Skylt efni

Skyr

MS vann til verðlauna
Fréttir 7. nóvember 2022

MS vann til verðlauna

Mjólkursamlagið á Sel­fossi sigraði í flokki neyslu­mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku.

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi
Líf og starf 9. nóvember 2021

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi

Það var stór hópur boðsgesta, sem mætti á formlega opnun Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi fimmtudaginn 21. október. Um er að ræða nýja upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður.

Íslenska skyrið hlutskarpast af 37 tegundum
Fréttir 13. nóvember 2020

Íslenska skyrið hlutskarpast af 37 tegundum

Á dögunum könnuðu Netenda-samtökin í Bandaríkjunum (Consumer Reports) bragðgæði og hollustu 37 skyrtegunda þar í landi og fékk skyrið frá Icelandic Provisions, sem er samstarfsaðili MS, hæstu einkunn. Mjólkursamsalan á um 15% hlut í félaginu og hefur átt gott samstarf við Icelandic Provisions í þrjú ár um framleiðslu á skyrinu þar vestra. 

Frostþurrkað skyr væntanlegt á markað
Fréttir 6. nóvember 2020

Frostþurrkað skyr væntanlegt á markað

Frosti Skyr er heiti á frostþurrkuðu skyri, vöru sem tvær stöllur úr matvælafræðinámi í Háskóla Íslands hafa verið með í þróun frá því í janúar á þessu ári. Á undanförnum vikum hafa þær fengið tvenn bronsverðlaun í frumkvöðlakeppnum, fyrst Gullegginu og síðan Ecotrophelia fyrir skemmstu sem er eins konar Evrópukeppni háskólanema í matvælanýsköpun. 

HM-skyrið í Rússlandi
Skoðun 21. júní 2018

HM-skyrið í Rússlandi

Fulltrúar bænda, MS, KS og fleiri voru í síðustu viku viðstaddir vígslu nýrrar verksmiðju í Novgorod í Rússlandi sem framleiðir Íseyjar skyr þar í landi eftir íslenskri uppskrift.

Skyrstofa Erpsstaða opnar dyrnar
Fréttir 24. apríl 2018

Skyrstofa Erpsstaða opnar dyrnar

Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum hefur í nokkur ár framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins.

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum
Fréttir 5. apríl 2018

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum

Á Erpsstöðum í Dölum hafa frumkvöðlarnir og kúabændurnir Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir rekið fjölbreytta starfsemi. Um árabil hafa þau hjónin tekið á móti gestum í Rjómabúið þar sem hægt er að kaupa framleiðsluvörur búsins, m.a. ís, osta og hið landsfræga skyrkonfekt.

Íslenska skyrið vann með glæsibrag
Fræðsluhornið 30. október 2017

Íslenska skyrið vann með glæsibrag

Alþjóðlega matvælakeppnin International FOOD contest 2017 var haldin 3.-5. október sl. í Herning í Danmörku.

Íslenskt skyr í fararbroddi meðal alþjóðlegra mjólkurvara
Fréttir 6. október 2017

Íslenskt skyr í fararbroddi meðal alþjóðlegra mjólkurvara

Ísey skyr með bökuðum eplum vann heiðursverðlaun í skyrflokknum á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin er í Herning í Danmörku dagana 3.-5. október. Ísey skyr með bökuðum eplum hlaut einkunnina 14,68 en hæsta mögulega einkunn er 15.