Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum.
Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum.
Mynd / Matís
Fréttir 5. apríl 2018

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum

Höfundur: TB

Á Erpsstöðum í Dölum hafa frumkvöðlarnir og kúabændurnir Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir rekið fjölbreytta starfsemi. Um árabil hafa þau hjónin tekið á móti gestum í Rjómabúið þar sem hægt er að kaupa framleiðsluvörur búsins, m.a. ís, osta og hið landsfræga skyrkonfekt. Í nokkur ár hafa Erpsstaðabændur framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins. Núna er verið að leggja lokahönd á uppsetningu á sögusýningu, fræðslusetri og smakkbar á hinu hefðbundna íslenska skyri og verður formleg opnun 8. apríl.

Skyrverkefnið var unnið í samstarfi við Matís út frá hugmyndafræði ÉCONOMUSÉE® samtakanna, svokallaðra hagleikssmiðja. Hönnuðurinn Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er listrænn stjórnandi verkefnisins og fékk hún myndlistarmanninn Auði Lóu Guðnadóttur til liðs við sig við uppsetningu sýningarinnar.

Erpsstaðir í hóp alþjóðlegra hagleikssmiðja

Við opnunina gengur Rjómabúið Erpsstaðir inn í alþjóðlegu samtökin ÉCONOMUSÉE® network. Þau eru samtök handverksfyrirtækja sem viðurkennd eru fyrir gæði sín og sérstöðu og opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð. Um 80 handverksfyrirtæki í átta löndum eru nú aðilar að samtökunum. Hér á landi eru þrír aðilar í samtökunum; Sútunarverksmiðjan Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki, Leir 7, leirverkstæði og "Smávinir - tréskurður" í Stykkishólmi.

Markmið ÉCONOMUSÉE® Network er að halda í heiðri handverki og handverksþekkingu samhliða því að tryggja hagvöxt í dreifbýli. Matís er fulltrúi ÉCONOMUSÉE® network á Íslandi.

Skylt efni: Erpsstaðir | Skyr

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...