Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Alfa og Aníta Þórunn með bronsverðlaunin í frumkvöðlakeppninni Gullegginu.
Guðrún Alfa og Aníta Þórunn með bronsverðlaunin í frumkvöðlakeppninni Gullegginu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. nóvember 2020

Frostþurrkað skyr væntanlegt á markað

Höfundur: smh

Frosti Skyr er heiti á frostþurrkuðu skyri, vöru sem tvær stöllur úr matvælafræðinámi í Háskóla Íslands hafa verið með í þróun frá því í janúar á þessu ári. Á undanförnum vikum hafa þær fengið tvenn bronsverðlaun í frumkvöðlakeppnum, fyrst Gullegginu og síðan Ecotrophelia fyrir skemmstu sem er eins konar Evrópukeppni háskólanema í matvælanýsköpun. 

Stofnendur Frosta Skyr heita Aníta Þórunn Þráinsdóttir og Guðrún Alfa Einarsdóttir og fengu þær hugmyndina að vörunni í byrjun þessa árs. 

„Við kynntumst frostþurrkunaraðferðinni í náminu okkar. En með frostþurrkun er hægt að lengja geymsluþol og þægindi margra mismunandi matvæla. Frostþurrkun hefur ekki áhrif á helstu skynmats eiginleika skyrsins eins og bragð, áferð og lykt,“ segir Aníta Þórunn.

Þörungurinn spírulína gefur Frosta Skyri fallegan bláan lit og aukið næringargildi.

Umbúðalaust skyr í fyrsta skipti með Frosta Skyr

Með frostþurrkuðu skyri að leiðarljósi hafa þær Aníta Þórunn og Guðrún Alfa hannað og markaðssett frostþurrkað skyr sem vöru og með áður óþekktum áherslum. 

„Við ætlum að kynna bláu spírulínuna fyrir landanum og að selja íslenskt skyr í fyrsta skiptið umbúðalaust. En síðast en ekki síst að sporna gegn matarsóun á því,“ segja þær

„Matarsóun á hinum ýmsu matvælum er gríðarlegt vandamál og er íslenska skyrið þar engin undantekning. Um 10.000 skömmtum af skyri er hent árlega, einungis hjá einni íslenskri verslunarkeðju. Með Frosta Skyr gefst kostur á því að frostþurrka skyr sem komið er á síðasta söludag og lengja endingartíma þess úr einum mánuði upp í mörg ár,“ segir Aníta, en vill ekki að svo komnu máli gefa upp hvaðan þær muni fá hráefni sitt. Það sé hins vegar ljóst, hvort sem þær muni kaupa skyr frá framleiðanda eða framleiða það sjálfar, að stefnan sé að hafa Frosta Skyr laktósafrían og framleiða hágæða vöru sem neytendur þekkja og treysta.

Með nánast söluhæfa vöru

„Við höfum unnið dag og nótt að vöruþróuninni frá því í janúar og erum nánast komnar með söluhæfa vöru í hendurnar. Framhaldið hjá okkur eru samningaviðræður við íslensk fyrirtæki. En nú í fyrsta skipti með Frosta Skyr gefst kostur á því að selja mikið magn af íslensku skyri erlendis,“ segir Guðrún Alfa. 

Þær segja að frostþurrkunin geri það að verkum að allur flutningur verður hagkvæmari. 

„Hár flutningskostnaður hefur hingað til verið mjög íþyngjandi í útflutningi á rúmfrekri ferskvöru sem íslenska skyrið er. En með því að frostþurrka skyrið gefst kostur á því að flytja út fimm sinnum meira magn fyrir sama verð þar sem að skyrið er orðið 80 prósent léttara. 

Stefnan er sett bæði á innlendan og erlendan markað. Frosti Skyr er tilvalinn sem íslenskt próteinduft og getur verið staðgengill innflutts próteindufts að einhverju leyti. Einnig er Frosti tilvalinn í þessu ástandi sem ríkir í samfélaginu þegar að fólk er að fækka búðarferðum en vill kaupa holl matvæli með langan geymslutíma. Frosti Skyr stuðlar jafnframt að sjálfbærni og nýtingu innlendra afurða.“

Næringarríkur þörungur gefur fallegan lit

„Spírulína er þörungur og er ein næringarríkasta fæða sem völ er á í heiminum, eða svokölluð ofurfæða. Bláa spírulínan sem við notum í Frosta Skyr er alveg laus við fiskibragðið sem margir tengja við þörunga. Þar af leiðandi er blá spírulína tilvalin sem viðbót í matvæli. Spírulínan eykur næringargildið í Frosta Skyr ásamt því að gefa þennan fallega bláa lit,“ segja þær.

Aníta Þórunn bætir við að viðurkenningarinnar sem þær hafa fengið að undanförnu hafi gefið þeim mikla reynslu. „Þær eru frábær stökkpallur inn í framtíðina. Að fá þessar viðurkenningar segir okkur jafnframt að við séum á réttri braut og að Frosti Skyr eigi góða möguleika á markaðnum.“ 

Frosti Skyr sem búið er að hræra upp með vatni.

Skylt efni: Frosti Skyr | Skyr

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...