Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum.
Þorgrímur E. Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum.
Mynd / Matís
Fréttir 5. apríl 2018

Skyrsýning og skyrbar á Erpsstöðum

Höfundur: TB

Á Erpsstöðum í Dölum hafa frumkvöðlarnir og kúabændurnir Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir rekið fjölbreytta starfsemi. Um árabil hafa þau hjónin tekið á móti gestum í Rjómabúið þar sem hægt er að kaupa framleiðsluvörur búsins, m.a. ís, osta og hið landsfræga skyrkonfekt. Í nokkur ár hafa Erpsstaðabændur framleitt skyr upp á gamla mátann, kynnt framleiðsluaðferðina og sagt ferðamönnum sögu skyrsins. Núna er verið að leggja lokahönd á uppsetningu á sögusýningu, fræðslusetri og smakkbar á hinu hefðbundna íslenska skyri og verður formleg opnun 8. apríl.

Skyrverkefnið var unnið í samstarfi við Matís út frá hugmyndafræði ÉCONOMUSÉE® samtakanna, svokallaðra hagleikssmiðja. Hönnuðurinn Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er listrænn stjórnandi verkefnisins og fékk hún myndlistarmanninn Auði Lóu Guðnadóttur til liðs við sig við uppsetningu sýningarinnar.

Erpsstaðir í hóp alþjóðlegra hagleikssmiðja

Við opnunina gengur Rjómabúið Erpsstaðir inn í alþjóðlegu samtökin ÉCONOMUSÉE® network. Þau eru samtök handverksfyrirtækja sem viðurkennd eru fyrir gæði sín og sérstöðu og opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð. Um 80 handverksfyrirtæki í átta löndum eru nú aðilar að samtökunum. Hér á landi eru þrír aðilar í samtökunum; Sútunarverksmiðjan Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki, Leir 7, leirverkstæði og "Smávinir - tréskurður" í Stykkishólmi.

Markmið ÉCONOMUSÉE® Network er að halda í heiðri handverki og handverksþekkingu samhliða því að tryggja hagvöxt í dreifbýli. Matís er fulltrúi ÉCONOMUSÉE® network á Íslandi.

Skylt efni: Erpsstaðir | Skyr

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.