Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
MS vann til verðlauna
Fréttir 7. nóvember 2022

MS vann til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mjólkursamlagið á Sel­fossi sigraði í flokki neyslu­mjólkurvara í keppninni International Dairy Contest í Herning, Danmörku.

Tilkynnt var um úrslitin þriðjudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Keppendur komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku og voru 1.500 vörur skráðar til leiks. Keppt var í þremur flokkum. Í flokki osta sigraði útibú Arla í Taulov í Danmörku með Maasdammer ost. Í flokki smjörs og blandaðra vara vann Arla í Götene í Svíþjóð fyrir Bregott Havsalt viðbitið. Að lokum var MS á Selfossi sigurvegari í flokki neyslumjólkurvara fyrir áðurnefnt skyr. Bændablaðið ræddi við Svend Jörgenssen, aðstoðarrekstrarstjóra MS á Selfossi og mjólkurtæknifræðing. Hann sagði að Mjólkursamlagið hefði sent út nálægt 70 vörur og mörgum þeirra hefði vegnað vel í keppninni. Að auki við að verðlauna sigurvegara í hverjum flokki var vörum sem sköruðu fram úr veitt gull-, silfur- og bronsviðurkenningar.

Svend segir að MS hafi oft keppt í þessari keppni og átt velgengni að fagna í áðurnefndum flokki. Árið 2017 sigraði MS fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum og árið 2012 var Kókómjólkin hlutskörpust neyslumjólkurvara.

Níu manns fóru sem fulltrúar MS á keppnina og var hluti þeirra í dómnefndum. Þau sem lögðu mat á gæði varnings þurftu að framkvæma prófanir án þess að sjá umbúðir eða vita hvað fyrir þau var lagt.

Skylt efni: Skyr

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.