Skylt efni

Skyr

MS vann til verðlauna
Fréttir 7. nóvember 2022

MS vann til verðlauna

Mjólkursamlagið á Sel­fossi sigraði í flokki neyslu­mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku.

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi
Líf og starf 9. nóvember 2021

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi

Það var stór hópur boðsgesta, sem mætti á formlega opnun Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi fimmtudaginn 21. október. Um er að ræða nýja upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður.

Íslenska skyrið hlutskarpast af 37 tegundum
Fréttir 13. nóvember 2020

Íslenska skyrið hlutskarpast af 37 tegundum

Á dögunum könnuðu Netenda-samtökin í Bandaríkjunum (Consumer Reports) bragðgæði og hollustu 37 skyrtegunda þar í landi og fékk skyrið frá Icelandic Provisions, sem er samstarfsaðili MS, hæstu einkunn. Mjólkursamsalan á um 15% hlut í félaginu og hefur átt gott samstarf við Icelandic Provisions í þrjú ár um framleiðslu á skyrinu þar vestra. 

Frostþurrkað skyr væntanlegt á markað
Fréttir 6. nóvember 2020

Frostþurrkað skyr væntanlegt á markað

Frosti Skyr er heiti á frostþurrkuðu skyri, vöru sem tvær stöllur úr matvælafræðinámi í Háskóla Íslands hafa verið með í þróun frá því í janúar á þessu ári. Á undanförnum vikum hafa þær fengið tvenn bronsverðlaun í frumkvöðlakeppnum, fyrst Gullegginu og síðan Ecotrophelia fyrir skemmstu sem er eins konar Evrópukeppni háskólanema í matvælanýsköpun. 

HM-skyrið í Rússlandi
Skoðun 21. júní 2018

HM-skyrið í Rússlandi

Fulltrúar bænda, MS, KS og fleiri voru í síðustu viku viðstaddir vígslu nýrrar verksmiðju í Novgorod í Rússlandi sem framleiðir Íseyjar skyr þar í landi eftir íslenskri uppskrift.

Skyrstofa Erpsstaða opnar dyrnar
Fréttir 24. apríl 2018

Skyrstofa Erpsstaða opnar dyrnar

Rjómabúið Erpsstaðir í Dölum hefur í nokkur ár framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins.

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum
Fréttir 5. apríl 2018

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum

Á Erpsstöðum í Dölum hafa frumkvöðlarnir og kúabændurnir Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir rekið fjölbreytta starfsemi. Um árabil hafa þau hjónin tekið á móti gestum í Rjómabúið þar sem hægt er að kaupa framleiðsluvörur búsins, m.a. ís, osta og hið landsfræga skyrkonfekt.

Íslenska skyrið vann með glæsibrag
Á faglegum nótum 30. október 2017

Íslenska skyrið vann með glæsibrag

Alþjóðlega matvælakeppnin International FOOD contest 2017 var haldin 3.-5. október sl. í Herning í Danmörku.

Íslenskt skyr í fararbroddi meðal alþjóðlegra mjólkurvara
Fréttir 6. október 2017

Íslenskt skyr í fararbroddi meðal alþjóðlegra mjólkurvara

Ísey skyr með bökuðum eplum vann heiðursverðlaun í skyrflokknum á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin er í Herning í Danmörku dagana 3.-5. október. Ísey skyr með bökuðum eplum hlaut einkunnina 14,68 en hæsta mögulega einkunn er 15.