Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum.
Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum.
Mynd / Matís
Fréttir 5. apríl 2018

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum

Höfundur: TB

Á Erpsstöðum í Dölum hafa frumkvöðlarnir og kúabændurnir Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir rekið fjölbreytta starfsemi. Um árabil hafa þau hjónin tekið á móti gestum í Rjómabúið þar sem hægt er að kaupa framleiðsluvörur búsins, m.a. ís, osta og hið landsfræga skyrkonfekt. Í nokkur ár hafa Erpsstaðabændur framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins. Núna er verið að leggja lokahönd á uppsetningu á sögusýningu, fræðslusetri og smakkbar á hinu hefðbundna íslenska skyri og verður formleg opnun 8. apríl.

Skyrverkefnið var unnið í samstarfi við Matís út frá hugmyndafræði ÉCONOMUSÉE® samtakanna, svokallaðra hagleikssmiðja. Hönnuðurinn Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er listrænn stjórnandi verkefnisins og fékk hún myndlistarmanninn Auði Lóu Guðnadóttur til liðs við sig við uppsetningu sýningarinnar.

Erpsstaðir í hóp alþjóðlegra hagleikssmiðja

Við opnunina gengur Rjómabúið Erpsstaðir inn í alþjóðlegu samtökin ÉCONOMUSÉE® network. Þau eru samtök handverksfyrirtækja sem viðurkennd eru fyrir gæði sín og sérstöðu og opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð. Um 80 handverksfyrirtæki í átta löndum eru nú aðilar að samtökunum. Hér á landi eru þrír aðilar í samtökunum; Sútunarverksmiðjan Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki, Leir 7, leirverkstæði og "Smávinir - tréskurður" í Stykkishólmi.

Markmið ÉCONOMUSÉE® Network er að halda í heiðri handverki og handverksþekkingu samhliða því að tryggja hagvöxt í dreifbýli. Matís er fulltrúi ÉCONOMUSÉE® network á Íslandi.

Skylt efni: Erpsstaðir | Skyr

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...