Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MS vann til verðlauna
Fréttir 7. nóvember 2022

MS vann til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið á Sel­fossi sigraði í flokki neyslu­mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku.

Tilkynnt var um úrslitin þriðjudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Keppendur komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og voru 1.500 vörur skráðar til leiks. Keppt var í þremur flokkum. Í flokki osta sigraði útibú Arla í Taulov í Danmörku með Maasdammer ost. Í flokki smjörs og blandaðra vara vann Arla í Götene í Svíþjóð fyrir Bregott Havsalt viðbitið. Að lokum var MS á Selfossi sigurvegari í flokki neyslumjólkurvara fyrir áðurnefnt skyr. Bændablaðið ræddi við Svend Jörgenssen, aðstoðarrekstrarstjóra MS á Selfossi og mjólkurtæknifræðing. Hann sagði að Mjólkursamlagið hefði sent út nálægt 70 vörur og mörgum þeirra hefði vegnað vel í keppninni. Að auki við að verðlauna sigurvegara í hverjum flokki var vörum sem sköruðu fram úr veitt gull-, silfur- og bronsviðurkenningar.

Svend segir að MS hafi oft keppt í þessari keppni og átt velgengni að fagna í áðurnefndum flokki. Árið 2017 sigraði MS fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og árið 2012 var Kókómjólkin hlutskörpust neyslumjólkurvara.

Níu manns fóru sem fulltrúar MS á keppnina og var hluti þeirra í dómnefndum. Þau sem lögðu mat á gæði varnings þurftu að framkvæma prófanir án þess að sjá umbúðir eða vita hvað fyrir þau var lagt.

Skylt efni: Skyr

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...