand varir.
  • Leiðbeiningar til matvælaframleiðenda er að finna á https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/koronaveiran-og-framleidsla-graenmetis-og-dyraafurda  
  • Einnig eru góð ráð að finna hjá RML https://www.rml.is/is/starfsemi/frettir/smitvarnir-vegna-covid-19.“

Í tilkynningunni kemur fram einnnig fram að að deildarfundum sem eftir var að halda hafi verið frestað ótímabundið sem og aðalfundi þar til ástandið batnar. Verður upplýst um það síðar þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.

„Þið ágætu framleiðendur ásamt afurðafélögum ykkar er mikilvægur hlekkur í matvælaöryggi þjóðarinnar og aldrei eins og nú þegar á reynir fyrir alvöru.

Vonandi átta stjórnvöld sig á þessari staðreynd og tryggja hag landbúnaðarins betur hér eftir en undanfarin ár og munið að sól hækkar á lofti og þessu ástandi linnir.

Gætum vel að sóttvörnum og höldum áfram að framleiða okkur góðu landbúnaðarvörur.

Þannig komust við í gegnum þetta og horfum fram á betri tíð,“ segir í lok tilkynningarinnar, sem Garðar Eiríksson framkvæmdatjóri Auðhumlu skrifar undir.
 

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...