Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Mynd / MHH
Líf og starf 9. nóvember 2021

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var stór hópur boðsgesta, sem mætti á formlega opnun Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi fimmtudaginn 21. október. Um er að ræða nýja upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður.

Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands, með foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Gunnari Björnssyni og Rut Fjölnisdóttur, sem eru að sjálfsögðu mjög stolt af dóttur sinni.

Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna, sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. 

Starfsmenn MS á Selfossi, þau Jóna Steingrímsdóttir og Björn Magnússon (t.v.) og kúabændurnir í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, þau Samúel Eyjólfsson og Þórunn Andrésdóttir, mættu við opnunina, alsæl með nýju sýninguna.

Ari Edwald hjá MS og Magnús H. Sigurðsson, fyrrverandi bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, eru mjög ánægðir og stoltir af nýja Skyrlandinu í nýja miðbænum á Selfossi.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | Skyr | Skyrland

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.

Feitur maður fótbrotnar
Líf og starf 3. júlí 2025

Feitur maður fótbrotnar

Eitt af svipmeiri stórbýlum landsins er Vallanes á Héraði, eða Vallanes á Völlum...

Góður bíll – punktur!
Líf og starf 3. júlí 2025

Góður bíll – punktur!

Að þessu sinni er tekinn fyrir hinn nýi Kia EV3 rafmagnsbíll. Þetta er fólksbíll...

Skákfélag Vestfjarða stofnað
Líf og starf 1. júlí 2025

Skákfélag Vestfjarða stofnað

Þann 30. maí síðastliðinn var Skákfélag Vestfjarða formlega stofnað. Áður hafði ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. júní 2025

Stjörnuspá vikunnar

Fjármál vatnsberans verða stöðugri en áður ef hann heldur áfram að fylgja þeirri...