Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns
Mynd / Bbl
Fréttir 7. september 2021

Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns

Höfundur: smh

Sóttvarnaleiðbeiningar vegna gangna og rétta út hafa verið gefnar út. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út almenna undanþágu varðandi fjöldatakmörk í réttum á öllu landinu á grundvelli þess að um kerfislega og efnahagslega mikilvæga starfsemi sé að ræða og verða fjöldatakmarkanir því miðaðar við 300 manns en ekki 200 eins og almennt tíðkast.

Ef ekki er hægt að tryggja framkvæmd gangna og rétt miðað við 300 manns þarf að sækja um undanþágu. Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 300 manns. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. Eins metra fjarlægðartakmörk eru innan dyra.

Grundvallarsmitgát gagnvart öllu fólki

Í leiðbeiningunum eru tilmæli um að grundvallarsmitgát sé alltaf viðhöfð gagnvart öllu fólki. Varðandi þrif og umgengni í fjallaskálum er lögð áhersla á að lofta vel út og þrífa umhverfi því smitefni frá þeim sem eru hugsanlega sýktir geti breiðst út við hósta og hnerra og sest á yfirborð í umhverfinu.

Nálgast má leiðbeiningarnar á vef Bændasamtaka Íslands, þar sem gátlistar fyrir göngur og réttir er að finna.

Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...