Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
MS vann til verðlauna
Fréttir 7. nóvember 2022

MS vann til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið á Sel­fossi sigraði í flokki neyslu­mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku.

Tilkynnt var um úrslitin þriðjudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Keppendur komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og voru 1.500 vörur skráðar til leiks. Keppt var í þremur flokkum. Í flokki osta sigraði útibú Arla í Taulov í Danmörku með Maasdammer ost. Í flokki smjörs og blandaðra vara vann Arla í Götene í Svíþjóð fyrir Bregott Havsalt viðbitið. Að lokum var MS á Selfossi sigurvegari í flokki neyslumjólkurvara fyrir áðurnefnt skyr. Bændablaðið ræddi við Svend Jörgenssen, aðstoðarrekstrarstjóra MS á Selfossi og mjólkurtæknifræðing. Hann sagði að Mjólkursamlagið hefði sent út nálægt 70 vörur og mörgum þeirra hefði vegnað vel í keppninni. Að auki við að verðlauna sigurvegara í hverjum flokki var vörum sem sköruðu fram úr veitt gull-, silfur- og bronsviðurkenningar.

Svend segir að MS hafi oft keppt í þessari keppni og átt velgengni að fagna í áðurnefndum flokki. Árið 2017 sigraði MS fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og árið 2012 var Kókómjólkin hlutskörpust neyslumjólkurvara.

Níu manns fóru sem fulltrúar MS á keppnina og var hluti þeirra í dómnefndum. Þau sem lögðu mat á gæði varnings þurftu að framkvæma prófanir án þess að sjá umbúðir eða vita hvað fyrir þau var lagt.

Skylt efni: Skyr

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...