Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Mynd / MHH
Líf og starf 9. nóvember 2021

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var stór hópur boðsgesta, sem mætti á formlega opnun Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi fimmtudaginn 21. október. Um er að ræða nýja upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður.

Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands, með foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Gunnari Björnssyni og Rut Fjölnisdóttur, sem eru að sjálfsögðu mjög stolt af dóttur sinni.

Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna, sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. 

Starfsmenn MS á Selfossi, þau Jóna Steingrímsdóttir og Björn Magnússon (t.v.) og kúabændurnir í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, þau Samúel Eyjólfsson og Þórunn Andrésdóttir, mættu við opnunina, alsæl með nýju sýninguna.

Ari Edwald hjá MS og Magnús H. Sigurðsson, fyrrverandi bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, eru mjög ánægðir og stoltir af nýja Skyrlandinu í nýja miðbænum á Selfossi.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | Skyr | Skyrland

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...