Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns
Mynd / Bbl
Fréttir 7. september 2021

Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns

Höfundur: smh

Sóttvarnaleiðbeiningar vegna gangna og rétta út hafa verið gefnar út. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út almenna undanþágu varðandi fjöldatakmörk í réttum á öllu landinu á grundvelli þess að um kerfislega og efnahagslega mikilvæga starfsemi sé að ræða og verða fjöldatakmarkanir því miðaðar við 300 manns en ekki 200 eins og almennt tíðkast.

Ef ekki er hægt að tryggja framkvæmd gangna og rétt miðað við 300 manns þarf að sækja um undanþágu. Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 300 manns. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. Eins metra fjarlægðartakmörk eru innan dyra.

Grundvallarsmitgát gagnvart öllu fólki

Í leiðbeiningunum eru tilmæli um að grundvallarsmitgát sé alltaf viðhöfð gagnvart öllu fólki. Varðandi þrif og umgengni í fjallaskálum er lögð áhersla á að lofta vel út og þrífa umhverfi því smitefni frá þeim sem eru hugsanlega sýktir geti breiðst út við hósta og hnerra og sest á yfirborð í umhverfinu.

Nálgast má leiðbeiningarnar á vef Bændasamtaka Íslands, þar sem gátlistar fyrir göngur og réttir er að finna.

Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...